Óheiðarleiki gagnvart öryrkjum Svanberg Hreinsson skrifar 22. maí 2024 07:00 Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Á hverju ári tala ráðherrar um hvað þeir hafa gert mikið fyrir öryrkja. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, og núverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hafa verið sérstaklega virk í að syngja þetta falska lag. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ En hver er raunverulega staða öryrkja nú þegar Katrín Jakobsdóttir stígur frá embætti forsætisráðherra? Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða LAKARI en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja hér á landi horfa upp á kjör sín rýrna árlega. Hvað hafa þá ráðherrar átt við þegar þeir standa í pontu Alþingis til að monta sig um prósentuhækkanir til öryrkja og almannatryggingaþega? Þær prósentuhækkanir sem öryrkjar hafa fengið árlega frá þessari ríkisstjórn eru vísitöluhækkanir sem, samkvæmt lögum, verður að leggja fram. Vegna mikillar verðbólgu og húsnæðisbólu, sem hefur farið úr öllum böndum undir forystu þessarar ríkisstjórnar, hefur kaupmáttur fatlaðs fólks rýrnað. Ekki var hann mikill fyrir. Þetta sína tölurnar svart á hvítu. Þetta er raunveruleikinn. Næst þegar þið heyrið ráðherra þessarar ríkisstjórnar hrósa sjálfum sér fyrir þær kjarabætur sem öryrkjar hafa fengið undir þeirra forystu, munið að það er verið að reyna að blekkja ykkur. Staða öryrkja hefur versnað undanfarin ár, öryrkjar eru fátækari í dag en í fyrra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun