Með lygum skal land byggja Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 19. júní 2024 08:31 Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Segjum að þú fremjir bankarán. Þaulskipulagt, skilyrðin rétt og þér tekst að fremja hið fullkomna bankarán. Einfaldlega til að eignast meiri pening. Bankaránið tekst, þú kemst undan og telur peningana. Það er bara eitt vandamál; þú skildir eftir þig vitni. Við rannsókn málsins talar lögreglan við vitnið sem greinir frá því að þú ert sá sem framdi bankaránið, vitnið sá það allt gerast. Vitnisburðurinn er skrásettur hjá lögreglu og saksóknari ákveður að gefa út ákæru. Því jú, það var vitni á staðnum sem sá þig ræna bankann. Sem sakborningur í málinu gerir þú allt sem í þínu valdi stendur til að komast upp með ránið. Það gekk jú allt upp fyrir utan þetta eina vitni! Vitnisburðurinn eyðileggur þetta annars fullkomna bankarán og án hans hefði enginn vitað hver ætti í hlut. Þú sem sakborningur í bankaráni neitar sök. Það eru hvort eð er engin sönnunargögn. Eitt vitni getur varla komið manni í fangelsi með því að segja frá því sem það sá? Það eru engin fingraför eða myndbandsupptökur af verknaðnum þannig að hvernig væri hægt að finna þig sekan? Til þess að þú komist upp með bankaránið þarf tvennt að gerast: vitnið þarf að vera talið ótrúverðugt og þú þarft einfaldlega að neita sök. Réttur sakbornings er svo sterkur að rétturinn til að fella ekki á sig sök er rýmri en rétturinn til að tjá sig ekki. Þetta er stjórnarskrárvarinn réttur sakborninga til að ljúga í skýrslutökum og fyrir dómi. Hvernig er þá hægt að sanna að verknaðurinn hafi verið framinn af þér? Vissulega eru peningar týndir og allir vita að þig hafi alltaf langað til að verða ríkari. Er það nóg til að dæma þig fyrir bankarán þegar ekkert liggur fyrir nema einn vitnisburður frá manneskju sem þú hefur sagt vera lygasjúka? Sakborningi er óskylt að svara spurningum varðandi refsiverða hegðun sem honum er gefin að sök. Sakborningur má neita að gefa skýrslu um sakarefnið og má neita að svara einstökum spurningum þar að lútandi. Þetta hlýtur þá að verða sakborningi í vil. Aðrar reglur í kynferðisbrotamálum Þessi saga um bankaránið á sér hliðstæðu í kynferðisbrotamálum. Þar er oftast bara eitt vitni til frásagnar sem í því tilviki er brotaþolinn og sakborningar komast upp með það að reyna að draga úr trúverðugleika þess vitnis og neita svo alfarið sök. Sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, hvílir á ákæruvaldinu. Oftast nær eru einungis teknar tvær skýrslur í kynferðisbrotamálum. Annars vegar er það brotaþolinn sem tilkynnir ofbeldið og lýsir því í skýrslutöku og hins vegar er það skýrsla sakbornings þar sem hann neitar að hafa beitt ofbeldinu. Skýrslur sakborninga eru oftast nær lygum skreyttar, til þess fallnar að draga úr trúverðugleika brotaþola og síðast en ekki síst útataðar minnisleysi sakbornings um þau atriði sem skipta mestu máli; brotið sjálft. Með aðeins 3,48% sakfellingarhlutfalli í kynferðisbrotamálum þá er þeim óhætt að taka sénsinn á því að komast upp með að nauðga og neita svo fyrir að hafa framið glæpinn. Í íslensku réttarkerfi duga ekki áverkavottorð eða greiningar á áfallastreituröskun. Ekki tekst að saksækja menn sem beita ofbeldinu þrátt fyrir að brotaþolar glími við langvarandi afleiðingar þess ofbeldis sem þau hafa verið beitt. Í íslensku réttarkerfi dugir ekki vitnisburður brotaþola. Hvernig tekst ákæruvaldinu að sanna sekt þegar fyrir liggja tvær skýrslur, ein um atburðinn og ein sem er neitun á atburðinum, þar sem ekkert er sannreynt og saksóknari gætir hlutleysis? Þú er aðeins með brotaþola þegar einstaklingur hefur orðið fyrir broti en með sakborning í kynferðisbrotamáli eru yfirgnæfandi líkur á að um sé að ræða lygara. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun