„Við búum í fasísku ríki“ Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2024 16:33 Donald Trump í anddyri turns síns í New York, þar sem hann hélt sína fyrstu ræðu eftir að hann var sakfelldur í gær. AP/Julia Nikhinson Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og dæmdur afbrotamaður, segist hafa verið sakfelldur fyrir skjalafals af pólitískum ástæðum. Þetta sagði Trump í ræðu sem hann hélt í dag. Bandamenn hans hafa gagnrýnt sakfellinguna harðlega og heita hefndum. Trump fór víða um völl í samhengislausri og um fjörutíu mínútna langri ræðu sinni þar sem hann endurtók fjölda lyga sem hann hefur sagt á undanförnum árum um kosningar í Bandaríkjunum, réttarhöldin í New York og fór hörðum orðum um pólitíska andstæðinga sína. Ræðan hófst á orðunum: „Ef þau geta gert þetta við mig, geta þau gert þetta við hvern sem er.“ Hann sagði „þetta fólk“ vera slæmt og að hans mati veikt. Því næst fór hann að tala illa um farand- og flóttafólk, sem streymdi til Bandaríkjanna frá Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Þau væru að koma úr fangelsum, geðsjúkrahúsum og öðrum slæmum stöðum og að margir þeirra væru hryðjuverkamenn. Sjá einnig: Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Trump sagði svo að Joe Biden, forseti, væri fasisti sem ætlaði sér að eyðileggja Bandaríkin. Meðal þess sem Trump sagði var að Biden vildi fjórfalda skatta í Bandaríkjunum og banna fólki að eiga bíla en hvorugt er satt. Þá hélt hann því einnig fram fjölskylda Bidens hefði fengið þrjár og hálfa milljón dala frá „borgarstjóra eiginkonu Moskvu“ en þar ætlaði hann væntanlega að segja frá eiginkonu fyrrverandi borgarstjóra Moskvu. Það er einnig rangt. Í ræðunni flakkaði Trump ítrekað milli málefna og neitaði hann að svara spurningum eftir ræðuna. Margir hluta ræðunnar sneru að réttarhöldunum í New York, þar sem hann var sakfelldur í gær. Hann sagði réttarhöldin hafa verið ósanngjörn og pólitísk. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan Merchan, dómara í New York málinu, og sagði hann spilltan. Trump ítrekaði að það væri hættulegt fyrir sig að segja það en sagðist tilbúinn til að gera hvað sem er til að „bjarga Bandaríkjunum“. Hann laug því að hann gæti endað í fangelsi í 187 ár, sem er ekki satt. Hann stendur frammi fyrir fjögurra ára fangelsisvist, að hámarki, og þykir verulega ólíklegt að hann verði sendur í fangelsi. Trump kvartaði yfir því að hafa verið beittur þagnarskyldu vegna ummæla hans um kviðdómendur og vitni í málinu og yfir því að hafa þurft að greiða sektir fyrir að brjóta gegn þagnarskyldunni. Sjá einnig: Trump sektaður um meira en milljón króna Trump sagði Merchan „djöful“. „Þið sáuð hvað var gert við okkar nokkur af vitnum okkar. Þau voru bókstaflega krossfest af þessum manni sem lítur út eins og engill en er í rauninni djöfull,“ sagði Trump. Þá sakaði hann Merchan og dómsmálaráðuneytið um að starfa með Biden og gaf í skyn að Biden væri heimskur og með elliglöp. Trump sagðist einnig hafa viljað bera vitni í málinu, sem hann gerði ekki, en gaf í skyn að hann hefði ekki gert það af ótta við að vera gómaður við að segja ósatt. „Við búum í fasísku ríki,“ sagði Trump á öðrum tímapunkti. Heita hefndum á Fox Á Fox News hafa þáttastjórnendur fordæmt sakfellinguna harðlega. Þeir hafa lýst málaferlunum gegn Trump sem pólitískum nornaveiðum sem ætlað sé að ná höggi á Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Þau hafa einnig haldið því fram að Demókratar hafi vopnvætt dómskerfið gegn Trump. Laura Ingraham sagði sakfellinguna niðurlægjandi fyrir Bandaríkin og að landið muni aldrei jafna sig. Sean Hannity sagði Trump hafa verið sakfelldan þó hann hafi engan glæp framið. Þá hafa þáttastjórnendurnir einnig farið hörðum orðum um Juan Merchan, dómarann í málinu, og sakað hann um að hafa afvegaleitt kviðdómendur. Jesse Watters sagðist tilbúinn til að hefna fyrir sakfellinguna. Bandaríkin væru særð en þau myndu rísa aftur. „Við munu rísa aftur, við munum ná styrk okkar aftur og við munum sigra hin illu öfl sem eru að gera út af við þetta lýðveldi. Við munum ná fram réttlæti. Við heitum því,“ sagði Watters. Watters hefur á undanförnum vikum ítrekað fjallað um réttarhöldin. Hann hefur meðal annars logið því að kviðdómendur séu hafi verið Demókratar á laun og hlutdrægir gegn Trump. Í frétt Washington Post segir að þáttastjórnendur Fox hafi allir hvatt kjósendur til að standa við bakið á Trump. Þingforseti vill að hæstiréttur grípi inn í Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali á Fox í morgun að hann teldi að hæstiréttur ætti að koma að málinu. „Ég held að þau muni leiðrétta þetta en það mun taka tíma,“ sagði Johnson í viðtalinu. Þá sagðist hann þekkja marga dómaranna níu persónulega og að þeir hefðu miklar áhyggjur af dvínandi trú Bandaríkjamanna á réttarkerfið. Í viðtalinu laug Johnson því einnig að Merchan hefði verið aðgerðasinni fyrir Biden en hið sanna er að árið 2020 gaf dómarinn 35 dali til Demókrataflokksins og þar af fimmtán til framboðs Bidens. The American people are disgusted.Whether it is President Trump or Justice Alito, the double standard is clear. pic.twitter.com/sE6fe4j8cc— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) May 31, 2024 Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Mörg spjót beinast að dómurunum þessi misserin og þá helst að þeim Samuel Alito og Clarence Thomas. Alito neitaði í vikunni að stíga til hliðar í málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna 2020. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Verulega hefur dregið úr trú Bandaríkjamanna á hæstarétt á undanförnum árum. Dómurinn hefur tekið stórar og umdeildar ákvarðanir að undanförnu, eins og að fella rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30. maí 2024 21:09 Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25 De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Trump fór víða um völl í samhengislausri og um fjörutíu mínútna langri ræðu sinni þar sem hann endurtók fjölda lyga sem hann hefur sagt á undanförnum árum um kosningar í Bandaríkjunum, réttarhöldin í New York og fór hörðum orðum um pólitíska andstæðinga sína. Ræðan hófst á orðunum: „Ef þau geta gert þetta við mig, geta þau gert þetta við hvern sem er.“ Hann sagði „þetta fólk“ vera slæmt og að hans mati veikt. Því næst fór hann að tala illa um farand- og flóttafólk, sem streymdi til Bandaríkjanna frá Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Þau væru að koma úr fangelsum, geðsjúkrahúsum og öðrum slæmum stöðum og að margir þeirra væru hryðjuverkamenn. Sjá einnig: Vill innflytjendur frá „huggulegum“ löndum eins og Danmörku Trump sagði svo að Joe Biden, forseti, væri fasisti sem ætlaði sér að eyðileggja Bandaríkin. Meðal þess sem Trump sagði var að Biden vildi fjórfalda skatta í Bandaríkjunum og banna fólki að eiga bíla en hvorugt er satt. Þá hélt hann því einnig fram fjölskylda Bidens hefði fengið þrjár og hálfa milljón dala frá „borgarstjóra eiginkonu Moskvu“ en þar ætlaði hann væntanlega að segja frá eiginkonu fyrrverandi borgarstjóra Moskvu. Það er einnig rangt. Í ræðunni flakkaði Trump ítrekað milli málefna og neitaði hann að svara spurningum eftir ræðuna. Margir hluta ræðunnar sneru að réttarhöldunum í New York, þar sem hann var sakfelldur í gær. Hann sagði réttarhöldin hafa verið ósanngjörn og pólitísk. Þá fór Trump hörðum orðum um Juan Merchan, dómara í New York málinu, og sagði hann spilltan. Trump ítrekaði að það væri hættulegt fyrir sig að segja það en sagðist tilbúinn til að gera hvað sem er til að „bjarga Bandaríkjunum“. Hann laug því að hann gæti endað í fangelsi í 187 ár, sem er ekki satt. Hann stendur frammi fyrir fjögurra ára fangelsisvist, að hámarki, og þykir verulega ólíklegt að hann verði sendur í fangelsi. Trump kvartaði yfir því að hafa verið beittur þagnarskyldu vegna ummæla hans um kviðdómendur og vitni í málinu og yfir því að hafa þurft að greiða sektir fyrir að brjóta gegn þagnarskyldunni. Sjá einnig: Trump sektaður um meira en milljón króna Trump sagði Merchan „djöful“. „Þið sáuð hvað var gert við okkar nokkur af vitnum okkar. Þau voru bókstaflega krossfest af þessum manni sem lítur út eins og engill en er í rauninni djöfull,“ sagði Trump. Þá sakaði hann Merchan og dómsmálaráðuneytið um að starfa með Biden og gaf í skyn að Biden væri heimskur og með elliglöp. Trump sagðist einnig hafa viljað bera vitni í málinu, sem hann gerði ekki, en gaf í skyn að hann hefði ekki gert það af ótta við að vera gómaður við að segja ósatt. „Við búum í fasísku ríki,“ sagði Trump á öðrum tímapunkti. Heita hefndum á Fox Á Fox News hafa þáttastjórnendur fordæmt sakfellinguna harðlega. Þeir hafa lýst málaferlunum gegn Trump sem pólitískum nornaveiðum sem ætlað sé að ná höggi á Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Þau hafa einnig haldið því fram að Demókratar hafi vopnvætt dómskerfið gegn Trump. Laura Ingraham sagði sakfellinguna niðurlægjandi fyrir Bandaríkin og að landið muni aldrei jafna sig. Sean Hannity sagði Trump hafa verið sakfelldan þó hann hafi engan glæp framið. Þá hafa þáttastjórnendurnir einnig farið hörðum orðum um Juan Merchan, dómarann í málinu, og sakað hann um að hafa afvegaleitt kviðdómendur. Jesse Watters sagðist tilbúinn til að hefna fyrir sakfellinguna. Bandaríkin væru særð en þau myndu rísa aftur. „Við munu rísa aftur, við munum ná styrk okkar aftur og við munum sigra hin illu öfl sem eru að gera út af við þetta lýðveldi. Við munum ná fram réttlæti. Við heitum því,“ sagði Watters. Watters hefur á undanförnum vikum ítrekað fjallað um réttarhöldin. Hann hefur meðal annars logið því að kviðdómendur séu hafi verið Demókratar á laun og hlutdrægir gegn Trump. Í frétt Washington Post segir að þáttastjórnendur Fox hafi allir hvatt kjósendur til að standa við bakið á Trump. Þingforseti vill að hæstiréttur grípi inn í Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í viðtali á Fox í morgun að hann teldi að hæstiréttur ætti að koma að málinu. „Ég held að þau muni leiðrétta þetta en það mun taka tíma,“ sagði Johnson í viðtalinu. Þá sagðist hann þekkja marga dómaranna níu persónulega og að þeir hefðu miklar áhyggjur af dvínandi trú Bandaríkjamanna á réttarkerfið. Í viðtalinu laug Johnson því einnig að Merchan hefði verið aðgerðasinni fyrir Biden en hið sanna er að árið 2020 gaf dómarinn 35 dali til Demókrataflokksins og þar af fimmtán til framboðs Bidens. The American people are disgusted.Whether it is President Trump or Justice Alito, the double standard is clear. pic.twitter.com/sE6fe4j8cc— Speaker Mike Johnson (@SpeakerJohnson) May 31, 2024 Sex af níu dómurum hæstaréttar voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þar af þrír af Trump sjálfum. Mörg spjót beinast að dómurunum þessi misserin og þá helst að þeim Samuel Alito og Clarence Thomas. Alito neitaði í vikunni að stíga til hliðar í málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. Ginni Thomas, eiginkona Clarence Thomas dómara, tók virkan þátt í að reyna að hnekkja úrslitum kosninganna 2020. Thomas hefur hafnað því að víkja í málum sem tengjast kosningunum. Verulega hefur dregið úr trú Bandaríkjamanna á hæstarétt á undanförnum árum. Dómurinn hefur tekið stórar og umdeildar ákvarðanir að undanförnu, eins og að fella rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Erlend sakamál Tengdar fréttir Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30. maí 2024 21:09 Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25 De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30. maí 2024 21:09
Stígur ekki til hliðar vegna umdeildra fána Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu. 30. maí 2024 15:25
De Niro kallaði Trump skrímsli fyrir utan dómshúsið Stórleikarinn Robert De Niro mætti ásamt hópi stuðningsmanna Joe Biden fyrir utan dómsal í New York í dag þar sem réttarhöld yfir Donald Trump fóru fram. 28. maí 2024 23:29
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent