Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 18. maí 2024 16:31 Sælir félagar Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri. Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið. Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi. Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita. Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn. Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Blak Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sælir félagar Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands. Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri. Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið. Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi. Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita. Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn. Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar