Takkaborð tilfinninga minna Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 10. júní 2024 12:01 Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég hef stundum líkt tilfinningalífi mínu við svona takkaborð sem ljósa- og hljóðmenn nota í leikhúsinu eða á tónleikum. Á slíku borði eru bæði on & off takkar, snúningstakkar og svona sleðar sem auka eða draga úr tilfinningum eða viðbrögðum mínum. Alla jafna eru stillingarnar bara svona frekar rétt stilltar og bæði birta og hljóð bara nokkuð þægileg og í góðu flæði fyrir skilningarvit mín. Svo stundum kemur eitthvað fyrir í lífinu og þá er eins og ljósa- og hljóðmaðurinn fari bara á stjórnlaust flug og leiki sér að því að setja alla sleðana í botn á sama tíma og ýti ótt og títt á off og on takkann. Svo ef ég sæti út í sal á þessu leikriti eða tónleikum þá væru bæði birtan og hljóðið orðin að mjög miklu áreiti og verða jafnvel triggerandi. Á svona stundum, þegar stjórnandi takkaborðsins fær slíkt æðiskast, getur verið svo gott að hitta einhvern sem kemur auga á þessar rang-stillingar þá og þegar. Aðili sem hefur færni til að grípa í takkana og í rólegheitum stillt þá aftur á sinn stað. Það gerir viðkomandi með því að viðurkenna líðan þína og skilja að það sem kom fyrir þig hefur haft þessi áhrif á þig. Veitir þér aðstoð til að skilja þetta líka, bera kennsl á tilfinningarnar og setja á þær nafn.Stundum er þetta svona einfalt. Í Berginu-headspace starfar einmitt svona aðstoðarfólk, svona fólk sem kann að grípa inn í ljóslogandi takkaborð tilfinningalífs okkar. Þau kunna að tala um tilfinningar og aðstoða okkur að tala um tilfinningar líka. Í Berginu headspace getur ungt fólk á aldrinum 12 - 25 ára bókað viðtal án þess að þurfa tilvísun eða greiningu frá lækni, vera sett á biðlista, þurfa að greiða fyrir viðtalið. Síðan 2019 hafa alls 2500 ungmenni leitað til Bergsins þegar þau hafa upplifað vanlíðan sem þarfnast sálræns stuðnings fagaðila. Vanlíðan sem getur verið hjartasorg eftir sambandsslit eða sjálfvígshugsanir. Og allt þar á milli. Bergið er lágþröskuldaþjónusta sem leggur áherslu á að grípa ungmenni í vanlíðan eins fljótt og auðið er. Og það getur skipt sköpum. Þau sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og derhúfur sem eru hluti af herferð sem ber yfirskriftina „Tölum um tilfinningar“. Höfundur er í stjórn Bergsins headspace og elskar að tala um tilfinningar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun