Hlutabréfafjárfesting er langtímafjárfesting Davíð Björnsson skrifar 17. apríl 2024 12:31 Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Fjármálamarkaðir Íslandsbanki Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í bréfi sem Warren Buffet skrifaði til hluthafa í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway sagði hann „America has been a terrific country for investors. All they needed to do is sit quietly, listening to no one“. Sama má segja um íslenskan hlutabréfamarkað sem hefur skilað góðri ávöxtun umfram verðbólgu ef við skoðum hlutabréfafjárfestingu sem langtímafjárfestingu líkt og eðlilegt er. Undanfarin tvö ár hafa verið þung á hlutabréfamörkuðum þar sem All-Share vísitalan (vísitala yfir öll hlutabréf á Aðalmarkaði Íslands) hefur lækkað bæði árin á meðan verðbólga og stýrivextir hafa verið á uppleið. Hefði einhver, til dæmis, í ársbyrjun 2022 fjárfest í hlutabréfasjóði sem hefur þróast í takt við All-Share vísitöluna þá væri ávöxtun í lok árs 2023 neikvæð um sem nemur 12,6% og verðbólga verið 18,0% yfir þetta tveggja ára tímabil. Rauntap fjárfestingarinnar hefði verið 25,9% og árlegt tap því 13,9% miðað við tvö ár. Þessi neikvæða þróun hefur fælt margan fjárfesti frá hlutabréfamarkaðnum Á hlutabréfamarkaði geta verið miklar sveiflur og því er nauðsynlegt að skoða ávöxtun yfir lengra tímabil. Ef við skoðum hver ávöxtun var yfir fimm ára tímabil þá hefur All-Share vísitalan hækkað um 99,8% á meðan verðbólga var 31,1% sem gerir 52,4% ávöxtun yfir verðbólgu eða að meðaltali 8,8% á ári. Svipað er uppi á teningnum ef skoðað er 10 ára tímabil þar sem meðal árs ávöxtun umfram verðbólgu hefur verið 8,0%. Til samanburðar ef við skoðum S&P 500 vísitöluna í Bandaríkjunum á tíu ára tímabilinu 2014 til 2023 þá hefur hún hækkað um 95,8% umfram verðbólgu. Þegar innlendur hlutabréfamarkaður er skoðaður í sögulegu samhengi þá er erfitt að líta framhjá atburðunum árið 2008 þegar markaðurinn hrundi og þetta gerir sögulegan samanburð við fjárfestingar erlendis erfiðan. Fjárfestar þurfa auðvitað að vega og meta áhættu af sínum fjárfestingum. Um leið er ljóst að það umhverfi sem við búum við núna er allt annað. Fjármálaregluverk hefur verið stórbætt frá því sem var og fyrirtækin sem eru skráð á markaði hér í dag af allt öðru tagi en árið 2008. Að fjárfesta í hlutabréfum fyrir sparifé sitt getur því verið góð ávöxtun umfram verðbólgu þó alltaf sé áhætta tengd fjárfestingum í hlutabréfum. Gott er að muna „að setja ekki öll eggin í sömu körfu“ og dreifa áhættu með því að velja, sem dæmi, vísitölusjóði sem reyna að fylgja úrvalsvísitölu Nasdaq Iceland. Muna svo orð Buffets, gefa fjárfestingunni tíma og þolinmæði þar sem óvissu léttir til lengri tíma og birtir til á mörkuðum. Umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar. Höfundur er greiningaraðili í verðbréfamiðlun Íslandsbanka og tekur fram að: Umfjöllun þessi er aðeins skrifuð í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. Fjárfestingu í verðbréfum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun