Gerum það! Stefán Hilmarsson skrifar 1. júní 2024 11:01 Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mér hefur gramist herferð Morgunblaðsins gegn framboði Höllu Hrundar á liðnum vikum. Í gær slógu þeir ekki slöku við; tveir uppslættir með neikvæðum formerkjum, ofan á annað undanfarið. Maður hefði ætlað að þeir sýndu háttvísi rétt fyrir kjördag. En svo var ekki. Þetta er formlega orðið að einskonar atlögu. Sómakennd virðist litla að finna meðal þeirra sem um þessi mál véla í Hádegismóum. Allt eru þetta óvægnar „smjörklípur“, úlfaldar gerðir úr mýflugum, misvísandi fyrirsagnir eða dylgjur um meint misferli. Þegar Halla Hrund var á dögunum gestur í viðtalsþætti blaðsins, Spursmálum, varð manni það raunar ljóst hvað vakti fyrir forvígsmönnum. Sá þáttur var frekar í ætt við aðför en viðtal, það blasir við þeim sem á horfa. Það sem Höllu Hrund hefur m.a. verið gefið af sök, er að hafa sýnt velvild í garð kollega í Argentínu, með viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf á sviði vistvænnar orkuframleiðslu. Jafnvel þótt frumkvæði hafi verið hennar, þá er langt seilst að teikna það upp sem afglöp að sýna vilja til að deila þekkingu okkar í þessum efnum, nokkuð sem ekki aðeins getur stuðlað að sjálfbærni og dregið úr mengun, heldur einnig opnað dyr fyrir íslenskt hug- og verkvit. Vert er að benda á, að Íslendingar hafa um árabil flutt út þekkingu á þessu sviði og á vegum hérlendra fyrirtækja starfa allmargir við virkjun á jarðvarma erlendis. Ekki er um að ræða kvaðir eða skuldbingu, heldur aðeins vilja til þekkingarmiðlunar, nokkuð sem oft hefur verið gert áður á ýmsum sviðum. Hvað skyldi það nú vera sem Halla Hrund hefur unnið sér til „saka“, sem verðskuldar slíka meðferð af hendi þessa miðils? Skyldi ástæðan vera sú að hún hefur vogað sér að tala máli almennings í orkumálum? Eða varað við sölu jarða og meðfylgjandi auðlinda úr landi? Eða goldið varhug við óheftu sjóeldi? Eða látið í ljós þá skoðun sína, að auðlindir ætti umfram allt að nýta með sjálfbærum hætti? Eða þá að best færi á því að þær yrðu áfram í eigu almennings? Svari hver fyrir sig. Okkur býðst nú tækifæri til að kjósa þessa greindu, vonglöðu og vel þenkjandi konu sem forseta. Gerum það! Höfundur er tónlistarmaður
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun