Hvar er híbýlaauður? Anna María Bogadóttir skrifar 24. apríl 2024 13:00 „Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Tíska og hönnun Arkitektúr Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
„Nú virðist tími til þess kominn, að við gætum vel að því, hvert við stefnum. Með stórauknu menningarsambandi við umheiminn eigum við nú að hafa öðlazt þá menntun, að við eigum að vera þess umkomnir að velja og hafna réttilega, og byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt,” segir í bókinni Húsakostur og híbýlaprýði sem kom út árið 1939. Eða fyrir áttatíu og fimm árum. Bókina rita arkitektar, læknir, bankamaður, rithöfundur, alþingismaður og húsgagnahönnuðir sem segja það „djörf fyrirætlan að skrifa bók um híbýli vorra daga og hvernig þeim verði bezt fyrir komið”. Dirfska höfundanna og leiðbeinandi, skarpur og hlýr tónn bókarinnar eru innblástur að Híbýlaauði, sem, líkt og fyrirmyndin, fæst við híbýli vorra daga út frá sjónarhorni arkitektúrs, hönnunar, verkfræði og efnahags. Hlutverk hverrar kynslóðar er að skipuleggja, byggja og búa í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma. Síðastliðna tæpa öld hafa risið íbúðahverfi sem endurspegla breytingar hvað snertir hugmyndafræði, vilja, verkþekkingu og félags- og fjárhagslegt bolmagn samfélagsins. Frá húsnæði með áherslu á jöfnuð, lýðheilsu, dagsbirtu og útsýni úr öllum íbúðum yfir í einsleitari einingahús í krafti nýrrar byggingatækni, vaxandi trú á frjálsan markað og brotthvarf hins opinbera af húsnæðismarkaði undir lok 20. aldar. Fyrir um áratug steig íslenska ríkið aftur inn á húsnæðismarkaðinn, íbúðir eru enda ekki hilluvara heldur grunninnviður og stærsta og áhrifamesta fjárfesting samfélags og einstaklinga. Gerir dagsbirta á öllum hæðum húsa okkur ríkari? Eru samverurými hagkvæm eða óhagkvæm og leynist eitthvað í búrinu sem er umhverfisvænt í stöðunni? Húsnæðisáskorun samtímans snýst um að móta lífsumgjörð komandi kynslóða. Einstaklinga sem í auknum mæli munu búa saman í fjölbýlishúsum. Því þarf að huga að nærandi samveru, gróðri, leik og ljósi svo hægt sé að þrífast og blómstra í dagsins önn. Íslendingar eru hámenntuð þjóð með fjölda fag- og fræðimanna á ólíkum sviðum. Innleidd hafa verið metnaðarfull gæðastjórnunarkerfi og rafræn stjórnsýsla í mannvirkjagerð á undanförnum áratugum. Hins vegar er vaxandi áhyggjuefni að íbúarnir, líðan þeirra, samvera og athafnir í daglegu lífi, virðast hafa týnst í fyrirferðarmikilli umræðu og aðgerðum um húsnæðismál. Samfélagið er mun ríkara og fjölskrúðugra en árið 1939. Sífellt hærra hlutfall landsmanna er af erlendum uppruna og mannaflsfrek ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem aflar mestu gjaldeyristekna. Gervigreind, loftlagsvá, stríð í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs og eldsumbrot á Reykjanesi er meðal þess sem skekur íslenskt samfélag. Enn sem fyrr eigum við þó að vera þess umkomin „að byggja einungis á þann hátt, sem er í samræmi við þarfir okkar og getu, en taka ekki athugasemdalaust við öllu því, sem að okkur er rétt”. Íbúinn þarf að komast aftur inn í kjarna umræðunnar um uppbyggingu íbúða, þar sem hann á heima. Þannig getur híbýlaauðurinn, sem býr í virkni og upplifun hvers og eins okkar og saman, fengið metávöxtun. Á Hönnunarmars 24.-28. apríl býður Híbýlaauður til skrafs og ráðagerða í kringum eldhúseyjuna, nútímaútgáfu eldstæðisins, í porti Hafnarhússins, Listasafni Reykjavíkur. Hægt verður að glugga í nýjar og gamlar uppskriftir og bera saman heita og kalda rétti fyrir fjölbýli framtíðarinnar. Hvar er samveran? Er þetta stofan? Viljum við búa saman? Höfundur er arkitekt.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun