Blóðugt upp fyrir axlir Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 13. maí 2024 09:00 Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Þær eru svo áhugaverðar tímasetningarnar hjá Ísraelsstjórn. Þegar þetta er ritað (laugardagskvöldið 11. maí) er verið að drita niður fólk í Jabalia-búðunum úr fjarstýrðum hernaðarflygildum og eru helstu skotmörk sjúkrabílar. Innrás á landi er þá hafin í Rafha, Gazaborg og Norður-Gaza. Skriðdrekar í massavís og skotið á allt kvikt. Fólk hrakið af heimilum sínum. Á nákvæmlega sama tíma er fulltrúi þessa sama lands að dansa og syngja í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Eins og ekkert sé sjálfsagðara. Því að það er ekkert sjálfsagðara. Ísrael, í skjóli öflugasta herveldis heims (Bandaríkin) veit að það getur farið fram eins og því sýnist. Bandaríkin skýla. Þess vegna keyrir Ísrael þetta tvennt á sama tíma. Án þess að depla auga. Það hjálpar að búið er að ómanneskjuvæða Palestínufólk í áratugi auk þess sem hreinsun þeirra af landsvæðinu sem Ísraels- og Palestínufólk deilir hefur verið í skipuriti stjórnarinnar frá upphafi. Ekkert þarf því að koma á óvart hér. Og eðlilega er byggð upp afar glúrin strategía. Allir helstu styrktaraðilar Eurovision eru ísraelsk fyrirtæki. Ísrael á keppnina og hefur nú tekist að rústa henni innanfrá. Ísrael er sama um keppnina sem slíka, hún er bara ein af tólunum sem notað er til að færast nær lokatakmarkinu, lokalausninni. Til að ná henni fram þverbrýtur Ísrael öll mannréttindi og er ítrekað í trássi við allar alþjóðasamþykktir. Og kemst upp með það. Það er lítið mál að fletta þessu öllu saman upp. Allt eru þetta ískaldar staðreyndir. Fólk segir „söngvakeppnin á ekki að snúast um pólitík“ og ég er sammála. Það er hins vegar Ísrael sem er búið að gera þessa keppni (sem mér þykir mjög vænt um) pólitíska. Ísrael er búið að eitra hana. Ísrael á þennan reikning. Það er því miður ekki hægt að njóta þess að horfa á meðan þessi sturlun er yfirstandandi. Prinsipp hér og prinsipp þar, ég persónulega hef einfaldlega ekki lyst á því að horfa. Get það ekki. Mér líður illa þegar ég hugsa um keppnina. Ég skil hvaðan fólk er að koma sem vill halda þessu „hreinu“ en það er ómögulegt. Það er með engu móti hægt að slíta þetta tvennt í sundur. Það er ekki hægt að einangra einhverja „gleði“ frá þeim óskapnaði sem sama ríkisstjórn stendur fyrir. Suður-Afríka einangraðist á alþjóðavettvangi vegna ómanneskjulegheita, Rússland var rekið úr Eurovision vegna Úkraínu og Holland sömuleiðis fyrir ... tja ... enginn veit það nákvæmlega. Ísrael stendur hins vegar keikt í teflon-galla, blóðugt upp fyrir axlir. Er ekkert bogið við það? Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Dr. Arnar Eggert Thoroddsen Aðjúnkt, umsjónarmaður grunnnáms í fjölmiðlafræði/fjölmiðlafræði (aukagrein) í Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands // Adjunct lecturer, programme director of Media and Communication Studies (undergraduate) at the University of Iceland. Ritstjórn Árbókar Háskóla Íslands // The University of Iceland yearbook editorial team. Tölvupóstar // Emails: aet@hi.is, arnareggert@gmail.com, arnareggert@arnareggert.is Doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla // PhD in musicology from the University of Edinburgh. Tónlistarblaðamaður, útvarpsmaður, leiðsögumaður ... og ýmislegt fleira // Music journalist, radio programmer, music guide ... and various other things.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar