Nálægð við stjórnmálin – Ólafur Ragnar og Katrín Össur Skarphéðinsson skrifar 22. maí 2024 16:01 Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Össur Skarphéðinsson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í baráttunni um Bessastaði halda andstæðingar Katrínar fram að nálægð hennar við stjórnmálin sé of mikil. Lengri tími hefði þurft að líða milli þess að hún gegndi ábyrgðarstöðu í stjórnmálum og framboðs hennar til forseta. Fyrir vikið verði henni erfitt, jafnvel ómögulegt, að verða það sameinandi afl fyrir þjóðina, sem hún sjálf segir að sé helsta takmark sitt. Þetta bergmálaði m.a. hjá valinkunnum viðmælendum á Samstöð Gunnars Smára í vikunni. Er minni manna svona stutt? Er fólk búið að gleyma því að Ólafur Ragnar var í mjög svipaðri stöðu og Katrín þegar hann fór í framboð til forseta árið 1996? Hann var þá, einsog Katrín, leiðtogi lítils stjórnmálaflokks. Sannarlega var hann þá, líkt og Katrín, öflugasti stjórnmálamaður sinnar tíðar. En hann var líka langsamlega umdeildasti stjórnmálamaður landsins og mun umdeildari en Katrín áður en hún gaf kost á sér. Jafnvel innan eigin flokks, þar sem ég var í hans liði, átti hann stöðugt í höggi við öflugan her andstæðinga. Andstaðan við Ólaf Ragnar í forsetaframboðinu 1996 var svo sterk, að hópur manna birti heilsíðuauglýsingar gegn honum dag eftir dag. Þá, líkt og sagt er nú um Katrínu, héldu andstæðingar hans fram að hann gæti aldrei orðið sameinandi afl fyrir Íslendinga. En hvað gerðist? Áður en ár var liðið frá kjöri varð Ólafur Ragnar í krafti reynslu og atgervis orðinn að sameiningatákni þjóðarinnar sem naut 80% fylgis meðal þjóðarinnar. Það gerðist löngu fyrir málskot vegna fjölmiðlalaganna og síðar Icesave. Sandur tímans er svo fljótur að má út minnið að í dag virðast margir telja að Ólafur Ragnar hafi verið hættur í stjórnmálum þegar hann varð forseti. Það er misskilngur. Hann sat á Alþingi, nýhættur sem formaður stjórnmálaflokks, þegar hann bauð sig fram og sagði ekki af sér þingmennsku fyrr en ljóst var að hann hafði náð kjöri sem forseti. Katrín sagði hins vegar af sér öllum pólitískum embættum, þám. þingmennsku, samstundis og hún bauð sig fram til forseta. Svipuðu gegndi um Ásgeir Ásgeirsson, annan forseta lýðveldisins. Hann var umdeildur stjórnmálamaður og forsætisráðherra, þó drjúgur tími liði milli þess og kjörs hans sem forseta. Það breytir engu um að andstaðan við hann í forsetakosningunum 1952, þar á meðal langöflugasta stjórnmálaflokks landsins, hjaðnaði skjótt. Ásgeir varð sameinandi afl, margendurkjörinn án mótframboðs, og í minningunni eins konar þjóðarafi. Hörð átök í kosningabaráttu, eða litrík þátttaka í stjórnmálum, eru því engin fyrirstaða gegn því að forseti, sem hefur verið umdeildur, nái fljótt hylli þjóðarinnar, svo fremi hún skynji að forsetinn sé heilsteyptur einstaklingur og stjórnvitur, og finni að viðkomandi einstaklingur setji hag almennings ofar öllu. Það fundu jafnvel harðir andstæðingar Ólafs Ragnars á sínum tíma og tóku hann í fullkomna sátt. Fáir deila um visku, góðar gáfur dúxins úr MT eða ástríðu Katrínar fyrir íslenskri tungu, íslenskri menningu og náttúru. Reynsla hennar á alþjóðavettvangi er sömuleiðis ótvíræð, einsog allir vita. Þau rök, að hún geti ekki orðið sameinandi afl fyrir þjóðina af því hún er umdeild vegna fyrri þátttöku í stjórnmálum, hjaðna því í ljósi sögunnar. Flestir sem unnið hafa með Katrínu, s.s. stjórnmálamenn úr öðrum flokkum, forystumenn í verkalýðshreyfingunni og fólk úr ýmsum almannasamtökum, bera öll vitni um hæfileika hennar til að miðla málum, sætta andstæður, finna lausnir og ekki síst um hlýtt hjarta Katrínar. Í kosningum verða alltaf hörð átök og skiptar skoðanir á frambjóðendum – en látum það ekki villa okkur sýn um kosti einstaklinganna sem eru í framboði. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar