Ekkert bús í búðir! Jódís Skúladóttir skrifar 12. júní 2024 11:31 Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Áfengi og tóbak Alþingi Vinstri græn Netsala á áfengi Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmörg samtök, stofnanir og einstaklingar hafa vakið máls á þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn hóf fyrir mörgum árum; að fá vín í búðir. Má þar nefna samtökin Fræðsla og forvarnir, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum og ýmsar breiðfylkingar forvarnasamtaka sem hafa unnið gott starf á málefnalegum og faglegum grunni til að halda lýðheilsusjónarmiðum varðandi áfengissölu á lofti. Þá má ekki heldur gleyma félögum fagfólks í heilbrigðisgeiranum sem hafa ítrekað vakið athygli á skaðsemi áfengisneyslu fyrir heilsufar. Það hefur verið hlustað, skoðanir og rök tekin til greina, kollum kinkað og spurningum svarað. En svo endum við alltaf á sama stað, að þetta sé á gráu svæði lagalega, að aukið aðgengi þýði nú ekkert endilega aukna neyslu. En lögin eru skýr: Það má ekki selja áfengi í almennum verslunum, hvort sem það er í Bónus eða á netinu. Það er bannað með lögum. Þrátt fyrir það bjóða tugir fyrirtækja upp á netsölu á áfengi á Íslandi í dag. Í gær var ég málshefjandi í sérstakri umræðu um forvarnir og lýðheilsu þegar horft er til aukins aðgengis að áfengi en Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur lagt lýðheilsusjónarmið til grundvallar allri umræðu um breytingar á áfengislöggjöfinni. Fjölmargir þingmenn tóku þátt í umræðunni og yfirgnæfandi meirihluti var andsnúinn því að auka aðgengi að áfengi. Hæstvirtur heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af þessum áherslum sem fara beint gegn stefnu stjórnvalda um lýðheilsu. Hæstvirtir félags- og vinnumarkaðsráðherra, matvælaráðherra og fjármálaráðherra hafa sömuleiðis tjáð þessa skoðun sína og þá sérstaklega hvað varðar netsölu á áfengi. Netsala á áfengi stóreykur neyslu þess. Um það er fjöldi rannsókna samhljóða. Um miðjan september í fyrra bárust fregnir af því að áfengisneysla Íslendinga hafi tvöfaldast á síðustu áratugum, og þetta á ekki bara við um fullorðna Íslendinga heldur ná tölurnar yfir börn frá 15 ára aldri. Fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega hefur meira en þrefaldast á síðustu áratugum. Á sama tíma og fræðsla hefur aukist, mikilvægi forvarnastarfs orðið viðurkennt og unglingadrykkja hætt að vera samfélagslegt norm hefur eitt gerst: Framboð á áfengi hefur margfaldast. Og hvað gerist þegar áfengisneysla eykst? Þeim fjölgar í takt sem þurfa aðstoð vegna neyslu sinnar á þessu vinsælasta og viðurkennda fíkniefni sem mannskepnan hefur fundið upp. Sum geta drukkið áfengi án þess að bíða skaða af. En þeirra hagsmunir geta ekki trompað lýðheilsusjónarmið og þann kostnað sem samfélagið ber af áfengisvandanum. Áfengi er meðal fjögurra algengustu áhættuþátta fyrir ýmsar tegundir krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfall að ógleymdum þeim félagslegu vandamálum sem tengjast áfengisneyslu og kosta samfélagið bæði ómælda þjáningu og gríðarlegar fjárhæðir ár hvert. Þau sem ekki geta sýnt þá fyrirhyggju að næla sér í hvitvín með humrinum á almennum opnunartímum ÁTVR verða bara að lifa við það “íþyngjandi ástand”. Lýðheilsa allra hinna vegur einfaldlega þyngra. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun