Vinstri græn geti farið í sögubækurnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júní 2024 13:01 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Vilhelm Það er raunveruleg hætta á að Vinstri græn kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar, nái flokkurinn sér ekki á strik fyrir næstu kosningar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem segir einnig athyglisvert að landsfundur verði ekki haldinn fyrr en í október. Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Stjórn Vinstri Grænna ákvaðí gær að flýta landsfundi sínum sem annars hefði ekki átt að fara fram fyrr en á næsta ári. Ákvörðunin er viðbragð við brotthvarfi Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum, og hríðfallandi fylgi við flokkinn í skoðanakönnunum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir athyglisvert að landsfundur verði ekki fyrr en í október, úr því að honum verður á annað borð flýtt.„Það er í það minnsta ekki verið að gera neitt áhlaup að því að klára þetta fyrr og skipta um forystu og stilla sér upp strax. Það er nú töluvert langt í október og ríkisstjórnin mun væntanlega sitja þá óhreyfð svona aðþví er virðist á meðan nema eitthvað sérstakt komi upp,“ segir Eiríkur.Flokksmenn hafa sagt nauðsynlegt að leita aftur í ræturnar og auka róttækni til vinstri, og á sama tíma halda ríkisstjórnarsamstarfi áfram með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. „Það getur verið flókinn jafnvægisleikur að reyna að endurnýja sig en sitja áfram í ríkisstjórn,“ segir Eiríkur. Þá sé það liðin tíð að rótgrónir flokkar gangi að fylgi sínu vísu. „Vinstri grænir teljast til þessa fjórflokks í gegnum forvera sína en það landslag er einfaldlega bara breytt og í rauninni það umhverfi bara algjörlega horfið.“Lífvænleiki eldri flokka sé engu meiri en annarra yngri flokka. „Það er raunveruleg hætta á því að vinstri grænir bara kveðji íslensk stjórnmál og fari í sögubækurnar ef að ekkert yrði að gert,“ segir Eiríkur Bergmann sem er stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira