De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 23:29 De Niro er áttatíu ára gamall, eignaðist barn í fyrra og lætur stjórnmálin í Bandaríkjunum sig varða. AP Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Réttarhöld vegna vegna ákæru á hendur Donald Trump forsetaframbjóðanda vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels hafa staðið yfir síðustu vikur. Stór hópur stuðningsmanna Joe Biden Bandaríkjaforseta var mættur fyrir utan dómshúsið í Manhattan í dag. Þeirra á meðal var óskarsleikarinn Robert De Niro, sem fór hörðum orðum um Trump þegar blaðamaður Sky News náði tali af honum. Michael Tyler talsmaður kosningarherferðar Biden sagði stuðningsmennina ekki mætta til þess að tala um réttarhöldin. „Við erum hérna vegna þess að þið eruð hérna,“ sagi hann við blaðamenn og benti á dómshúsið. De Niro sparaði ekki orðin í samtali við blaðamann Sky News á staðnum. „Þið vitið hvað mér finnst um Donald Trump, hann er skrímsli,“ sagði leikarinn. „Hann má ekki verða forseti Bandaríkjanna aftur, ekki nokkurn tímann.“ Þá sagði hann að hvort sem Trump yrði sýknaður í málinu eða ekki væri hann sekur. „Og við vitum það öll. Ég hef aldrei séð neinn komast upp með svona margt,“ sagði De Niro. Áður en hann yfirgaf svæðið sakaði leikarinn hóp stuðningsmanna Trump, sem var á svæðinu, um að vera glæpahóp. Á blaðamannafundi kosningateymis Trump síðar í dag sagði teymið viðveru De Niro staðfesta staðhæfingu Repúblikana um að réttarhöldin yfir Trump væru pólitísk.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila