Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Jón Þór Stefánsson skrifar 14. maí 2024 14:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna. Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Brotin áttu sér stað árin 2021 og 2022. Þeir frömdu eitt þessara brota saman. Þar voru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa um nótt slegið annan mann tvisvar sinnum með glerflösku í höfuðið, nánar tiltekið í hnakka og enni. Fyrir vikið féll maðurinn til jarðar en þar hann hafði staðið aftur upp slógu mennirnir hann fjórum sinnum með krepptum hnefa í kjálkann. Fyrir vikið hlaut maðurinn ýmsa áverka, líkt og 4,5 sentímetra skurð sem náði niður að beini. Annar sakborningurinn var ákærður fyrir fjögur brot til viðbótar. Það fyrsta varðar hótun þar sem honum var gefið að sök að halda hníf upp að hálsi annars einstaklings. Í öðru brotinu var hann ákærður fyrir líkamsárás, með því að ýta öðrum manni til jarðar. Þriðja brotið varðar líkamsárás sem átti sér stað á veitingastað. Þar var honum gefið að sök að slá enn annan mann með krepptum hnefa í andlitið sem féll fyrir vikið á hurð og síðan til jarðar. Í fjórða lagi var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á tvo lögreglumenn, meðal annars með því að sparka í annan þeirra eftir að hafa verið handtekinn, bæði inni í lögreglubíl og fyrir framan lögreglustöð. Jafnframt var honum gefið að sök að hóta öðrum lögreglumanninum ítrekað ofbeldi og lífláti. Hinn sakborningurinn var ákærður fyrir eitt brot til viðbótar, líkamsárás sem átti sér stað inni á vínveitingastað. Honum var gefið að sök að ráðast að manni með því að ská hann í andlitið með krepptum hnefa. Mennirnir voru sakfelldir fyrir öll þessi brot. Líkt og áður segir hlutu þeir báðir sex mánaða dóm, skilorðsbundin til tveggja ára. Annar þeirra þurfti að greiða rímar tvær milljónir í sakarkostnað og hinn 1,5 milljónir. Þeim síðarnefnda var einnig gert að greiða miskabætur og málskostnað tveggja sem urðu fyrir árásum hans. Samtals hljóðar það upp á 1,4 milljónir króna.
Dómsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels