Einstakt tækifæri Þóra Valný Yngvadóttir skrifar 31. maí 2024 19:00 Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað gerir forseti Íslands? Hvers vegna þurfum við forseta? Þetta eru spurningar sem hafa heyrst núna þegar við erum að kjósa okkur nýjan forseta. Starf forseta Íslands er eitt af þessum störfum, þar sem sá sem því gegnir, getur mótað starfið því það býður upp á mikinn sveigjanleika og fjölbreytta nálgun. Þá erum við einmitt komin að þessu einstaka tækifæri. Núna höfum við tækifæri til að fá forseta sem mun starfa í þessu embætti á allt annan hátt en áður hefur verið gert. Nú höfum við forsetaframbjóðanda sem ætlar að vinna að því að sameina þjóðina með samtali. Hennar fyrsta verk verður að bjóða til sín ungt fólk á Bessastaði til að heyra þeirra sýn á framtíðina og það samfélag sem þau vilja búa í. Hún ætlar að eiga samtal við þá sem eldri eru og nýta visku þeirra og reynslu. Hún ætlar einnig að hlusta á alla aldurshópa þarna á milli, til að fá fram hvernig samfélag við viljum búa í og hvaða breytingar við viljum sjá í samfélaginu okkar. Því það er jú þannig að samfélagið okkar mótast með hverju og einu okkar. Það því einstakt tækifæri fyrir okkur öll, að fá á Bessastaði forseta sem hefur bæði hæfileika, þekkingu og reynslu af einmitt svona vinnu. Vinnu við að kalla saman marga ólíka að borðinu og fá fram þeirra sjónarmið og ná fram breytingum. Þetta gerði hún svo framúrskarandi vel, ásamt öðrum, þegar stór hópur, þverskurður íslendinga var kallaður saman í Laugardalshöll árið 2009 til að taka afstöðu til þess hvernig samfélag Íslendingar vilja byggja í framtíðinni. Niðurstaðan voru fimm grunngildi (heiðarleiki, virðing, réttlæti, jafnrétti, ábyrgð) sem sammælst var um að þjóðin vildi nota sem sinn áttavita til framtíðar. Það er einmitt þessi vinna sem hún ætlar að halda áfram með og innleiða þessi gildi í samfélag okkar. Hún hefur unnið með fyrirtækjum að því að breyta áherslum þeirra frá því að vera eingöngu hagnaðardrifin í að vinna að markmiðum um hvernig fyrirtækið getur bætt líf starfsfólksins, lagt samfélaginu lið og skilað umhverfinu betra eða minnsta kosti ekki verra fyrir næstu kynslóðir. Aldrei áður hefur forsetaframbjóðandi boðið okkur svona skýrt upp á það hvað hann ætlar að gera í starfinu og hvernig við, þjóðin, munum njóta góðs af. Aldrei áður hef ég heyrt talað um að fara inn á Bessastaði með þessa vinnu í farteskinu og ákveðið hvernig eigi að halda áfram með mannlegri aðferðafræði, beinu samtali við þá sem skipta máli, samtali við þá sem ráða forsetann til starfsins, beint samtal við okkur þjóðina. Þessu einstaka tækifæri vil ég ekki missa af. Ég vil ekki missa af því að eiga forseta sem gerir hlutina öðruvísi og er óhrædd við að fara ótroðnar slóðir til þess. Þess vegna hvet ég okkur öll til að vera framsækin eins og við erum fræg fyrir og kjósa nýja tegund af forseta, kjósa Höllu Tómasdóttur sem forseta. Höfundur er markþjálfi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun