Notuðu piparúða á mótmælendur Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2024 10:42 Um tíu mótmælendur eru illa haldin vegna piparúða. Vísir/Ívar Fannar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notaði piparúða á mótmælum á vegum samtakanna Ísland-Palestínu. Um tíu mótmælendur eru illa haldnir en auk þess slasaðist lögreglumaður þegar ráðherrabíl var ekið á hann. Lögregla segir mótmælendur ekki hafa fylgt fyrirmælum. Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá mótmælanda á staðnum, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur, fengu um 40 mótmælendur piparúðann yfir sig. Þrír fóru sjálfir á spítala og tveir voru fluttir til aðhlynningar af sjúkraliðum í næsta hús. Mótmælin fóru fram í Skuggasundi í húsnæði umhverfisráðuneytisins eftir fund ríkisstjórnarinnar. „Lögreglan var að piparúða fólk á fullu,“ segir Salvör í samtali við fréttastofu. Mótmælin hófust klukkan hálf níu í morgun og voru nokkuð fjölmenn. Öðru megin hafi um hundrað manns mótmælt og um 50 hinum megin. „Þegar ráðherrarnir eru að fara af fundi koma bílarnir til að sækja. Þá lögðust nokkrir mótmælendur í götuna, fyrir ofan. Ég sá ekki allt sem gerðist. En þau gerðu það til að stöðva eða tefja komu bílsins. Þá dró lögreglan upp piparúða,“ segir Salvör og að hún hafi séð yfirmann innan lögreglunnar gefa þá skipun. Hún segir engan ráðherra hafa verið í bílnum heldur hafi bíllinn verið á leið að sækja ráðherra eftir fund ríkisstjórnarinnar. Um tíu fengu piparúða yfir sig.Vísir/Elín „Þau byrjuðu bara að piparúða fólk og það liggur ein hérna í götunni að hella yfir sig mjólk. Hún er svo illa piparúðuð í framan,“ segir Salvör sem telur að um tuttugu hvoru megin hafi lent í piparúða. Af þeim séu um tíu illa haldin. Salvör segir lögreglu ekki hafa varað mótmælendur við því að hún hafi ætlað að nota piparúða. Fylgdu ekki fyrirmælum lögreglunnar „Það voru mótmæli og fólk fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu. Þannig við þurftum að beita piparúða,“ segir Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann gat ekki farið nánar út í það hvernig fólk fylgdi ekki fyrirmælum. Lögreglan girti svæðið af í kringum ráðuneytið.Vísir/Elín Mótmælt var á tveimur stöðum við ráðuneytið í Skuggasundi. Öðru megin var ráðherrabílum ekið að og þar lögðust mótmælendur fyrir bílana. Kristján Helgi segir afar ólíkar aðstæður hafa myndast á þessum tveimur stöðum en lögreglan hafi beitt þeim aðgerðum sem þörf var á að beita. „Við reynum að beita minnstu valdbeitingu sem mögulegt er. En við gerum það sem við þurfum að gera.“ Enginn var handtekinn en einn lögreglumaður fluttur á slysadeild. Hann slasaðist þegar lögregla reyndi að fá mótmælendur til að fara frá ráðherrabílunum en þá var einum ráðherrabílnum ekið utan í lögreglumanninn. Hann sagði mótmælin við það að ljúka. Viðbúnaður lögreglu hafi á vettvangi verið það sem talið var hæfilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Lögreglan Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira