Lausnin út í mýri? Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 15. maí 2024 12:31 Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugur endurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast. Það er engin tilviljun að á tímum hamfarahlýnunar beini Sameinuðu þjóðirnar spjótum sínum að þessum málaflokki. Þar er áherslan á mikilvægi fjölbreyttra vistkerfa til að mynda sem forsendur þjónustu vistkerfa. Þjónustu sem er undirstaða allra athafna okkar sem við lítum oft á sem sjálfgefna, njótum án þakklætis og vissulega ókeypis. Þjónusta fjölbreyttra vistkerfa er til að mynda í flóðavörnum, aðgangi að hreinu vatni og andrúmslofti auk þessa að vera forsenda matvælaframleiðslu. Fyrir Íslendinga er mjög mikilvægt að hlúa að og vernda okkar viðkvæmustu vistkerfi og endurheimta röskuð. Votlendi er eitt þeirra. Stórátak í endurheimt votlendis skiptir ekki aðeins máli upp á vatnsbúskap heldur er einnig mikilvægt til að binda kolefni í jarðveg, jarðvegs sem annars stærsta kolefnisforðabúr heims á eftir sjónum. Endurheimt grunnvatnsstöðu í mýrum og flóðum er áhrifarík og varanleg aðgerð í kolefnisbindingu og minnkun á losun koltvísýrings. Einnig þykir endurheimt votlendis dýrmæt fyrir líffjölbreytileika. Þó að íslenskar rannsóknir á þessu sviði séu á byrjunarstigi og binding líklega breytileg eftir svæðum er óheppilegt að yfirfæra niðurstöður frá öðrum löndum yfir á íslenskar aðstæður. Mikilvægt er að styðja við rannsóknir hérlendisog byggja raunhæf markmið um samdrátt í losun sem rekja má til landnotkunar (LULUCF). Stefna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er að gera heildstæða landnýtingarstefnu og setja raunhæf markmið samfara bestu þekkingu hverju sinni. Í dag fá landeigendur hagræna hvata til endurheimtar, þeir virðast þó ekki vera nægir til að farið sé af stað. Hvatana þarf að styrkja enn frekar til dæmis þannig að endurheimtin haldi áfram að gefa af sér efnahagslega. Votta þarf votlendið, verðmætamat og vottanir við þessar aðstæður geta verið viðkvæmar en eru um leið vænlegastar til að skila árangri. Hér er átt við verðmætamat á endurheimtu landi, hversu mikið það bindur og hve mikið styður það við líffjölbreytileika. Endurheimta þarf það votlendi sem ekki er í nýtingu. Mikilvægt er að tryggja land til endurheimtar, bæði þjóðlendur og jarðir í eigu hins opinbera þar sem hefðbundinn búskapur hefur lagst af. Endurheimt þarf að vera undir gæðaeftirliti og hagrænum hvötum stýrt og þeir veittir í gegnum samninga við ríkið. Endurheimtu votlendi fylgja tækifæri fyrir nýja landnotkun, stundum til beitar eða fuglaskoðunar. Vekja þarf sérstaklega athygli landeiganda á jákvæðum ávinning endurheimtar. Sú þekking sem er til staðar er mikilvægur grunnur til að byggja á, þó að endurheimt sé kostnaðarsamt átak er alltaf kostnaðarsamara að gera ekki neitt. Endurheimt vistkerfa er mikilvægur þáttur til að draga úr hamfarahlýnun sem og bindingu í jarðvegi, bæði með landgræðslu og endurheimt votlendis. Fjölbreytt vistkerfi eru jafnframt nauðsynleg búsvæði fyrir fjölbreyttan lífveruhóp eru því í samhljómi með vernd líffjölbreytileika. Það væri til fyrirmyndar ef fólk og fyrirtæki geti keypt vottaðar kolefniseiningar til endurheimtar votlendis og jafnharðan fylgst með framlagi sínu. Tökum höndum saman, byggjum upp hvatakerfi þannig að áratugarins verði sannarlega minnst sem áratugarins þar sem blaðinu í baráttunni við loftslagsvána var snúið við! Höfundar eru Hólmfríður Sigþórsdóttir, flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Álfhildur Leifsdóttir, formaður Sveitarstjórnarráðs VG & stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun