Svik VG í jafnréttismálum Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 14. júní 2024 17:00 Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Akureyri Jafnréttismál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG. Í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi hafa mikilvægar breytingar verið gerðar á lögum sem miða að auknu jafnrétti. Breytingar á lögum um fæðingarorlof, þar sem réttindi feðra og mæðra voru jöfnuð til að stuðla að jafnari ábyrgð foreldra á umönnun barna. Fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, innleiddi endurskoðun jafnréttislaga sem skýrir hlutverk Jafnréttisstofu og festir í sessi markvissa vinnu við jöfnun launa með jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Með lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði hefur verið kveðið á um bann við mismunun á vinnumarkaði á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar. Með lögum um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna er kveðið á um meginreglu um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar. Með lögum um þungunarrof var sjálfsforræði kvenna sem óska þungunarrofs virt og Ísland er nú í fyrsta skipti fullgildur aðili að Istanbúl-samningnum. VG hefur styrkt stuðningskerfi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis og stutt lagasetningu og aðgerðir sem miða að því að draga úr kynbundnu ofbeldi og bæta þjónustu við brotaþola. Forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi meðal barna og ungmenna var samþykkt árið 2021 og framkvæmd hennar hefur gengið vel. Margt fleira mætti telja til. Fullyrðingar um að VG hafi brugðist konum eða svikið kjósendur sína í jafnréttismálum eru því óréttmætar. Höfundur er starfandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar