Ég vil óumdeildan forseta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. maí 2024 06:00 Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun