Stormy Daniels í dómsal með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2024 14:16 Stormy Daniels hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump á árum áður. Einkalögmaður Trumps greiddi henni 130 þúsund dali fyrir að dreifa sögunni ekki en Trump hefur verið ákærður fyrir að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi lögmanninum. AP/Markus Schreiber Stormy Daniels, fyrrverandi klámmyndaleikkona, mun bera vitni í réttarhöldunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í New York í dag. Búist er við því að hún muni segja kviðdómendum frá því þegar Michael Cohen, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, greiddi henni 130 þúsund dali í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Sú greiðsla var svo hún segði ekki frá meintu framhjáhaldi Trumps með henni árið 2006. Lögmenn Trumps mótmæltu því að Daniels ætti að bera vitni þegar réttarhöldin héldu áfram í morgun. Blaðamaður sem situr í dómsalnum segir Susan Necheles, einn lögmanna Trumps, lýst sig andsnúna því að Daniels myndi tala um meintar kynlífsathafnir hennar og Trumps. Susan Hoffinger, saksóknari, sagði þá að vitnisburður hennar væri nauðsynlegur til að fylla upp í ákveðnar eyður. Hét hún því að vitnisburður Daniels myndi ekki snúast um nokkurs konar lýsingar á kynfærum eða slíkt. Assistant DA Susan Hoffinger says certain details are necessary. Justice Merchan asks for specifics.Hoffinger says it's "very basic." "It's not going to involve any descriptions of genitalia or anything of that nature."— Adam Klasfeld (@KlasfeldReports) May 7, 2024 Trump er sakaður um að falsa skjöl í tengslum við það þegar hann endurgreiddi Cohen fyrir þagnargreiðsluna til Daniels. Þær greiðslur voru skráðar í bókhald forsetans fyrrverandi sem lögfræðikostnaður og er hann sakaður um að hafa falsað skjöl í 34 liðum. Verði hann dæmdur sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fjögurra ára fangelsisvistar. Fór hörðum orðum um dómarann Trump birti í morgun færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann sagðist hafa komist að því hver ætti að bera vitni í dag og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið að vita það fyrr. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan M. Merchan, dómara í málinu, og sagði hann meðal annars spilltan. Trump eyddi þó færslunni enda hefur Merchan ítrekað ávítt hann fyrir opinber ummæli hans um málið. Í gær sektaði Merchan Trump fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem sett hafði verið á hann. He obviously is concerned about this witness. Also, prosecutors can disclose who they will call that day as a courtesy. The judge has no power to order them to do so. They said he forfeited that courtesy with his continued threats and harassment of witnesses. Too bad. pic.twitter.com/qixWBnVwu1— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) May 7, 2024 Merchan sagði beinum orðum við Trump að ef hann bryti aftur af sér með þessum hætti gæti hann verið sendur í fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira