Uppgjör: Valur - Njarðvík 68-67 | Ekki fallegt en það telur Siggeir Ævarsson skrifar 7. maí 2024 21:05 Chaz Williams og Taiwo Badmus takast á. Badmus fór fyrir sóknarleik Vals í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur lagði Njarðvík í 3. leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var ekki sá fallegasti og Valur skoraði aðeins átta stig í öllum fjórða leikhluta. Það kom ekki að sök í kvöld og Valur er komið 2-1 yfir í einvíginu. Valsmenn voru afar seinir í gang en þegar fimm mínútur rúmar voru liðnar af leikhlutanum voru þeir aðeins búnir að skora tvær körfur. Gestirnir voru aftur á móti ekkert mikið sneggri í gang, bæði lið að gera umtalsvert af mistökum í sókninni. Hjálmar Stefánsson og Dwayne Lautier takast áVísir/Anton Brink Smám saman komust bæði lið í betri takt en Njarðvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhlutann með fimm stigum, 17-22, og munaði þar um að Njarðvíkingar voru búnir að setja tvo þrista en Valsmenn engan. Valsmenn hresstust töluvert í 2. leikhluta. Jöfnuðu leikinn, komust yfir og svo fimm stigum yfir. Að sama skapi virtust Njarðvíkingar aðeins missa taktinn en Veigar Páll Alexandersson fann hann og setti tvo mikilvæga þrista undir lokin og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik, 40-38. Kristófer Acox svífur manna hæstVísir/Anton Brink Valsmenn hertu tökin í vörninni í 2. leikhluta og héldu uppteknum hætti í þeim þriðja en Njarðvíkingar skoruðu aðeins 16 og 15 stig í þessum leikhlutum. Þeir hreinlega komust ekki á körfuna og þurftu að sætta sig við léleg skot trekk í trekk. Sóknarleikur Valsmanna aftur á móti í fínu flæði og staðan 60-53 eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur Valsmanna fraus svo algjörlega í fjórða leikhluta en á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að landa sigri með aðeins átta stig skoruð á síðustu tíu mínútunum. Njarðvíkingar gerðu mjög vel að koma til baka en Kristinn Pálsson kláraði leikinn á vítalínunni. Fjögur af átta stigum Vals í leikhlutanum komu frá Kidda á línunni í blálokin. Innilegur fögnuður tveggja vítaskyttaVísir/Anton Brink Valsmenn unnu hér afar mikilvægan sigur í einhverjum þeim allra ljótasta leik sem ég hef séð í seinni tíð, sóknarlega séð, en hann telur jafn mikið og skotsýningarsigur. Atvik leiksins Atvikið sem réð úrslitum var villan sem dæmd var á Mario Matasovic þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Valsmenn á leið í sókn og hann gerði tilraun til að stela boltanum. Héðan frá séð var þessi villa tittlingaskítur eins og það heitir á fagmálinu en Kristinn Pálsson fór á línuna og kláraði leikinn. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins var Taiwo Badmus sem leiddi stigaskor Valsmanna með 17 stig. Hetja Vals var þó engu að síður áðurnefndur Kristinn Pálsson sem skoraði fjögur síðustu stig liðsins og tryggði þeim sigurinn að lokum. Hjá Njarðvík var Dwayne Lautier stigahæstur með 14 stig og þá var Dominykas Milka öflugur með 13 stig og heil 19 fráköst. Dwayne Lautier var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöldVísir/Anton Brink Frank Aron Booker hefði mögulega orðið skúrkur kvöldsins þegar hann brenndi af síðustu vítum leiksins en til allrar hamingju fyrir hann náðu Njarðvíkingar ekki að koma upp góðu skoti á þeim tæpu þremur sekúndum sem lifðu af leiknum. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson og Jakob Árni Ísleifsson. Fyrstu 35 mínútur leiksins tók ég ekkert eftir þeim og það eru bestu frammistöður dómara. Undir lokin urðu þeir ansi flautuglaðir sem þýddi að Valsmenn kláruðu leikinn á línunni. Voru þetta réttir dómar eða ekki? Ég skal ekki segja en Njarðvíkingar munu án vafa svekkja sig á þeim næstu daga. Kristinn Óskarsson var aðaldómari í kvöldVísir/Anton Brink Stemming og umgjörð Undirritaður er búinn að mæta á þrjá af fjórum heimaleikjum Vals í þessari úrslitakeppni og í kvöld var stemmingin og umgjörðin á Hlíðarenda á því plani sem maður væntir í úrslitakeppni. Búið að grilla fyrir leik og gæðin á borgurunum úr efstu hillu. Tveir leikmennVísir/Anton Brink Þá voru Valsmenn búnir að opna aðra endastúkuna og Pálmar Ragnarsson mættur með unga iðkendur í hrúgum sem brugðu á leik á milli leikhluta. Þessi standard er vonandi það sem koma skal hjá deildarmeisturunum. Grænir voru mættir í stúkunaVísir/Anton Brink Viðtöl Maciej Baginski: „Fínt „no-call“ hefði verið best fyrir leikinn held ég“ Maciej Baginski, fyrirliði NjarðvíkurVísir/Anton Brink Maciej Baginski, fyrirliði Njarðvíkur, var líkt og Benedikt Guðmundsson þjálfari hans mjög ósáttur við að leikurinn í kvöld hefði ráðist á vafasömum dóm í lokin. „Þetta er mjög svekkjandi. Finnst svona að leikmenn eigi að fá að klára leikinn en það var ekki hér í kvöld. Þetta er eitthvað plokk sem er búið að vera allan leikinn og ekki dæmt en dæmt hérna síðustu sekúndur, það er svona það grátlegasta. En við þurfum bara að rífa okkur í gang heima og koma aftur hingað.“ Andri Már spurði hvort hann ætti þarna við atvikið þegar Mario Matasovic braut á Kristni Pálssyni undir lokin. „Brýtur og ekki brýtur, ég veit það ekki, ég er ekki búinn að horfa á þetta aftur. En mér fannst þetta bara frekar „soft“ á þessum tímapunkti. Það var ekkert að gerast heldur, hann var ekki að fara á körfuna eða neitt. Fínt „no-call“ hefði verið best fyrir leikinn held ég.“ Andri spurði hvort taugarnar hefðu mögulega verið of þandar en Maciej var ekki á því. „Við leyfðum Val aðeins of mikið að spila sinn leik. Þeir vilja hafa þetta ljótt og bara barning og lágt skor. Við þurfum að finna betri sóknarmöguleika og vera aðeins hugrakkari í að taka þessi skot sem við erum búnir að setja allt tímabilið.“ Hann bauð upp á ágætis greiningu á því hvað Valsmenn voru að gera sem gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir í kvöld. „Þeir eru mjög líkamlegir, loka vel teignum og hlaupa vel út í skotmenn. Við erum líka aðeins of mikið að þröngva stundum og aðeins of seinir með sendingarnar, bæði til hliðanna og út. Við þurfum bara að vera aðeins skarpari í því sem við erum að gera og þá held ég að þetta gangi upp hjá okkur.“ Benedikt Guðmundsson tók leikhlé strax í upphafi seinni hálfleiks en Maciej sagði að Njarðvíkingar hefðu ekki komið með rétt orkustig út í hálfleikinn. „Það var bara eitthvað orkuleysi. Skrítin orka, þeir voru bara búnir að skora fimm stig en í svona lágskora leikjum þá er það ágætis áhlaup. Bara aðeins að kveikja á okkur, sérstaklega sóknarlega, vörnin var búin að vera mjög fín allan leikinn. Það vantaði bara smá vakningu.“ Aðspurður hvað Njarðvíkingar þyrftu að gera til að vinna næsta leik var Maciej með svör við því. „Bara vera ákveðnari. Vera með meira sjálfstraust og taka þessi skot. Vera stundum smá villtir en samt meira einbeittir. Það er það sem ég sé í þessu.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Valur lagði Njarðvík í 3. leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Leikurinn var ekki sá fallegasti og Valur skoraði aðeins átta stig í öllum fjórða leikhluta. Það kom ekki að sök í kvöld og Valur er komið 2-1 yfir í einvíginu. Valsmenn voru afar seinir í gang en þegar fimm mínútur rúmar voru liðnar af leikhlutanum voru þeir aðeins búnir að skora tvær körfur. Gestirnir voru aftur á móti ekkert mikið sneggri í gang, bæði lið að gera umtalsvert af mistökum í sókninni. Hjálmar Stefánsson og Dwayne Lautier takast áVísir/Anton Brink Smám saman komust bæði lið í betri takt en Njarðvíkingar leiddu eftir fyrsta leikhlutann með fimm stigum, 17-22, og munaði þar um að Njarðvíkingar voru búnir að setja tvo þrista en Valsmenn engan. Valsmenn hresstust töluvert í 2. leikhluta. Jöfnuðu leikinn, komust yfir og svo fimm stigum yfir. Að sama skapi virtust Njarðvíkingar aðeins missa taktinn en Veigar Páll Alexandersson fann hann og setti tvo mikilvæga þrista undir lokin og aðeins munaði tveimur stigum í hálfleik, 40-38. Kristófer Acox svífur manna hæstVísir/Anton Brink Valsmenn hertu tökin í vörninni í 2. leikhluta og héldu uppteknum hætti í þeim þriðja en Njarðvíkingar skoruðu aðeins 16 og 15 stig í þessum leikhlutum. Þeir hreinlega komust ekki á körfuna og þurftu að sætta sig við léleg skot trekk í trekk. Sóknarleikur Valsmanna aftur á móti í fínu flæði og staðan 60-53 eftir þrjá leikhluta. Sóknarleikur Valsmanna fraus svo algjörlega í fjórða leikhluta en á einhvern ótrúlegan hátt tókst þeim að landa sigri með aðeins átta stig skoruð á síðustu tíu mínútunum. Njarðvíkingar gerðu mjög vel að koma til baka en Kristinn Pálsson kláraði leikinn á vítalínunni. Fjögur af átta stigum Vals í leikhlutanum komu frá Kidda á línunni í blálokin. Innilegur fögnuður tveggja vítaskyttaVísir/Anton Brink Valsmenn unnu hér afar mikilvægan sigur í einhverjum þeim allra ljótasta leik sem ég hef séð í seinni tíð, sóknarlega séð, en hann telur jafn mikið og skotsýningarsigur. Atvik leiksins Atvikið sem réð úrslitum var villan sem dæmd var á Mario Matasovic þegar 22 sekúndur voru til leiksloka. Valsmenn á leið í sókn og hann gerði tilraun til að stela boltanum. Héðan frá séð var þessi villa tittlingaskítur eins og það heitir á fagmálinu en Kristinn Pálsson fór á línuna og kláraði leikinn. Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Stjarna kvöldsins var Taiwo Badmus sem leiddi stigaskor Valsmanna með 17 stig. Hetja Vals var þó engu að síður áðurnefndur Kristinn Pálsson sem skoraði fjögur síðustu stig liðsins og tryggði þeim sigurinn að lokum. Hjá Njarðvík var Dwayne Lautier stigahæstur með 14 stig og þá var Dominykas Milka öflugur með 13 stig og heil 19 fráköst. Dwayne Lautier var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöldVísir/Anton Brink Frank Aron Booker hefði mögulega orðið skúrkur kvöldsins þegar hann brenndi af síðustu vítum leiksins en til allrar hamingju fyrir hann náðu Njarðvíkingar ekki að koma upp góðu skoti á þeim tæpu þremur sekúndum sem lifðu af leiknum. Dómarar Dómarar kvöldsins voru þeir Kristinn Óskarsson, Bjarki Þór Davíðsson og Jakob Árni Ísleifsson. Fyrstu 35 mínútur leiksins tók ég ekkert eftir þeim og það eru bestu frammistöður dómara. Undir lokin urðu þeir ansi flautuglaðir sem þýddi að Valsmenn kláruðu leikinn á línunni. Voru þetta réttir dómar eða ekki? Ég skal ekki segja en Njarðvíkingar munu án vafa svekkja sig á þeim næstu daga. Kristinn Óskarsson var aðaldómari í kvöldVísir/Anton Brink Stemming og umgjörð Undirritaður er búinn að mæta á þrjá af fjórum heimaleikjum Vals í þessari úrslitakeppni og í kvöld var stemmingin og umgjörðin á Hlíðarenda á því plani sem maður væntir í úrslitakeppni. Búið að grilla fyrir leik og gæðin á borgurunum úr efstu hillu. Tveir leikmennVísir/Anton Brink Þá voru Valsmenn búnir að opna aðra endastúkuna og Pálmar Ragnarsson mættur með unga iðkendur í hrúgum sem brugðu á leik á milli leikhluta. Þessi standard er vonandi það sem koma skal hjá deildarmeisturunum. Grænir voru mættir í stúkunaVísir/Anton Brink Viðtöl Maciej Baginski: „Fínt „no-call“ hefði verið best fyrir leikinn held ég“ Maciej Baginski, fyrirliði NjarðvíkurVísir/Anton Brink Maciej Baginski, fyrirliði Njarðvíkur, var líkt og Benedikt Guðmundsson þjálfari hans mjög ósáttur við að leikurinn í kvöld hefði ráðist á vafasömum dóm í lokin. „Þetta er mjög svekkjandi. Finnst svona að leikmenn eigi að fá að klára leikinn en það var ekki hér í kvöld. Þetta er eitthvað plokk sem er búið að vera allan leikinn og ekki dæmt en dæmt hérna síðustu sekúndur, það er svona það grátlegasta. En við þurfum bara að rífa okkur í gang heima og koma aftur hingað.“ Andri Már spurði hvort hann ætti þarna við atvikið þegar Mario Matasovic braut á Kristni Pálssyni undir lokin. „Brýtur og ekki brýtur, ég veit það ekki, ég er ekki búinn að horfa á þetta aftur. En mér fannst þetta bara frekar „soft“ á þessum tímapunkti. Það var ekkert að gerast heldur, hann var ekki að fara á körfuna eða neitt. Fínt „no-call“ hefði verið best fyrir leikinn held ég.“ Andri spurði hvort taugarnar hefðu mögulega verið of þandar en Maciej var ekki á því. „Við leyfðum Val aðeins of mikið að spila sinn leik. Þeir vilja hafa þetta ljótt og bara barning og lágt skor. Við þurfum að finna betri sóknarmöguleika og vera aðeins hugrakkari í að taka þessi skot sem við erum búnir að setja allt tímabilið.“ Hann bauð upp á ágætis greiningu á því hvað Valsmenn voru að gera sem gerði Njarðvíkingum erfitt fyrir í kvöld. „Þeir eru mjög líkamlegir, loka vel teignum og hlaupa vel út í skotmenn. Við erum líka aðeins of mikið að þröngva stundum og aðeins of seinir með sendingarnar, bæði til hliðanna og út. Við þurfum bara að vera aðeins skarpari í því sem við erum að gera og þá held ég að þetta gangi upp hjá okkur.“ Benedikt Guðmundsson tók leikhlé strax í upphafi seinni hálfleiks en Maciej sagði að Njarðvíkingar hefðu ekki komið með rétt orkustig út í hálfleikinn. „Það var bara eitthvað orkuleysi. Skrítin orka, þeir voru bara búnir að skora fimm stig en í svona lágskora leikjum þá er það ágætis áhlaup. Bara aðeins að kveikja á okkur, sérstaklega sóknarlega, vörnin var búin að vera mjög fín allan leikinn. Það vantaði bara smá vakningu.“ Aðspurður hvað Njarðvíkingar þyrftu að gera til að vinna næsta leik var Maciej með svör við því. „Bara vera ákveðnari. Vera með meira sjálfstraust og taka þessi skot. Vera stundum smá villtir en samt meira einbeittir. Það er það sem ég sé í þessu.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti