Fjórar brýnar ástæður til að hætta viðskiptum við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar 12. júní 2024 12:00 Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd er örugglega óvinsælasta fyrirtæki á Íslandi því samkvæmt könnun vilja um 60% Íslendinga ekki skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd. Ástæðurnar eru ummæli forstjóra fyrirtækisins um að Rapyd standi með Ísrael í stríðinu á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo framarlega sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi sami maður er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi. Við þetta bætist að Rapyd hefur sett á stofn sérstakt „war room“ til að vinna með ísraelska hernum að því að finna peningasendingar til andstæðinga Ísraels eins og Hamas samtakanna. Rapyd styður þannig ekki bara hernaðinn á Gaza - heldur tekur beinan þátt í honum. Vegna þessa viljum við mörg alls ekki eiga í neinum viðskiptum við Rapyd. Enn eru þó fjölmörg sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki sem ennþá skipta við fyrirtækið. Hér eru fjórar brýnar ástæður til að hætta þeim viðskiptum strax í dag: 1. Rapyd stundar viðskipti í ólöglegum landtökubyggðum Ísraels í Palestínu og við eigum alls ekki að skipta við fyrirtæki sem það gera. Utanríkisráðherra Noregs sendi nýlega viðvörun til þarlendra fyrirtækja um að eiga ekki í viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki sem starfa á landtökubyggðum vegna þess að með því að skipta við þessi fyrirtæki stuðli þau að brotum á alþjóðalögum þar á meðal alþjóðlegum mannréttindalögum. Sams konar viðvaranir hafa Evrópusambandið og mörg einstök ríki gefið út. Þessar viðvaranir gildia líka um sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi sem eiga í viðskiptum við Rapyd. Er það raunverulega vilji og ásetningur þessara aðila að stuðla að brotum á alþjóðalögum? 2. Bein þáttaka Rapyd í stríðinu á Gaza gerir fyrirtækið beinlínis samsekt í þjóðarmorðinu sem þar er verið að fremja. Alþjóðadómstóllinn í Haag sagð í byrjun árs að líklega séu Ísraelsmenn að fremja þjóðarmorð en endanlegur úrskurður dómstólsins er ekki kominn. Vilja sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki á Íslandi virkilega eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem tekur beinan þátt í þjóðarmorði? Þessari spurningu þurfa þau að svara. Svarið skiptir okkur öll máli, okkur sem búum í þessum sveitafélögum og eigum í viðskiptum við þessar stofnanir og fyrirtæki. Við getum sniðgengið fyrirtæki sem nota Rapyd og það gerum við nú þegar í stórum stíl (sjá hirdir.is). Við eigum efiðara með að sniðganga sveitafélög og stofnanir en við gerum hins vegar sterkari siðferðilegar kröfur til þeirra. Þau starfa á samfélagslegum grunni og eiga að virða og fylgja siðferðilegum viðmiðum. Viðskipti við fyrirtæki sem taka þátt í þjóðarmorði er ekki innan þeirra viðmiða. 3. Könnun Maskínu frá því í mars sýnir að tæplega 60% landsmanna vilja ekki skipta við fyrirtæki og stofnanir sem nota Rapyd sem færsluhirði. Reikna má með að þessi tala hafi hækkað á þeim mánuðum sem síðan hafa liðið og við höfum þurft að horfa upp á fleiri morð á konum og börnum og hungursneyðina sem þar ríkir núna. Það er eðlilegt að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki taki tillit til þessa einlæga vilja meirihluta landsmanna. Fögur orð um samfélagslega ábyrgð eru innantóm ef þeim fylgja engar gjörðir. 4. Á Íslandi býr núna töluvert af fólki frá Palestínu og þetta fólk er hluti af samfélagi okkar. Það er ekki verjandi að sveitafélög, stofnanir og fyrirtæki bjóði þessu fólki upp á að skipta við Rapyd sem styður með beinum hætti dráp á vinum þeirra og ættingjum. Ábyrgð þeirra sem eru í forsvari fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki er mikil - og undan henni verður ekki vikist. Fyrir flesta er mjög einfalt að skipta. Eitt símtal við samkeppnisaðila Rapyd er allt sem þarf. Ef reksturinn er flókinn getur þetta verið meira mál en mörg slík fyrirtæki hafa engu að síður tekið skrefið og uppskorið ánægju almennings. Nýjasta dæmið um það eru Hagar sem eiga Hagkaup og Bónus sem nýlega hættu viðskiptum við Rapyd. Hagar eiga líka Olís en þar munu skiptin taka eitthvað lengri tíma. Það er engin afsökun fyrir því að skipta ekki um færsluhirði - og ekki eftir neinu að bíða. Hættum öllum viðskiptum við Rapyd - strax í dag. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun