Hvað er eiginlega að gerast? Inga Minelgaite skrifar 6. maí 2024 07:30 Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stjórnun Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í ár var mikil aukning á umsóknum í meistaranám við Viðskiptafræðideild HÍ. Alls voru umsóknir vegna náms sem hefst á haustmisseri 441 talsins sem er 40% aukning frá fyrra ári. Áhuginn var mikill á öllum 13 námslínunum en aðsókn í eina þeirra sló öll met, MA Alþjóðaviðskipti og verkefnastjórnun átti 44,6% af öllum umsóknunum. MS Verkefnastjórnun var þriðja mest sótta línan. Hvað er eiginlega að gerast? Er verkefnastjórnun tímabundin tíska eða er þörf fyrir þessa hæfni í atvinnulífinu? Svo virðist sem áhugi á verkefnastjórnun sé einnig sýnilegur meðal fagfólks. Fyrir nokkrum árum fór ég á IPMA-þing í Mexíkó. Þetta var ráðstefna fyrir fagfólk um verkefnastjórnun. Hlutfall Íslendinga var mjög hátt þarna miðað við aðrar þjóðir (Ari Eldjárn myndi nota „per capita“ nálgun hér, ef þú veist hvað ég á við. Ef ekki, mæli með þættinum hans á Netflix). Fyrir um viku síðan kynntum við Verkefnastjórnunardaginn (Project Management Day). Practice-oriented ráðstefnu skipulagða í samstarfi við Félag verkefnastóra á Íslandi (nánar um viðburð sjá hér að neðan). Ein af vinnustofunum á ráðstefnunni var fullbókuð innan fárra daga. Það vekur mann til umhugsunar hvort verkefnastjórnun sé tískufyrirbrigði eða nauðsynleg þekking sem vantar. Reinhard Wagner, eitt þekktasta nafnið í verkefnastjórnunarheiminum, trúir því staðfastlega að vinsældirnar séu ekki tíska. Enn fremur telur hann og fjöldi annara sérfræðinga að þörf sé á enn fleira fagfólki sem hefur þekkingu á verkefnastjórnun í framtíðinni. Reinhard segir að verkefni breyti því hvernig við stundum viðskipti í hagkerfinu og hjálpi okkur að verða afkastameiri, nýstárlegri og sjálfbærari. Spáð er að 50-70% (það fer eftir heimildum) fyrirtækja árið 2024 búist við meiri breytingum en árið áður. Tækniþróun, sjálfbærniaðgerðir, fólksflutningar (migration), kröfur viðskiptavina eru nokkrir af þeim þáttum sem stuðla að breytingum. McKinsey & Company, segir að 70% breytingastjórnunaráætlana mistakast. Við vitum svarið hvers vegna. Það er vegna þess að til að ná árángursríkum breytingum þarf að stjórna eins og verkefni er stjórnað. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að verkefnastjórnun nýtur vaxandi vinsælda og mun halda áfram í framtíðinni. Vegna þess að óháð tegund fyrirtækis eða stofnunar þurfum við skilvirka stjórnun verkefna. Þess vegna leita margir sérþekkingar í verkefnastjórnun til viðbótar við aðalstarfið. Við höfum til dæmis aukinn fjölda hjúkrunarfræðinga, íþróttamanna og listamanna sem læra verkefnastjórnun. Samkvæmt kollega mínum, prófessor frá Leeds háskóla, í Bretlandi er stærsta áskorunin að finna kennara til að kenna verkefnastjórnun. Vegna mikils fjölda nemenda og mikillar eftirspurnar í iðnaði. Forbes segir að verkefnastjórnunariðnaðurinn verði vitni að áður óþekktum vexti og á eftir að aukast enn frekar á næstu árum, þar sem spáð er að 25 milljónir manns þurfi til að fylla skarðið í ýmsum atvinnugreinum á heimsvísu. Sumir af vinsælustu atvinnugreinunum með tækifæri fyrir verkefnastjóra eru tækni, byggingariðnaður, framleiðsla og fjármál. Við munum sjá hvað framtíðin ber í skauti sér. Á dýnamískum og spennandi tímum eins og eru í faginu í dag er mikilvægt að hittast og velta fyrir sér þróuninni. Það er til dæmis hægt að gera á Verkefnastjórnunardeginum (Project Management Day), sem haldinn verður í Háskóla Íslands 16. maí næstkomandi í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF). Frekari upplýsingar hér. Höfundur er prófessor við viðskiptafræðideild HÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar