Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2024 23:45 Donald Trump sakaði Joe Biden ranglega um að gefa út skotleyfi á sig í vikunni. AP/Michael M. Santiago Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. Trump fullyrti sjálfur á samfélagsmiði sínum á þriðjudagskvöld að dómsmálaráðuneytið hefði veitt FBI leyfi til þess að skjóta til bana við húsleit sem alríkislögreglan gerði í Mar-a-Lago klúbbi fyrrverandi forsetans í ágúst árið 2022. „NÚNA VITUM VIÐ FYRIR VÍST AÐ JOE BIDEN ER ALVARLEG ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ,“ skrifað Trump í hástöfum en hann hefur sjálfur ítrekað verið sakaður um að ógna bandarísku lýðræði. Stuðningsmenn Trump hafa endurtekið fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum og þær hafa ratað á suma óvandaðri fjölmiðla. Framboð hans hefur gengið enn lengra í fjáröflun sinni og fullyrt í tölvupóstum að dómsmálaráðuneyti Biden hafi haft heimilt til þess að skjóta Trump sjálfan. „Ég slapp naumlega undan dauðanum,“ sagði í titli eins slíks tölvupósts, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þið vitið að þá klæjar í fingurna að gera það óhugsandi. Joe Biden var með allt hlaðið, tilbúinn að taka mig úr leik og setja fjölskyldu mína í hættu,“ sagði í póstinum. Útúrsnúningur á stöðluðu plaggi Fullyrðingarnar byggjast á orðalagi í stefnuskjali um beitingu valds sem alríkislögreglan notaði við húsleitina. Í því sagði að lögreglumenn mættu aðeins bana fólki ef þeir eða aðrir væru í bráðri hættu. Skjalið var á meðal fjölda annarra sem er lagt fram í sakamáli á hendur Trump vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og alríkislögreglan lagði hald á. Trump var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Síða úr greinargerð verjenda Trump þar sem vísað er til orðalags úr skjali sem tengdist húsleitinni í Mar-a-Lago fyrir að verða tveimur árum.AP/Jon Elswick AP-fréttastofan segir að fullyrðingar Trump og félaga sé útúrsnúningur á stöðluðu orðlagi sem sé notað í skjölum sem þessum þegar leitarheimildir eru gefnar út. Tilgangur þess sé ekki að veita lögreglu heimild til þess að drepa fólk heldur að takmarka valdbeitingu. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði fréttamönnum í dag að sams konar stefnuskjal hefði legið að baki húsleit sem var gerð á heimili Biden í ótengdu máli sem snerist einnig um leyniskjöl. „Þessar ásakanir eru rangar og stórhættulegar,“ sagði ráðherrann. Þegar AP bar það undir talskonu framboðs Trump hvort að það stæði við falskar fullyrðingar sínar svaraði hún: „Þetta er viðurstyggileg tilraun til þess að verja Joe Biden sem er spilltasti forseti sögunnar og ógn við lýðræðið okkar.“ Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Alríkislögreglan FBI heyrir undir ráðuneyti hans.Vísir/EPA Vilja útiloka sönnungargögnin í málinu Trump er sakaður um að hafa tekið ólöglega fjölda leynilegra skjala með ríkisleyndarmálum þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og fullyrt að skjölin væru hans persónulega eign. Lögmenn hans reyna nú að koma í veg fyrir að sönnunargögn sem fundust við húsleitina í Mar-a-Lago verði lögð fram í máli sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins gegn honum á þeim forsendum að leitin hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að taka fyrir kröfu Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi fyrir saksókn í krafti stöðu sinnar sem fyrrverandi forseti sem lægri dómstig höfnuðu alfarið. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Trump fullyrti sjálfur á samfélagsmiði sínum á þriðjudagskvöld að dómsmálaráðuneytið hefði veitt FBI leyfi til þess að skjóta til bana við húsleit sem alríkislögreglan gerði í Mar-a-Lago klúbbi fyrrverandi forsetans í ágúst árið 2022. „NÚNA VITUM VIÐ FYRIR VÍST AÐ JOE BIDEN ER ALVARLEG ÓGN VIÐ LÝÐRÆÐIÐ,“ skrifað Trump í hástöfum en hann hefur sjálfur ítrekað verið sakaður um að ógna bandarísku lýðræði. Stuðningsmenn Trump hafa endurtekið fullyrðingarnar á samfélagsmiðlum og þær hafa ratað á suma óvandaðri fjölmiðla. Framboð hans hefur gengið enn lengra í fjáröflun sinni og fullyrt í tölvupóstum að dómsmálaráðuneyti Biden hafi haft heimilt til þess að skjóta Trump sjálfan. „Ég slapp naumlega undan dauðanum,“ sagði í titli eins slíks tölvupósts, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Þið vitið að þá klæjar í fingurna að gera það óhugsandi. Joe Biden var með allt hlaðið, tilbúinn að taka mig úr leik og setja fjölskyldu mína í hættu,“ sagði í póstinum. Útúrsnúningur á stöðluðu plaggi Fullyrðingarnar byggjast á orðalagi í stefnuskjali um beitingu valds sem alríkislögreglan notaði við húsleitina. Í því sagði að lögreglumenn mættu aðeins bana fólki ef þeir eða aðrir væru í bráðri hættu. Skjalið var á meðal fjölda annarra sem er lagt fram í sakamáli á hendur Trump vegna leyniskjala sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu og alríkislögreglan lagði hald á. Trump var ekki heima þegar húsleitin var gerð. Síða úr greinargerð verjenda Trump þar sem vísað er til orðalags úr skjali sem tengdist húsleitinni í Mar-a-Lago fyrir að verða tveimur árum.AP/Jon Elswick AP-fréttastofan segir að fullyrðingar Trump og félaga sé útúrsnúningur á stöðluðu orðlagi sem sé notað í skjölum sem þessum þegar leitarheimildir eru gefnar út. Tilgangur þess sé ekki að veita lögreglu heimild til þess að drepa fólk heldur að takmarka valdbeitingu. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði fréttamönnum í dag að sams konar stefnuskjal hefði legið að baki húsleit sem var gerð á heimili Biden í ótengdu máli sem snerist einnig um leyniskjöl. „Þessar ásakanir eru rangar og stórhættulegar,“ sagði ráðherrann. Þegar AP bar það undir talskonu framboðs Trump hvort að það stæði við falskar fullyrðingar sínar svaraði hún: „Þetta er viðurstyggileg tilraun til þess að verja Joe Biden sem er spilltasti forseti sögunnar og ógn við lýðræðið okkar.“ Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Alríkislögreglan FBI heyrir undir ráðuneyti hans.Vísir/EPA Vilja útiloka sönnungargögnin í málinu Trump er sakaður um að hafa tekið ólöglega fjölda leynilegra skjala með ríkisleyndarmálum þegar hann yfirgaf Hvíta húsið árið 2021. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og fullyrt að skjölin væru hans persónulega eign. Lögmenn hans reyna nú að koma í veg fyrir að sönnunargögn sem fundust við húsleitina í Mar-a-Lago verði lögð fram í máli sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins gegn honum á þeim forsendum að leitin hafi brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum hans. Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að taka fyrir kröfu Trump um að hann njóti algerrar friðhelgi fyrir saksókn í krafti stöðu sinnar sem fyrrverandi forseti sem lægri dómstig höfnuðu alfarið.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36 Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Smith biður hæstarétt um að tefja ekki réttarhöldin Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember. 15. febrúar 2024 10:36
Trump vill frest fram yfir kosningar Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hefur beðið Hæstarétt Bandaríkjanna um að fresta úrskurði um hvort hann njóti friðhelgi gegn lögsókn þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Verði dómarar við þeirri kröfu verður líklega ekki hægt að rétta yfir honum vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og tilrauna hans til snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 13. febrúar 2024 15:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent