Njótum reynslu Katrínar Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2024 07:01 Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun