Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 12:22 Eins og sjá má urðu miklar skemmdir á ökutækinu við bílveltuna. Bíllinn hafnaði 176 metrum frá staðnum þar sem hann fór út af veginum. RNSA Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Einn farþegi, tvítug kona, sem var í aftursæti bílsins lést og annar farþegi slasaðist. Í ákæru segir að maðurinn hafi ekið bílnum undir áhrifum áfengis, en víndandmagn í blóði mældist 1,23 prósent. Manninum var gefið að sök að aka á 174 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu kílómetrar á klukkustund. Vegna þess hafi hann ekki haft fullt vald á bílnum sem varð til þess að hann missti stjórn, fór þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt síðan fjórar veltur. Maðurinn játaði sök, en í dómi málsins segir að hann hafi sýnt mikla iðrun og„ljóst að sakarefni máls þessa er honum þungbær.” Rannsóknarnefnd samgönguslysa fjallaði um málið í skýrslu árið 2023. Lesa má nánar um það hér. Í þeirri skýrslu kemur fram að hin látna hafi látist vegna fjöláverka. Þá slösuðust tveir aðrir farþegar alvarlega en annar þeirra var í framsæti og hinn í aftursæti. Ökumaðurinn hlaut sjálfur minniháttar áverka. Þá segir að allir hafi verið í öryggisbelti þegar slysið varð. Margar milljónir í bótagreiðslur Dómnum þótti sannað að maðurinn hefði gerst sekur um það sem honum er gefið að sök. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, þar sem sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að hann hefði ekki hlotið refsingu áður. Þá er maðurinn sviptur ökurétti í tvö ár og sex mánuði. Manninum er einnig gert að greiða farþeganum sem var í bílnum en lifði af tvær milljónir í miskabætur og 250 þúsund í málskostnað. Honum er einnig gert að greiða öðrum einstaklingum bætur vegna málsins, annar þeirra fær 1,3 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í miskabætur. Og hinn fær 3,5 milljónir í miskabætur. Þar að auki er manninum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Umferðaröryggi Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira