Má spyrja homma að öllu? Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar 29. apríl 2024 16:30 Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér. Fólk veltir því fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir klæðist blúndu- eða boxernærbuxum, hvort Jóni Gnarr finnist betra að fara í sleik eða fá gill á bakið og hvort Ástþór Magnússon fíli BDSM eða kertaljós og jarðarber. Þessi klassísku kosningamál. Kjósendur vilja ólmir vita hvort Halla Hrund hafi skellt sér á næturklúbb með manninum sínum, hvort Arnar Þór hyggist kyssa konuna sína á Bessastöðum og hvort Steinunn Ólína hafi verið með annarri konu. Glöggir lesendur hafa nú ef til vill áttað sig á því að þessar upptalningar séu eintómur uppspuni, enda hefur fólk um mikilvægari hluti að ræða við forsetaframbjóðendur sem ekki eru samkynhneigðir. Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum. Siðareglur blaðamanna virðast litlu skeyta þegar kemur að tilteknum forsetaframbjóðanda, enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Valið er okkar. Ætlum við að synda áfram í drullupytti fordóma og haturs eða brjóta fleiri blöð í sögunni? Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað. Takk Baldur Þórhallsson, fyrir hugrekkið, baráttuna og fyrir að vera fyrirmynd okkar allra, þrátt fyrir ósanngjarnt mótlætið og hatrið. Þú ert minn forseti. Haltu áfram og ég held áfram að hvísla því að þorskinum en þrái mest að fræða son minn í fyllingu tímans um kjark þinn. Elísabet Þorgeirsdóttir, 1980. Höfundur er rithöfundur og nemi í stjórnvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Þegar líða fer að kosningum fara Gróur þessa lands á stjá og velta hinum ýmsu málefnum fyrir sér. Fólk veltir því fyrir sér hvort Katrín Jakobsdóttir klæðist blúndu- eða boxernærbuxum, hvort Jóni Gnarr finnist betra að fara í sleik eða fá gill á bakið og hvort Ástþór Magnússon fíli BDSM eða kertaljós og jarðarber. Þessi klassísku kosningamál. Kjósendur vilja ólmir vita hvort Halla Hrund hafi skellt sér á næturklúbb með manninum sínum, hvort Arnar Þór hyggist kyssa konuna sína á Bessastöðum og hvort Steinunn Ólína hafi verið með annarri konu. Glöggir lesendur hafa nú ef til vill áttað sig á því að þessar upptalningar séu eintómur uppspuni, enda hefur fólk um mikilvægari hluti að ræða við forsetaframbjóðendur sem ekki eru samkynhneigðir. Að vilja verða forseti Íslands en vera hommi er svona svipað því að vilja verða forseti en vera kona árið 1980. Vigdís mátti þola ýmislegt í sínu forsetaframboði og þurfti að svara hinum ótrúlegustu spurningum um sitt persónulega líf, enda aldeilis ekki við hæfi að kona sæti í embætti forseta. Halda mætti að árið 1980 væri aftur gengið í garð en í þetta sinn sætir eini samkynhneigði forsetaframbjóðandinn svipuðum fordómum. Siðareglur blaðamanna virðast litlu skeyta þegar kemur að tilteknum forsetaframbjóðanda, enda virðist fólki þykja í lagi að spyrja homma að öllu því sem því sýnist. Fórstu á hommabar? Kyssir þú manninn þinn? Af hverju eruð þið alltaf tveir saman? Getur maðurinn þinn aldrei haldið sig til hlés? Elskar þú BDSM? Ætlarðu að kyssa manninn þinn á Bessastöðum? Hvað með börnin á Bessastöðum? Þurfa þau að þola það? Við komum að því á eftir hvað þér finnst um stjórnarskrána, málskotsréttinn, valdsvið forsetans og fleira, en ætlarðu þér að fara einhvern tímann aftur á hommabar? Ég bara spyr. Þjóðin þarf nefnilega að vita það. Valið er okkar. Ætlum við að synda áfram í drullupytti fordóma og haturs eða brjóta fleiri blöð í sögunni? Hommi getur nefnilega bæði elskað annan homma og sinnt störfum forseta af nærgætni og virðingu, á sama tíma, á sama stað. Takk Baldur Þórhallsson, fyrir hugrekkið, baráttuna og fyrir að vera fyrirmynd okkar allra, þrátt fyrir ósanngjarnt mótlætið og hatrið. Þú ert minn forseti. Haltu áfram og ég held áfram að hvísla því að þorskinum en þrái mest að fræða son minn í fyllingu tímans um kjark þinn. Elísabet Þorgeirsdóttir, 1980. Höfundur er rithöfundur og nemi í stjórnvísindum.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun