Málfarslöggan verk sín vann Ari Páll Kristinsson skrifar 24. maí 2024 13:00 Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisútvarpið Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Sjá meira
Málfarslöggan verk sín vann með vísdómi og mildi. En ráðgjöfinni ráðherrann ráða sjálfur vildi. Nú hefur menningarmálaráðherrann boðað komu sína í RÚV. Látið er í það skína að erindið sé nánast að sitja fræðslufund eða fara í starfskynningu hjá málfarsráðgjöfunum, en sá ásetningur að finna að málnotkun starfsmanna RÚV er illa dulbúinn. Gesturinn er æðsti ráðamaður landsins í málefnum tungu og fjölmiðla. Áður en hún byrjar að leiðrétta texta starfsfólksins verður vonandi tími til að renna yfir skjalið „Íslensk málstefna 2021-2030“ sem stjórn Íslenskrar málnefndar hefur birt og staðfest. Þar er í lið 1 m.a. boðað „að íslenska sé löguð meðvitað og skipulega að nýjum aðstæðum sem hefur í för með sér að viðmið um það sem telst gott mál eða málstaðall hlýtur að taka breytingum“, og í lið 2 „að bera virðingu fyrir málnotkun allra sem tala íslensku og gæta þess að málnotkun sé ekki útilokandi“. Í lið 7 er fjallað sérstaklega um fjölmiðla og um þá segir: „Þar eru óþrjótandi tækifæri til nýsköpunar í máli og tilbrigða í málsniði og stíl.“ Ráðherrann skipaði málnefndina sjálf (formanninn og varaformanninn án tilnefningar) og stendur væntanlega með henni. Ég hef gegnum tíðina sinnt málfarsráðgjöf og sent frá mér leiðbeiningar og fróðleik um mál og málnotkun. Eins og fleiri hef ég stundum verið uppnefndur málfarslögga í græskulausu gamni. En heldur fer gamanið að kárna ef löggu-parturinn í orðinu hættir að vera saklaus líking og fjölmiðlamenn og textasmiði fer að gruna að kylfa og rafbyssa leynist bak við brosið. Leiðin er ekki alltaf löng yfir í Tyrkland Atatürks fyrir tæpri öld þegar skipt var yfir í latneska letrið úr hinu arabíska með hótunum um lokun prentsmiðja, sektir og varðhald. Að vanda byrjaði ég daginn á að renna í flýti yfir fréttamiðlana. Þar rakst ég á eignarfallsmyndina „forystusauðs“ og að einhver „breytti um skoðun“. Sjálfum hefði mér fallið betur að sjá eignarfallið „sauðar“ og orðalagið „skipta um skoðun“ – en þarna eins og svo víða er breytileiki í íslensku og hægt að velja milli mismunandi leiða til að tjá sig. Það verður nóg að gera hjá íslenskuráðherranum að samræma allt slíkt. Heyrst hafði að þyrla Gæslunnar flygi stundum hátt, stundum lágt, og ýmist hratt eða hægt. Vitaskuld ætlaði dómsmálaráðherrann ekki að una við þetta og boðaði komu sína í næsta útkall til að fara yfir það með flugmönnnunum að fljúga skyldi í sömu hæð og á sama hraða á hverju sem dyndi. Eða hvað? Höfundur er rannsóknarprófessor hjá Árnastofnun. Var fyrrum forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar (1996-2006) og málfarsráðunautur RÚV (1993-1996).
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar