Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:22 Semaglutide var upphaflega notað gegn sykursýki. Vísir/EPA Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira