Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Árni Sæberg skrifar 4. maí 2024 13:06 Vilhjálmi er ekki skemmt yfir háttsemi Haraldar. Vísir/Vilhelm Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. Dómar Hæstaréttar í málum fjögurra fyrrverandi lögreglumanna í lok mars síðastliðins vöktu talsverða athygli. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ríkinu bæri að greiða mönnunum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur taldi Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. Þetta gerir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Greinin ber titilinn „Örlætisgerningur“ og í henni útskýrir Vilhjálmur hvað felst í því lagahugtaki, sem í almennu tali er einfaldlega kallað gjöf. „Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið því föstu að fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafi gefið stefndu hundruð milljóna króna úr ríkissjóði í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vaknar sú spurning hvað íslenska ríkið ætlar að gera til þess að endurheimta féð? Ég treysti að fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra svari því. Eða eru fjármunir ríkissjóðs fé án hirðis?“ spyr Vilhjálmur. Kostar 360 milljónir Þegar málið var í hámæli árið 2020 lagði Ólafur Ísleifsson, þáverandi þingmaður Miðflokksins, fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt var hver kostnaður ríkisins af gjafagerningi Haraldar væri. Skuldbindingar ríkisins vegna samkomulags Haraldar vegna ábyrgðar ríkisins á B-deild LSR voru reiknaðar út á sínum tíma af Talnakönnun. Niðurstaðan var sú að kostnaðurinn væri 360 milljónir króna. Það var vegna allra þeirra níu starfsmanna sem gengu að samkomulagi Haraldar, ekki einungis þeirra fjögurra sem höfðuðu mál. Þegar Vilhjálmur spyr hvernig ríkið ætli sér að endurheimta milljónirnar 360 er hann í raun að velta upp tveimur möguleikum. Annars vegar að það stjórnvald sem fer með fjárreiður ríkisins, fjármála- og efnahagsráðuneytið, höfði einkamál á hendur Haraldi til heimtu skaðabóta. Hins vegar að Héraðssaksóknari ákveði að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á mögulegum umboðssvikum Haraldar. Slík brot varða allt að sex ára fangelsi. Enginn virðist vera að aðhafast Þegar dómur Hæstaréttar féll renndi blaðamaður fyrirspurn á fjármálaráðuneytið og spurði að einmitt þessu. Hvort málinu væri lokið frá bæjardyrum ráðuneytisins séð eða skaðabótamál á hendur Haraldi kæmi til greina. Í svari ráðuneytisins, sem barst um mánuði síðar, sagði að á þessu stigi hafi ekki verið lagt mat á hvort skilyrði til að beina kröfu að Haraldi vegna málsins kunni að vera uppfyllt. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er farið ítarlega yfir málið í heild. Þar segir meðal annars að Heimildin hafi beint fyrirspurn til Héraðssaksóknar varðandi málið. Þaðan hafi þær upplýsingar borist að engu máli hefði verið vísað til embættisins og engin rannsókn væri í gangi. Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Lögreglan Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Dómar Hæstaréttar í málum fjögurra fyrrverandi lögreglumanna í lok mars síðastliðins vöktu talsverða athygli. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að ríkinu bæri að greiða mönnunum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur taldi Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný. Þetta gerir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein hér á Vísi. Greinin ber titilinn „Örlætisgerningur“ og í henni útskýrir Vilhjálmur hvað felst í því lagahugtaki, sem í almennu tali er einfaldlega kallað gjöf. „Nú þegar Hæstiréttur hefur slegið því föstu að fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafi gefið stefndu hundruð milljóna króna úr ríkissjóði í gegnum Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins vaknar sú spurning hvað íslenska ríkið ætlar að gera til þess að endurheimta féð? Ég treysti að fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra svari því. Eða eru fjármunir ríkissjóðs fé án hirðis?“ spyr Vilhjálmur. Kostar 360 milljónir Þegar málið var í hámæli árið 2020 lagði Ólafur Ísleifsson, þáverandi þingmaður Miðflokksins, fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt var hver kostnaður ríkisins af gjafagerningi Haraldar væri. Skuldbindingar ríkisins vegna samkomulags Haraldar vegna ábyrgðar ríkisins á B-deild LSR voru reiknaðar út á sínum tíma af Talnakönnun. Niðurstaðan var sú að kostnaðurinn væri 360 milljónir króna. Það var vegna allra þeirra níu starfsmanna sem gengu að samkomulagi Haraldar, ekki einungis þeirra fjögurra sem höfðuðu mál. Þegar Vilhjálmur spyr hvernig ríkið ætli sér að endurheimta milljónirnar 360 er hann í raun að velta upp tveimur möguleikum. Annars vegar að það stjórnvald sem fer með fjárreiður ríkisins, fjármála- og efnahagsráðuneytið, höfði einkamál á hendur Haraldi til heimtu skaðabóta. Hins vegar að Héraðssaksóknari ákveði að eigin frumkvæði að hefja rannsókn á mögulegum umboðssvikum Haraldar. Slík brot varða allt að sex ára fangelsi. Enginn virðist vera að aðhafast Þegar dómur Hæstaréttar féll renndi blaðamaður fyrirspurn á fjármálaráðuneytið og spurði að einmitt þessu. Hvort málinu væri lokið frá bæjardyrum ráðuneytisins séð eða skaðabótamál á hendur Haraldi kæmi til greina. Í svari ráðuneytisins, sem barst um mánuði síðar, sagði að á þessu stigi hafi ekki verið lagt mat á hvort skilyrði til að beina kröfu að Haraldi vegna málsins kunni að vera uppfyllt. Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar er farið ítarlega yfir málið í heild. Þar segir meðal annars að Heimildin hafi beint fyrirspurn til Héraðssaksóknar varðandi málið. Þaðan hafi þær upplýsingar borist að engu máli hefði verið vísað til embættisins og engin rannsókn væri í gangi.
Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Lögreglan Alþingi Kjaramál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32 Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09 Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. 8. maí 2023 10:32
Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17. febrúar 2023 14:09
Gert að standa við umdeilda launasamninga Haraldar við yfirlögregluþjóna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt embætti ríkislögreglustjóra til að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá um endurskoðun launakjara sumarið 2019. 13. október 2021 08:40