Njótum reynslu Katrínar Valgerður Bjarnadóttir skrifar 17. maí 2024 07:01 Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Er ekki nóg fyrir hana að hafa verið forsætisráðherra? Af hverju vill hún verða forseti? Var ég spurð um Katrínu Jakobsdóttur. Sjálf hefur hún svarað þessu þannig að eftir að hún ákvað að hætta að taka þátt í stjórnmálum ekki seinna en við næstu kosningar, vilji hún samt halda áfram að gera gagn, standa vörð um grunngildi þjóðarinnar: lýðræði, mannréttindi og friðsamlegar lausnir. Katrín Jakobsdóttir er kona á besta aldri, á tvö ár í fimmtugt. Hún hefur verið í stjórnmálastarfi í meira en tuttugu ár þar af forsætisráðherra í sjö. Það er ekki skrítið að hún vilji skipta um starf og ekkert er eðlilegra en að hún vilji nota reynslu sína á alþingi, í stjórnsýslunni og sem glæsilegur fulltrúi Íslands í alþjóðasamstarfi til að gegna embætti forseta Íslands. – Allt þetta þekkir hún eins og handarbakið á sér. Ég hef dáðst að Katrínu í embætti forsætisráðherra í samsteypustjórninni, þykist vita að það hafi ekki verið auðvelt starf. Ég hef aldrei verið stuðningsmaður þeirrar ríkisstjórnar. Engu að síður finnst mér enginn vafi á að Katrínu hafi farist starfið vel úr hendi. Við búum í öflugu lýðræðisríki þar sem úr mörgum stjórnmálaflokkum er að velja, þess vegna verða ekki myndaðar ríkisstjórnir nema með málamiðlunum. Forystumaðurinn þarf að vera mannasættir, góður hlustandi og kunna að taka sjálfan sig út fyrir sviga – allt þetta kann Katrín – og allt þetta þarf að prýða forseta Íslands. Katrín er mannvinur, hún er alþýðleg og skemmtileg, á löngum og stundum leiðinlegum fundum er aldrei langt í glettnina ef hún er viðstödd. Það er mikill kostur. Ég styð Katrínu Jakobsdóttur í embætti foseta Íslands, nú sem fyrr skiptir hvert atkvæði máli. Höfundur er ellismellur og fyrrverandi Alþingismaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun