Baldur í lit Anna Lára Pálsdóttir skrifar 22. apríl 2024 10:30 Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í norrænni goðafræði var Baldur bestur og mest elskaður allra goða. Hann var kallaður hinn hvíti svo hreinn og flekklaus sem hann var. Baldur hvíti bjó í Breiðablik og einnig þar var allt tandurhreint og óspillt. Nafnbótin, hinn hvíti, sýnir að hér er á ferðinni yfirskilvitleg vera sem er fullkomlega laus við mannlega annmarka. Kristur fékk einmitt sama viðurnefni. Í umræðu um væntanlegan húsráðanda á Bessastöðum þykir mér þjóðin vænta þess að Baldur hvíti sé í forsetaframboði svona líka hvítskúraður og syndlaus. Að þjóðin haldi að í mannheimum fyrirfinnist frambjóðandi sem aldrei hefur sagt neitt sem hann iðrast, aldrei hefur skipt um skoðun, sýnt mannlegan breyskleika eða gert mistök. Fólk er uppteknara af því að grafa upp brestina og benda á þá en að sjá hvaða mannkostir eru til staðar og hvaða erindi viðkomandi á. Vinur minn, Baldur Þórhallsson, er ekki yfirnáttúrulegur eins og nafni hans hinn hvíti. Baldur Þórhallsson er mennskur og kemur í öllum litum regnbogabrúarinnar Bifrastar. Við Baldur erum jafnaldrar og sveitungar. Ég man fyrst eftir Baldri þegar hann tók á móti hópi Norðmanna sem voru í vinabæjarheimsókn, en fjölskylda mín fór með gestina að skoða Ægissíðuhellana. Baldur, sem var þarna um tólf ára aldurinn, veitti framúrskarandi leiðsögn. Ég man að fullorðna fólkinu í ferðinni var tíðrætt um hversu kotroskinn og fróður strákurinn væri. Við Baldur vorum samferða menntaskólaárin fjögur á Laugarvatni. Hann var feiminn og hógvær strákur sem lét ekki mikið fyrir sér fara, hafði gaman af því að ræða heimsmálin og var alltaf í klossum. Baldur fór á dýptina í samtölum og flestir höfðu ekki vanist jafn mikilli þjóðmálaumræðu og honum var greinilega tamt. Hann hafði ávallt góða nærveru og kom fram við alla af sömu virðingu. Ég veit núna að hann fékk hvorki leyfi né rými til þess að vera hann sjálfur á þessum árum. Hann fékk að blómstra síðar en þurfti sannarlega að vinna fyrir því. Útskriftarárgangurinn okkar úr ML er enn þéttur hópur og við hittumst reglulega. Baldur nýtur óumdeildrar virðingar og væntumþykju í hópnum og við treystum hans dómgreind. Baldur hefur skapað sér sess sem virtur fræðimaður og vinsæll kennari en það er ekki síður yndislegt að fylgjast með fallegu fjölskyldunni hans vaxa og dafna. Samband þeirra hjóna við barnsmæður sínar er aðdáunarvert og til eftirbreytni. Baldur er sveitastrákur og Baldur er heimsborgari. Hann er svolítið eins og Forseti, sonur Baldurs hvíta, svo ég haldi mig nú við goðafræðina. Forseti var goð réttlætis og sátta. Ég veit að Baldur verður framúrskarandi forseti. Hann er mikill fagmaður, réttsýnn og vönduð manneskja sem kemur fram af heilindum. Baldur hefur upplifað forréttindi og upphafningu, gleði og sigra en einnig fordóma og jaðarsetningu, sorgir og missi. Aðeins þannig forseti getur skilið þjóð sína. Höfundur er kennsluráðgjafi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun