Ég kýs Katrínu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. maí 2024 15:31 Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun