Hvar er Reykjavegur? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. maí 2024 15:01 Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um 20 km (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki né samningar hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Stikurnar eru víða fallnar og þessi tæplega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu), til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og - ef svo er talið - koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil sem er hafið í eldstöðvakerfum skagans spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á SV-horninu og, því miður, óvissa er um framtíð Grindavíkur. Þær áskoranir þarf að vinna með líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála en nýjar gosmennjar vekja áhuga. Ef til vill getur nálægð við þéttbýlið verið galli á Reykjavegi en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé og um leið hvar breytinga er þörf á legu leiðarinnar og gistimöguleikum á þessu mjög svo áhugaverða útivistarsvæði. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær, stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni ljósmyndara fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglsstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir 5 km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri „100 gíga leiðin“ (um 13 km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir ótal eldgíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram Yngri-Stampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við ströndina. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú er í boði. Höfundur er jarðvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Árið 1995 vorum við Pétur Þorleifsson, ferðagarpur og rithöfundurt, fengnir til þess verkefnis að hanna langa gönguleið á Reykjanesskaga. Verkefnið var unnið undir stjórn Péturs Rafnssonar, þá formanns Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins, á vegum sérstakrar samstarfsnefndar nær allra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Gangan um Reykjaveg hefst á Nesjavöllum og endar við sjó hjá Reykjanesvita, alls sjö áfangar, sá lengsti um 20 km (sjá t.d. https://ferlir.is/reykjavegurinn/). Leiðin var stikuð árið eftir. Auk Bláfjallsskála átti að nýta skála við Þorbjörn og skála á Hengilssvæðinu en sá stóð ekki lengi við. Ég samdi leiðarlýsingu sem var prufuprentuð en aldrei gefin út í dreifanlegu magni. Skemmst er frá að segja að ekki tókst að skálavæða leiðina, ekki að útbúa tjaldstæði eða tryggja aðgang að vatni. Ástæðan var tvíþætt. Nægt fjármagn fékkst ekki né samningar hjá sveitarfélögunum sem komu að verkefninu og ekki tókst heldur finna rekstarform og rekstraraðila. Var leiðin nýtt um tíma til raðgöngu, þ.e. ein dagleið í einu. Stikurnar eru víða fallnar og þessi tæplega 120 km og sex nátta, góða gönguleið ekki auglýst sem valkostur í útivist og ferðaþjónustu. Nú eru breyttir tímar. Ferðaþjónustan eflist (þar þarf að gæta að þolmörkum í stóru og smáu), til eru fólkvangar kenndir við Bláfjöll og Reykjanes og nýjasta viðbótin er Reykjanes jarðminjagarður. Ég tel að dusta skuli ryk af Reykjavegi. Kanna hvort vinna ætti gönguleiðina upp sem rekstrarbæra margdægru og - ef svo er talið - koma henni í gagnið. Vissulega setur langt óróatímabil sem er hafið í eldstöðvakerfum skagans spurningamerki við ýmsar framkvæmdir og rekstur á SV-horninu og, því miður, óvissa er um framtíð Grindavíkur. Þær áskoranir þarf að vinna með líkt og í öðrum þáttum atvinnu- og öryggismála en nýjar gosmennjar vekja áhuga. Ef til vill getur nálægð við þéttbýlið verið galli á Reykjavegi en meta má nokkuð hlutlægt hvort svo sé og um leið hvar breytinga er þörf á legu leiðarinnar og gistimöguleikum á þessu mjög svo áhugaverða útivistarsvæði. Nota hér tækifærið til þess að minna á tvær, stikaðar gönguleiðir sem ég lagði að beiðni Reykjanes Geopark ásamt Ólafi Þórissyni ljósmyndara fyrir allmörgum árum. Upphafsstaður beggja er við geirfuglsstyttuna skammt frá Reykjanesvita. Sú styttri (tæpir 5 km) liggur yfir Valabjargargjársigdalinn, að minni vitanum suðaustan við hinn, upp á eldstöðina Skálafell, niður að Gunnuhverasvæðinu og þaðan að upphafstað. Lengri „100 gíga leiðin“ (um 13 km) sneiðir Gunnuhverasvæðið, borholur og gamla gíga, liggur upp á Sýrfell (95 m) með útsýni yfir ótal eldgíga, þverar sandborin hellu- og apalhraun. Liggur meðfram Yngri-Stampagígaröðinni og framhjá Reykjanesvirkjun, allt til leifanna af stórum gjóskugíg við ströndina. Með göngu að geirfuglinum er hringunum lokað. Þessar forvitnilegu náttúruleiðir mætti kynna og nýta mun betur er nú er í boði. Höfundur er jarðvísindamaður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun