Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu Telma Sigtryggsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:00 Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 14. maí síðastliðinn stóð Heilbrigðishópur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fyrir hádegismálþingi með yfirskriftinni „Endurskoðun á hjálpartækjahugtakinu”. Brýn þörf er á endurskoðun á hugtakinu. En hvers vegna? Staðreyndin er sú að fatlað fólk fær ekki nægan styrk fyrir nauðsynlegum hjálpartækjum og á þar af leiðandi ekki jafna möguleika á við aðra að geta lifað sjálfstæðu lífi. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks sem var fullgiltur 2016 hér á Íslandi kemur fram að markmið hans sé að “ efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, ásamt því að efla og vinna að virðingu fyrri eðlislægri mannlegri reisn þess. Samningurinn felur í sér bann við hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar og að fötluðu fólki sé tryggð jöfn og árangursík réttarvernd gegn mismunun á öllum sviðum” (Stjórnarráðið | Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (stjornarradid.is)). Í 3.gr samningsins, almennar meginreglur er meðal annars talað um fulla og virka þáttöku í samfélaginu, fyrir fatlaða, án aðgreiningar, jöfn tækifæri og virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenningu á fötluðu fólki sem hluta af mannlegum margbreytileika og mannkyni. Komin er tími til að þess að íslensk löggjöf samræmist samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlað fólks. Heilbrigðishópur ÖBÍ hefur ítrekað ýtt á eftir Heilbrigðisráðuneytinu að farið verði í endurskilgreiningu á hjálpartækjahugtakinu. Samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum er ekki mögulegt að fá niðurgreiðslu á hjálpartækjum eins og þeim sem eingöngu eru ætluð til frístundar eða líkamsæfinga, heimilistækjum, aukasett af hjálpartækjum fyrir börn sem að búa á tveimur heimilum, hjálpartækjum sem notuð eru til vinnu eða náms, hjálpartækjum sem auðvelda fötluðum foreldrum að sinna börnum sínum eða hjálpartæki til þess að auðvelda aðstoðarfólki fatlaðs fólks sína vinnu. Núverandi löggjöf varðandi hjálpartæki samræmist ekki samningi Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki ásættanlegt að setja fatlað fólk og líf þess í biðstöðu. Almenn hreyfing, útivera og tómstundir hafa áhrif á líðan og virkni í samfélaginu. Með því að takmarka möguleika fatlaðs fólks á styrkveitingum til þess að geta stundað hreyfingu, útiveru, tómstundir, nám og atvinnu þá erum við að takmarka virkni og möguleika þessa hóps og skerða tækifæri þeirra og lífsgæði. Tækifærin eru ekki jöfn á við aðra. Dæmi úr raunveruleikanum: 18.ára einstaklingur sem greinist með skerta heyrn og þarf heyrnartæki gæti þurft að greiða 500.000kr eða meira úr eigin vasa á 5.ára fresti. Er það sanngjarnt? Annað dæmi úr raunveruleikanum: Einstaklingur á besta aldri er með skerta heyrn og sjón og þarf þess vegna gleraugu, heyrnartæki og sólgleraugu með styrk, gæti þurft að borga 500.000kr eða meira á 5.ára fresti fyrir heyrnartæki og einnig allt að 300.000kr eða meira fyrir gleraugu á 5.ára fresti. Þessi einstaklingur á jafnframt barn sem þarf gleraugu á 5.ára fresti í það minnsta og þar er annar 300.000kr. Þetta gera 1.1 milljóni á 5.ára fresti. Einnig eru dæmi um fjölskyldur þar sem en fleiri í sömu fjölskyldu þurfa gleraugu, heyrnartæki eða önnur hjálpartæki. Er þetta sanngjarnt? Gefur þetta fötluðum jöfn tækifæri á við aðra? Enduskoðun á hjálpartækjahlutverkinu felur kannski í sér meiri þverfaglega vinnu og samspil fleiri en eins ráðuneytis en núna er raunin og þá er nauðsynlegt að taka því með opnum huga og gera það að veruleika. Ég fagna því heilshugar að núna er heilbrigðisráðuneytið byrjað á að vinna við heildarendurskoðun á hugtakinu “hjálpartæki” og vona ég svo sannarlega að þeir sem að að því komi verði í nánu sambandi við notendahópinn. Hér þarf fólk í samstarf og vinnu sem er með opin huga og virka og lausnamiðaða hugsun. Við viljum að öll fái jöfn tækifæri í lífinu og hafi jafna möguleika á að öðlast sjálfstætt líf. Höfundur er varaformaður Heilbrigðishóps ÖBÍ. BS sálfræði frá University of Hertfordshire og MSc í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar