Reiðin kraumaði við ofsaakstur á Reykjanesbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. apríl 2024 16:33 Bíllinn nálgast bíl Ingibjargar og brunar fram úr henni. Ökumaður skapaði mikla hættu á Reykjanesbrautinni í hádeginu á mánudaginn þegar hann skautaði á milli bíla á hraðferð í átt að höfuðborgarsvæðinu. Myndband náðist af ofsaakstrinum. Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa. Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ingibjörg Haraldsdóttir var á leið frá Reykjanesbæ til höfuðborgarsvæðisins þegar fólksbíll kom á blússandi ferð fram úr henni. Þetta er á því svæði þar sem Reykjanesbrautin verður einbreið og álverið í Straumsvík í augsýn. „Ég lenti í árekstri við svipaðar aðstæður um jólin fyrir einu og hálfu ári, þá á leiðinni suður. Þess vegna var ég svo reið yfir þessu,“ segir Ingibjörg. Vísir hafði samband við Ingibjörgu í desember 2022 sem lýsti því hvernig ekið var á afturhlið bíls þeirra og stungið af. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum í Reykjanesbæ þegar bíll kom á mikilli siglingu vinstra megin við þau. Þetta var á svo til sama stað og nú nema hún á leiðinni suður. Ökumaðurinn stakk af og hefur ekkert sést til hans síðan. Hún segir lögregluna í Hafnarfirði ekki hafa sýnt mikinn áhuga á að rannsaka málið þrátt fyrir ábendingu sem hafi borist. Í framhaldi af árekstrinum í desember 2022 fór Ingibjörg og keypti sér myndavél í bílinn. „Ég mæli með því að allir séu með myndavél í bílnum sínum,“ segir Ingibjörg. Á myndbandi af ofsaakstrinum á mánudaginn sést bíllinn fara fram úr Ingibjörgu og í framhaldinu skauta fram hjá fleiri bílum. Ökumaðurinn keyrir utan vegar, hægra megin við bílinn, þegar honum sýnist og segir Ingibjörg að hann hafi að lokum horfið á leifturhraða í átt til Hafnarfjarðar. Hún segist bíða eftir því að Reykjanesbrautin verði tvöfölduð þarna eins og hún er nú orðin að stærstum hluta. Þá biðlar hún til fólks að fara varlega. „Flýta sér hægt. Hvað ætli hann hafi grætt á þessu?“ segir Ingibjörg og veltir fyrir sér sekúndurnar sem ökuþór sem hegði sér svona græði á endanum. Maðurinn hennar keyrir brautina á hverjum degi og verði reglulega vitni að hegðun á borð við þessa.
Umferðaröryggi Umferð Lögreglumál Hafnarfjörður Reykjanesbær Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira