„Þetta er saga tímabilsins og það gengur ekki lengur“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 12. maí 2024 22:38 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Anton Fylkir er enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins eftir tap í kvöld gegn Breiðablik í Bestu deildinni. Fylkismenn voru miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik og gátu nagað sig í handabökin að vera ekki búnir að skora að minnsta kosti eitt mark. Þrátt fyrir það skoraði Breiðablik þrjú mörk í leiknum og unnu öruggan 3-0 sigur. Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sjá meira
Vísir ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis eftir leik sem hafði þetta að segja um frammistöðuna: „Ég er drullu fúll. Það var ömurlegt að tapa þessum leik, hvað þá 3-0. Við erum bara algjörir klaufar að fá á okkur þetta fyrsta mark. Fyrri hálfleikur var fínn hjá okkur en fáum á okkur aulamark. Erum bara kærulausir, ég skil þetta ekki. Að við þurfum alltaf að gefa andstæðingum okkar þessi mörk. Síðan erum við bara ótrúlega lélegir fyrir framan teig andstæðingsins. Komumst oft í frábærar stöður en nýtum það illa. Því miður, þetta er ekki nógu gott.“ sagði Rúnar hundfúll með sína menn. Fylkir hefur átt fínar frammistöður hingað til á tímabilinu en niðurstaðan einungis eitt stig og botnsætið. Í fyrri hálfleik var liðið betri aðilinn en fékk á sig mark á lokaandartökum hálfleiksins. Má segja að þetta sé lýsandi fyrir tímabil Fylkis hingað til? „Það er rétt, þetta er saga tímabilsins. Þetta gengur ekkert svona lengur, þurfum að fara að safna stigum. Við erum ekkert verra lið en Breiðablik 70% af leiknum. Þetta er búið að vera saga okkar í sumar en það þýðir ekkert að tala bara um það. Við verðum að bregðast við á vellinum og gera betur. Verðum að vera með hausinn skrúfaðan á okkur í 90 mínútur plús. Getum ekki spilað svona í þessari deild.“ sagði Rúnar. Fylkir virtist missa allan þrótt við annað mark Breiðabliks og misstu menn alla trú. Eru vandamál Fylkis af andlegu meiði? „Fótbolti er andlegur og líkamlegur. Að sjálfsögðu þurfum við að hughreysta þessa drengi. Við æfum vel og spilum ágætis fótbolta. Þetta snýst bara um baráttuna og gredduna að koma í veg fyrir þessu mörk. Þetta er bara spurningum að fórna öllu sem til er í að hindra andstæðinginn í að skora mörk.“ Fylkir mætir KA í botnslag deildarinnar í næstu umferð. Rúnar sagði liðið undirbúa sig á sama hátt fyrir þann leik og aðra, þrátt fyrir mikilvægið. „Þetta er bara fótbolti, við verðum að mæta klárir. Við höfum mætt klárir og spilað okkar leiki. Þurfum bara að skilvirkir fyrir framan mark andstæðingsins og drulla þessum bolta frá markinu okkar.“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Fótbolti Fylkir Besta deild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sjá meira