Ástæður til að kjósa Jón Gnarr Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 1. júní 2024 18:07 Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Mér finnst það góð pæling, að tala ekki bara um hvað maður hyggist kjósa heldur einnig hvers vegna. Aðeins snúnara í forsetakosningum vegna þess að embættið er ekki jafn pólitískt og t.d. Alþingi. En ég ætla að kjósa Jón Gnarr. Og mig langar að útskýra hvers vegna. Auðvitað þekkjum við alveg Jón Gnarr sem persónu og leikanda í samfélaginu, sem skemmtikraft og borgarstjóra. Fyrir framboðstilkynningu hans var mér sjálfum samt ekki alveg ljóst hvers konar forseti hann yrði nema að sennilega myndi hann allavega segja fyndna hluti. Í framboðtilkynningunni hans kom þó ýmislegt fram sem höfðaði til mín, en þar var í sér í lagi eitt: "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring. Ég þekki það ágætlega eftir að hafa verið borgarstjóri Reykjavíkur á erfiðum tíma í sögu borgarinnar." Ekki það róttækasta sem frambjóðandi hefur sagt, og kannski er ekki augljóst hvers vegna þetta höfðaði svona sérstaklega til mín, í samhengi við allt hitt. En þetta segir margt um frambjóðandann með hliðsjón af sögu hans í stjórnmálum áður. Jón Gnarr fór í grínframboð í Reykjavík á sínum tíma, eftir áralanga skálmöld í borgarstjórn, svik á alla vegu og almennt óstarfhæfa borgarstjórn. Ástandið var þannig að fæstum kjósendum tókst einu sinni að fylgjast með og var því gjarnan lýst sem sirkus eða leikhúsi fáránleikans. Eins og einn kjósandi svaraði fréttamanni svo eftirminnilega; "Tjah, á maður að kjósa einhvern hlægilegan grínflokk, eða Besta Flokkinn?" - þannig var staðan. Fólk var komið með meira en nóg af borgarpólitíkinni og þess vegna vildi fólk frekar sjá hvað gerðist ef það kysi einhvern sem væri í alvörunni bara að djóka. Ekkert gat verið verra en þessi farsi sem kjósendur bjuggu við. Nema hvað, ekki nóg það að Besti Flokkurinn hafi unnið, heldur urðu kaflaskipti í pólitíkinni í Reykjavík. Auðvitað ekki smjör á hverju strái, enda ekki síður efnahagslega erfiðir tímar, en borgarstjórn varð allavega starfhæf. Það voru nefnilega kaflaskipti í stjórn borgarinnar þegar Jón Gnarr kom inn, ekki þannig að öll málin gufuðu upp og gósentíð hafi tekið við, heldur lagaði hann pólitíkina sjálfa. Hann þurfti þess ekkert, hann var ekki einu sinni beinlínis kosinn til þess, en hann gerði það vegna þess að hann fékk óvænt tækifæri til þess. Þetta er að mínu mati mikilvægasta arfleifð Besta Flokksins; hann gerði borgarstjórn starfhæfa aftur. Síðan var Jón Gnarr borgarstjóri í kjörtímabil og ákveður þá að bjóða sig ekki fram. Enda mikilvægasta verkefninu lokið í sjálfu sér, að breyta stjórnmálamenningu borgarinnar þannig að hún standist allavega samanburð við brandara. Það var augljóst undir lokin hvað hann var orðinn þreyttur á pólitíkinni, enda er hún krefjandi á allt lífið, þ.á.m. einkalífið, eins og við þekkjum öll sem höfum starfað í henni. Þegar ég heyrði Jón Gnarr segja þessi orð; "Að vera forseti er ekki venjulegt starf heldur frekar lífstíll sem yfirtekur hverja stund og hvern dag allan ársins hring.", þá heyrði ég frambjóðanda tala sem tekur starfið alvarlega, en hefur þó þá auðmýkt og æðruleysið gagnvart lífinu sem þarf til að sinna því vel. Hann varð borgarstjóri óvænt, en tekur þessa ákvörðun meðvitað. Hann þurfti þess ekkert. Þannig er Jón Gnarr sá frambjóðandi sem ég treysti best til að geta tekið við erfiðum pólitískum aðstæðum með opnum huga, auðmýkt og einlægni, án þess að taka sjálfan sig of alvarlega, og með getuna til að stunda pólitík án þess að láta pólitíkina þvælast fyrir. Sennilega eru þessir mannkostir ekki mikilvægari í neinu embætti á Íslandi heldur en embætti forseta. Af þessum ástæðum ætla ég að kjósa Jón Gnarr. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun