Einföld og afgerandi skref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2024 15:01 Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun