Þegar þú ert báknið Gabríel Ingimarsson skrifar 26. apríl 2024 08:31 Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Rekstur hins opinbera Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Flest okkar kannast eflaust við að standa ekki alveg við falleg fyrirheit gærdagsins. Við byrjuðum ekki í ræktinni á mánudaginn, okkur tókst ekki alveg að spara í fatakaupunum eða vorum ekki jafn dugleg að lesa og við ætluðum. En hvernig kljáist þú við þessar tilfinningar þegar þú ert stjórnmálaflokkur í ríkisstjórn Íslands? Hvað gerir íslenskur stjórnmálaflokkur sem hefur byggt nær alla sína sjálfsmynd í kringum „báknið burt” þegar hann vaknar svo við þann raunveruleika að reynast sjálfur vera báknið? Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins viðurkenna allavega loksins að allar reglugerðir sem komi til þeirra vegna EES samstarfsins hafa verið gullhúðaðar (blýhúðaðar?) í eigin ráðuneytum. Það kallar auðvitað á starfshóp þar sem vel innmúraðir opinberir starfsmenn fá vinnu við það að ræða hvað þetta er nú mikið bákn. En gullhúðandi ráðherrum og ráðuneytum var blessunarlega fjölgað í pólitískri skák með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenska skattgreiðendur og að því er virðist með engan sérstakan tilgang nema að halda ákveðnu fólki inni í ríkisstjórn. Jú og til að minnka báknið! Báknsstækkunin ein og sér dugar þó ekki til, heldur leggjast þau á ráðin um hvernig best megi auka íþyngjandi ákvarðanir ríkisins sem mest. Þessir frelsiselskandi inngripshatendur hafa mörg hver lagst gegn rýmri heimild kvenna til þungunarrofs, sagst mótfallinn frelsi í neyslu kannabisefna, vilja takmarka frelsi á leigubílamörkuðum og vilja að ríkið ákveði hvað frjálst fólk fái að heita og hvað mjólkin má kosta. Nú er líka móðins hjá frelsiselskendunum að afnema heilbrigða samkeppni á mörkuðum og ríkisvæða fjármálafyrirtæki. Það er þeirra frelsi. Ítrekað stendur Sjálfstæðisflokkurinn svo í forsvari fyrir óráðsíu í ríkisfjármálum. Á met hagvaxtartímum var halli á ríkissjóði ár eftir ár og útgjaldablætið hélt áfram, raunar á það að halda áfram til ársins 2028. Hverjum ætli þrálát verðbólga sé annars að kenna? Útgjaldablætið er þó ekki að öllu leyti ófjármagnað, meintir frelsiselskandi báknminnkararnir hafa hækkað skatta fimm sinnum á móti hverri skattalækkun. Eru samt á móti sköttum en hækka bara þess í stað gjöld og álögur og leggja á „tímabundna” skatta. Og þegar „ekki-skattahækanirnar” duga ekki til þá má bara taka lán, jú blása út vaxtakostnað ríkisins og afborganir skattgreiðenda framtíðarinnar. Veski okkar enda óþrjótanlega auðlind. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun