Einföld og afgerandi skref í þágu líffræðilegrar fjölbreytni Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2024 15:01 Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Á degi líffræðilegrar fjölbreytni er hollt að spyrja sig: Hvað getum við gert til að sýna náttúrunni betur hvað okkur þykir vænt um hana? Það er skrítið hvað Ísland, eins háð og við erum hafinu í kringum okkur, hefur gert lítið til að verja náttúru og lífríki hafsins. Vonandi horfir það til betri vegar, því fyrir tveimur árum samþykkti ríkisstjórnin alþjóðlegan sáttmála um að vernda 30% af land- og hafsvæði fyrir árið 2030. Ísland hefur nánast ekkert friðlýst á hafi En hver er staðan í dag? Á landi gengur ágætlega. Þar er búið að friðlýsa næstum 25% af flatarmáli Íslands, þannig að 30% markmiðið er innan seilingar. Ef stjórnarflokkarnir hefðu ekki svikið almenning um miðhálendisþjóðgarð undir lok síðasta kjörtímabils, þá værum við jafnvel komin í mark. Á hafi erum við hins vegar engan veginn að standa okkur. Þar er bara búið að friðlýsa 0,4% af efnahagslögsögunni, skv. svari sem ég fékk frá umhverfisráðherra í vetur. Nánast öll 30 prósentin sem ríkisstjórnin stefnir á að verði friðuð eftir sex ár eru ókláruð. Það ætti samt að vera auðvelt að finna svæði sem verðskulda friðun í kringum Ísland. Hafið okkar er troðfullt af mögnuðu og einstöku lífríki. Víðfeðm kórallarif, stór svæði full af svampdýrum, eldvirk svæði, og hverastrýtur sem viðhalda einstökum vistkerfum – það eru endalaus tækifæri í hafinu okkar. Beitum okkur gegn djúpsjávarnámagreftri og bönnum olíuleit Þegar við tölum um líffræðilega fjölbreytni, þá eru það oftast aðgerðir mannfólksins sem þarf að verja hana fyrir. Þar eru margar skýrar og einfaldar aðgerðir sem Ísland gæti gripið til. Ísland gæti tekið skýra afstöðu gegn djúpsjávarnámagreftri. Þar fer eitthvað brjálaðasta bissnisplan sem er í gangi þessa dagana, að skræla upp hafsbotninn og rústa lífríkinu þar - allt til að ná í málma sem er ekki einu sinni víst að sé eftirspurn eftir. Ísland skrópar á fundunum þar sem er verið að ræða að banna djúpsjávarnámagröft á alþjóðavísu. Við Píratar höfum kallað eftir því að það breytist: Ísland á að mæta á fundi Alþjóðahafsbotnssstofnunarinnar og tala máli lífríkisins í hafinu. Ísland á líka að setja niður fótinn gagnvart Noregi, sem ákvað í vetur að stefna á námagröft í hafinu í bakgarðinum okkar. Það gæti verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjávarútveginn, en sofandahátturinn er slíkur að þegar matvælaráðherra var spurð út í þetta í vetur var hún að heyra af málinu í fyrsta sinn. Ísland getur líka sýnt gott fordæmi og bannað olíuleit, eins og við Píratar höfum lengi talað fyrir. Olíuleitarævintýrið fór af stað í von um skyndigróða fyrir fimmtán árum, en lauk sem betur fer án þess að nokkur vinnsla færi af stað. Ríkisstjórnin segist ekki ætla að gefa út ný leyfi til olíuleitar en þorir ekki að samþykkja formlegt bann. Hér þarf skýra, afgerandi og formlega afstöðu: Ísland á að setja lög sem banna olíuleit, friðlýsa Drekasvæðið þar sem leitað var að olíu og beita sér fyrir alþjóðlegu banni við olíuleit. Sjókvíaeldi og hvalveiðar þurfa að heyra til fortíðar Við þurfum líka að standa með villta laxastofninum með því að koma í veg fyrir að eldislax valdi óafturkræfum skaða á honum – en til þess þurfum við að banna fiskeldi í opnum sjókvíum eins og Píratar hafa lagt til. Tillögur ríkisstjórnarinnar að nýjum lögum um sjókvíaeldi ganga engan veginn nógu langt, það þarf að gera miklu betur. Og við þurfum að banna hvalveiðar, sem væri einfaldast að gera með því að samþykkja frumvarp okkar Pírata frá því í haust. Það þarf að hætta að murka lífið úr þessum dásamlegu dýrum með ómannúðlegum aðferðum. Verndum hvalina sem eru mikilvægur hlekkur í lífkeðju hafsins. Á þessum degi er gott að muna hvað Ísland getur gert ótrúlega margt í þágu líffræðilegrar fjölbreytni, sérstaklega vegna þess hversu fjölbreytt lífríkið er í hafinu kringum eyjuna okkar. En til þess þurfum við nýja ríkisstjórn sem gerir allt sem hún getur til að sýna í verki hvað okkur þykir vænt um náttúruna og dýrin sem mynda samfélagið með okkur. Höfundur er þingmaður Pírata.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun