Öryrkjar auglýsi eftir harðorðum mótmælum! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 22. apríl 2024 12:00 Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Félagsmál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Eiga öryrkjar borga fyrir kjarasamninga? Skammastu þín Sigurður Ingi Jóhannsson! Hvar eru harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna núna? Erum við „breiðu bökin“? VIÐ beygðu og brotnu hlekkirnir sem eigum vart til hnífs og skeiðar, VIÐ sem mörg hver búum við sárafátækt, VIÐ sem erum búin að slíta okkur út í erfiðisvinnu langt fyrir aldur fram........ Ég er fædd 1966 og byrjaði að vinna fullan vinnudag 14 ára, oftast erfiðisvinnu og langa vinnudaga, aldrei neitaði maður aukavinnu né hlífði sér við erfiðisvinnu, vann oftast við bónuskerfi svo aldrei var slegið af. Í Bæjarútgerð Reykjavíkur í kringum 1980 unnum við stundum frá 6 að morgni fram á 22 á kvöldin, þá leit vikan út svona þegar mest var að gera. Mætt á mánudegi klukkan 6 unnið til 22, þriðjudag til fimmtudags mætt 8 og unnið til 22, föstudag mætt 8 unnið til 16, ball um kvöldið, laugardag mætt 6 unnið til 16, ball um kvöldið, svo aftur næstu vikur. Kannski ekki skrítið að maður hafi verið búinn líkamlega um þrítugt og eftir langa baráttu við kerfið komin á aumingjabætur. Við börðumst með Gvendi Jaka, fórum í verkföll, börðumst fyrir betri kjörum fyrir komandi kynslóðir. Ég gladdist þegar Sólveig Anna og Ragnar Þór fóru að hafa hátt og rugga bátnum, loksins var komið fólk sem var tilbúið að berjast fyrir okkur láglaunafólkið, rífa verkalýðsbaráttunna í gang eftir margra ára stöðnun. En hvar eruð þið núna þegar við veikustu hlekkirnir þörfnumst ykkar? Ekki nóg með að verkalýðsfélögin séu hætt að taka mál öryrkja með þegar gerðir eru kjarasamningar heldur eigum við að borga kjarabætur verkafólks, af hverju er enginn að mótmæla? Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Viðhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins Eiður Stefánsson, formaður samninganefndar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar – sambands iðnfélaga og Ragnar Þór Ingólfsson formaður stéttarfélagsins VR Hvar eruð þið? ætlið þið bara að láta þetta gerast hávaða laust? Ekki getum við öryrkjar farið í verkföll né samið um neitt. Við erum með mun minna á mánuði en lægstu textar fyrir síðustu kjarasamninga, þið fáið góða hækkun en við erum skilin eftir og eigum að borga brúsan og engin mótmælir! Höfundur er öryrki.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar