Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 13:01 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira