Þegar forréttindafólk í valdastöðu skerðir mannréttindi jaðarsettra hópa Sema Erla Serdaroglu skrifar 14. júní 2024 18:30 Dagurinn í dag fer í sögubækurnar sem mikill sorgardagur. Alþingi hefur enn einu sinni samþykkt breytingar á útlendingalögum sem fela í sér frekari skerðingar á grundvallarréttindum fólks á flótta, sem þrengja að möguleikum fólks sem neyðst hefur til þess að flýja stríð, átök, ofsóknir eða aðrar hörmungar til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi, og auka misrétti í garð flóttafólks og hreinlega valda þeim skaða. Þá er það varhugaverð þróun að einungis einn flokkur á Alþingi greiddi atkvæði gegn þessum ólögum. Nýlega var greint frá því að aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú, eða um 120 milljónir! Það er ekkert sem bendir til þess að flóttafólki muni fækka á næstu árum. Þvert á móti bendir margt til þess að því muni halda áfram að fjölga um ókomna tíð. Það er mikið áhyggjuefni að á sama tíma séu stjórnvöld víða um heim ítrekað að þrengja að möguleikum fólks í neyð til þess að komast í skjól og fá vernd frá því sem neyddi þau til þess að flýja heimaland sitt og skerða réttindi þeirra. Það á einnig við um íslensk stjórnvöld. Það er mikilvægt að horfa á þessar lagabreytingar í stærra samhengi. Það er, kerfisbundnu ferli íslenskra stjórnvalda til þess að takmarka komu flóttafólks til Íslands. Sú vinna náði ákveðnu hámarki, héldu mörg, þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur samþykkti fyrir rúmu ári síðan lagabreytingar sem gerðu það löglegt að svipta flóttafólk allri grundvallarþjónustu og skilja það eftir án allra bjarga á götunni og berskjalda það gagnvart ofbeldi og misnotkun, sem hefur að mestu verið af höndum íslenska ríkisins síðan. Nýjustu lagabreytingarnar, sem einungis fimm einstaklingar á Alþingi kusu gegn, er liður í herferð ríkisstjórnarinnar gegn flóttafólki. Þær eru hluti af öryggisvæðingu flóttafólks (e. securitization of migration), sem felur í sér minni áherslu á mannréttindi og meiri áherslu á mannöryggi (e. human security). Í stað þess að horft sé til hættunnar sem einstaklingar flýja er litið á þá einstaklinga sem eru á flótta sem ógn við öryggi og stöðugleika þess samfélags sem það kemur til í leit að vernd. Mannréttindi skipta þar af leiðandi ekki lengur máli heldur er aukin áhersla lögð á verndun samfélagsins. Á sama tíma versna aðstæður flóttafólks og þrengt er að réttindum þess. Sú þróun, sem á sér stað víða um heim og birtist meðal annars í löggjöf sem felur í sér kerfisbundna mismunun, hefur farið fram fyrir opnum tjöldum á Íslandi í þó nokkur ár, undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og síðan ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Við könnumst öll við orðræðu ríkisstjórnarinnar um ógn, öryggi, stjórn landamæra, verndun innviða og kerfa og aukna skilvirkni, sem nota bene kemur 12 sinnum fram í texta dómsmálaráðherra með nýjustu lagabreytingunum. Þessi orðræða er hluti af öryggisvæðingu flóttafólks og ýtir undir tortryggni og glæpavæðingu flóttafólks. Nýjustu breytingarnar á lögum um útlendinga hafa ekki áhrif á íslensk landamæri, þau auka ekki skilvirkni íslenskrar stjórnsýslu, vernda enga innviði og eru ekki viðbrögð við neinni ógn eða óöryggi, einfaldlega vegna þess að flóttafólk ber enga ábyrgð á lélegum innviðum og okkur stafar ekki ógn af fólki á flótta. Þau lög sem samþykkt voru á Alþingi í dag fela í sér enn ein aðförina að fólki á flótta. Þau fela meðal annars í sér styttingu á dvalarleyfum flóttafólks, sem býr til aukna vinnu fyrir stjórnsýsluna og aukið óöryggi fyrir fólk. Ekki mikil skilvirkni í því. Þau fela í sér að fækka nefndarmönnum kærunefndar Útlendingamála og gera skipun þeirra ótímabundna og auka valdsvið þeirra, sem er ekki hollt neinum sem mætir í vinnuna og hefur örlög fólks í höndum sínum. Þá færist skipun þeirra alfarið til dómsmálaráðherra, sem þýðir að mannréttindasamtök fá ekki lengur að skipa fulltrúa í nefndina. Slíkar breytingar draga úr aðhaldi og skapa algjört vantraust á nefndina og málaflokkinn. Með breytingunum eru réttindi flóttafólks til alþjóðlegrar verndar skert verulega. Ekki verður lengur litið til þess að „hafi umsækjandi slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því“ þegar fólk sækir hér um alþjóðlega vernd. Stjórnvöld hafa fjarlægt úr lögum ákvæði sem hefur falið í sér ákveðna réttarvernd fyrir fólk sem er í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sem til dæmis hefur búið við ómannúðlega meðferð og ofbeldi í öðrum ríkjum. Þá mun fólk sem sækir um alþjóðlega vernd ekki lengur fá efnismeðferð ef stjórnvöld hafa ekki unnið úr máli þeirra eftir 12 mánuði. Skilvirknin, sjáið til. Þá fela lögin í sér alvarlega skerðingu á möguleikum fólks með verndarstöðu til fjölskyldusameiningar, sem er hluti af grundvallarréttindum flóttafólks. Gildistaka laganna hefur það í för með sér að fjölskyldum er nú ekki gert kleift að sameinast fyrir en a.m.k. 2 árum eftir að dvalarleyfi einstaklings á flótta hefur verið samþykkt í fyrsta sinn, og væntanlega mun síðar, ef tekið er tillit til algengs málsmeðferðartíma vegna fjölskyldusameiningar. Með því að lengja þann tíma sem það mun taka fólk sem er að koma úr afar erfiðum aðstæðum, jafnvel af átakasvæðum, að sameinast fjölskyldumeðlimum sínum, sem yfirleitt eru enn í hættulegum aðstæðum, að því gefnu að það lifir biðina af, gerast stjórnvöld sek um valda flóttafólki viljandi skaða, sem stundum er óafturkræfur. Slíkt ýtir undir vanlíðan, ótta og óöryggi fólks og kemur í veg fyrir að það geti unnið úr áföllum sínum. Það stuðlar að frekari félagslegri einangrun og torveldar inngildingu flóttafólks í íslenskt samfélag, sem stjórnvöld hafa á öðrum vettvangi sagst ætla að leggja áherslu á. Þá eru lögin brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um að börn skuli ekki vera aðskilin foreldrum sínum og stjórnvöld hafa því vísvitandi skert mannréttindi flóttabarna. Þingfólk ríkisstjórnarflokkanna talar mikið um að við vinnslu þessara laga hafi verið víðtækt samráð við hina ýmsu hagsmunaaðila, þau engið meira en 20 umsagnir um lagafrumvarpið og tekið á móti fjölda gesta í nefnd til þess að fá fram skoðanir þeirra á lögunum. Það er vissulega rétt, ég var einn af þeim. Verst er að stjórnvöld tóku ekkert tillit til þeirra gagnrýnis- og áhyggjuradda sem komu fram, ekki frekar en fyrri daginn. Íslensk stjórnvöld, vestrænt forréttindafólk sem þekkir fátt annað en öryggið sem fólk á flótta er í leit að, virðist ekki gera sér grein fyrir því að það eru mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd, ekki glæpur, og að mannréttindi megi ekki skerða. Þetta eru spor sem hræða. Höfundur er formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag fer í sögubækurnar sem mikill sorgardagur. Alþingi hefur enn einu sinni samþykkt breytingar á útlendingalögum sem fela í sér frekari skerðingar á grundvallarréttindum fólks á flótta, sem þrengja að möguleikum fólks sem neyðst hefur til þess að flýja stríð, átök, ofsóknir eða aðrar hörmungar til þess að fá alþjóðlega vernd á Íslandi, og auka misrétti í garð flóttafólks og hreinlega valda þeim skaða. Þá er það varhugaverð þróun að einungis einn flokkur á Alþingi greiddi atkvæði gegn þessum ólögum. Nýlega var greint frá því að aldrei hafa fleiri verið á flótta í heiminum en nú, eða um 120 milljónir! Það er ekkert sem bendir til þess að flóttafólki muni fækka á næstu árum. Þvert á móti bendir margt til þess að því muni halda áfram að fjölga um ókomna tíð. Það er mikið áhyggjuefni að á sama tíma séu stjórnvöld víða um heim ítrekað að þrengja að möguleikum fólks í neyð til þess að komast í skjól og fá vernd frá því sem neyddi þau til þess að flýja heimaland sitt og skerða réttindi þeirra. Það á einnig við um íslensk stjórnvöld. Það er mikilvægt að horfa á þessar lagabreytingar í stærra samhengi. Það er, kerfisbundnu ferli íslenskra stjórnvalda til þess að takmarka komu flóttafólks til Íslands. Sú vinna náði ákveðnu hámarki, héldu mörg, þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur samþykkti fyrir rúmu ári síðan lagabreytingar sem gerðu það löglegt að svipta flóttafólk allri grundvallarþjónustu og skilja það eftir án allra bjarga á götunni og berskjalda það gagnvart ofbeldi og misnotkun, sem hefur að mestu verið af höndum íslenska ríkisins síðan. Nýjustu lagabreytingarnar, sem einungis fimm einstaklingar á Alþingi kusu gegn, er liður í herferð ríkisstjórnarinnar gegn flóttafólki. Þær eru hluti af öryggisvæðingu flóttafólks (e. securitization of migration), sem felur í sér minni áherslu á mannréttindi og meiri áherslu á mannöryggi (e. human security). Í stað þess að horft sé til hættunnar sem einstaklingar flýja er litið á þá einstaklinga sem eru á flótta sem ógn við öryggi og stöðugleika þess samfélags sem það kemur til í leit að vernd. Mannréttindi skipta þar af leiðandi ekki lengur máli heldur er aukin áhersla lögð á verndun samfélagsins. Á sama tíma versna aðstæður flóttafólks og þrengt er að réttindum þess. Sú þróun, sem á sér stað víða um heim og birtist meðal annars í löggjöf sem felur í sér kerfisbundna mismunun, hefur farið fram fyrir opnum tjöldum á Íslandi í þó nokkur ár, undir forystu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og síðan ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Við könnumst öll við orðræðu ríkisstjórnarinnar um ógn, öryggi, stjórn landamæra, verndun innviða og kerfa og aukna skilvirkni, sem nota bene kemur 12 sinnum fram í texta dómsmálaráðherra með nýjustu lagabreytingunum. Þessi orðræða er hluti af öryggisvæðingu flóttafólks og ýtir undir tortryggni og glæpavæðingu flóttafólks. Nýjustu breytingarnar á lögum um útlendinga hafa ekki áhrif á íslensk landamæri, þau auka ekki skilvirkni íslenskrar stjórnsýslu, vernda enga innviði og eru ekki viðbrögð við neinni ógn eða óöryggi, einfaldlega vegna þess að flóttafólk ber enga ábyrgð á lélegum innviðum og okkur stafar ekki ógn af fólki á flótta. Þau lög sem samþykkt voru á Alþingi í dag fela í sér enn ein aðförina að fólki á flótta. Þau fela meðal annars í sér styttingu á dvalarleyfum flóttafólks, sem býr til aukna vinnu fyrir stjórnsýsluna og aukið óöryggi fyrir fólk. Ekki mikil skilvirkni í því. Þau fela í sér að fækka nefndarmönnum kærunefndar Útlendingamála og gera skipun þeirra ótímabundna og auka valdsvið þeirra, sem er ekki hollt neinum sem mætir í vinnuna og hefur örlög fólks í höndum sínum. Þá færist skipun þeirra alfarið til dómsmálaráðherra, sem þýðir að mannréttindasamtök fá ekki lengur að skipa fulltrúa í nefndina. Slíkar breytingar draga úr aðhaldi og skapa algjört vantraust á nefndina og málaflokkinn. Með breytingunum eru réttindi flóttafólks til alþjóðlegrar verndar skert verulega. Ekki verður lengur litið til þess að „hafi umsækjandi slík sérstök tengsl við landið að nærtækast sé að hann fái hér vernd eða ef sérstakar ástæður mæla annars með því“ þegar fólk sækir hér um alþjóðlega vernd. Stjórnvöld hafa fjarlægt úr lögum ákvæði sem hefur falið í sér ákveðna réttarvernd fyrir fólk sem er í sérstaklega viðkvæmri stöðu, sem til dæmis hefur búið við ómannúðlega meðferð og ofbeldi í öðrum ríkjum. Þá mun fólk sem sækir um alþjóðlega vernd ekki lengur fá efnismeðferð ef stjórnvöld hafa ekki unnið úr máli þeirra eftir 12 mánuði. Skilvirknin, sjáið til. Þá fela lögin í sér alvarlega skerðingu á möguleikum fólks með verndarstöðu til fjölskyldusameiningar, sem er hluti af grundvallarréttindum flóttafólks. Gildistaka laganna hefur það í för með sér að fjölskyldum er nú ekki gert kleift að sameinast fyrir en a.m.k. 2 árum eftir að dvalarleyfi einstaklings á flótta hefur verið samþykkt í fyrsta sinn, og væntanlega mun síðar, ef tekið er tillit til algengs málsmeðferðartíma vegna fjölskyldusameiningar. Með því að lengja þann tíma sem það mun taka fólk sem er að koma úr afar erfiðum aðstæðum, jafnvel af átakasvæðum, að sameinast fjölskyldumeðlimum sínum, sem yfirleitt eru enn í hættulegum aðstæðum, að því gefnu að það lifir biðina af, gerast stjórnvöld sek um valda flóttafólki viljandi skaða, sem stundum er óafturkræfur. Slíkt ýtir undir vanlíðan, ótta og óöryggi fólks og kemur í veg fyrir að það geti unnið úr áföllum sínum. Það stuðlar að frekari félagslegri einangrun og torveldar inngildingu flóttafólks í íslenskt samfélag, sem stjórnvöld hafa á öðrum vettvangi sagst ætla að leggja áherslu á. Þá eru lögin brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um að börn skuli ekki vera aðskilin foreldrum sínum og stjórnvöld hafa því vísvitandi skert mannréttindi flóttabarna. Þingfólk ríkisstjórnarflokkanna talar mikið um að við vinnslu þessara laga hafi verið víðtækt samráð við hina ýmsu hagsmunaaðila, þau engið meira en 20 umsagnir um lagafrumvarpið og tekið á móti fjölda gesta í nefnd til þess að fá fram skoðanir þeirra á lögunum. Það er vissulega rétt, ég var einn af þeim. Verst er að stjórnvöld tóku ekkert tillit til þeirra gagnrýnis- og áhyggjuradda sem komu fram, ekki frekar en fyrri daginn. Íslensk stjórnvöld, vestrænt forréttindafólk sem þekkir fátt annað en öryggið sem fólk á flótta er í leit að, virðist ekki gera sér grein fyrir því að það eru mannréttindi að sækja um alþjóðlega vernd, ekki glæpur, og að mannréttindi megi ekki skerða. Þetta eru spor sem hræða. Höfundur er formaður Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar