Ég kýs Katrínu! Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. maí 2024 15:31 Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru ekkert þýðingarlaust léttmeti eins og sumir gefa í skyn. Mér finnst það stórmál hver velst í hlutverk forseta Íslands. Þó forsetinn sé valdalítill, þá er hann áhrifamikill. Hann er tákn og fulltrúi þjóðarinnar bæði inn á við og ekki síður út á við og hefur mikil áhrif á ímynd landsins meðal þjóða heims. Því er mikilvægt að í hlutverkið veljist einstaklingur sem við Íslendingar getum verið stolt af, hvar sem er og hvenær sem er. Mannkostir Katrínar Ég styð Katrínu Jakobsdóttur heils hugar og vil að hún verði næsti forseti Íslands. Það er engin tilviljun. Ég þekki Katrínu ekki persónulega, en hef vegna starfa minna í tengslum við atvinnulífið undanfarin sex ár, hitt hana á fundum og viðburðum og oft hlustað á hana halda ræður og erindi. Katrín er vel máli farin, talar ekki í innihaldslausum frösum og verður sjaldan fótaskortur í hugsun eða á tungunni. Mér finnst Katrín þar að auki skarpgreind, réttsýn, eldfljót að setja sig inn í flókin mál og vera fær um að horfa á þau frá mismunandi sjónarhornum. Hún hefur jákvæða útgeislun, alþýðlegt yfirbragð, góða nærveru og á auðvelt með að setja sig í spor annarra. Hún getur hins vegar svo sannarlega verið föst fyrir, ef aðstæður skapa tilefni til þess - en það er að mínu mati ein mikilvægasta fjöðrin í hattinn. Dýrmæt þekking og reynsla Mér finnst yfirgripsmikil þekking og reynsla Katrínar úr stjórnmálum mjög jákvæð og dýrmæt og hljóta að styrkja hana í embætti forseta. Það á ekki síður við reynslu hennar sem leiðtogi ríkisstjórnarinnar síðastliðin ár.Katrín hefur áunnið sér traust og virðingu þvert á hið pólítíska litróf og óháð stétt og stöðu. Ekki má svo gleyma tengslaneti hennar, sem ég er viss um að er stórt og gott og nær yfir lönd og höf. Það er gríðarlega mikilvægt, ekki síst nú, þegar alþjóðasamstarf og -samvinna hafa líklega aldrei verið mikilvægari. Þar mun reynsla hennar í samskiptum við önnur ríki, erlenda þjóðhöfðingja og leiðtöga verða mikils virði. Það skiptir máli hver verður forseti Ég treysti Katrínu langbest til að vera fulltrúi og sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég treysti henni best til að vera okkar sendiboði á erlendri grundu og tala þar fyrir hagsmunum Íslands og breiða gildi þjóðarinnar út bæði innanlands og um heimsbyggðina. Ekki er svo verra að hún er kona, en nú eru komin 28 ár síðan Vigdís Finnbogadóttir yfirgaf sviðið. Nú standa yfir mikilvægustu atvinnuviðtöl ársins, sem hafa áhrif á þjóðina og samskipti okkar við önnur ríki inn í næstu ár og jafnvel áratug. Það skiptir máli hver verður forseti. Vöndum okkur á kjördag. Áfram Katrín! Höfundur er framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun