Til hamingju Grænland Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. júní 2024 13:30 Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Grænland Norðurlandaráð Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er þjóðhátíðardagur Grænlands. Á milli Grænlands og Íslands ríkir vinátta og traust og samband þjóðanna er afar verðmætt. Sú var tíð að Íslendingar voru í svipuðum sporum og Grænlendingar hvað varðar stjórn eigin mála og við höfum því sérstakan skilning á hlutskipti þeirra. Samstarf við aðrar norrænar þjóðir er okkur Íslendingum mikilvægt. Það birtist á ýmsum sviðum. Ríkisstjórnir landanna starfa saman í Norrænu ráðherranefndinni þingmenn í Norðurlandaráði en einnig eiga stéttarfélög og verkalýðsfélög í norrænu samstarfi ásamt hinum ýmsu félagasamtökum, stofnunum og fyrirtækjum. Hin norrænu ríkin eru fyrirmyndir okkar á flestum sviðum og við leitum til þeirra eftir ráðgjöf við lausn erfiðra þjóðfélagsmála. Ofarlega á dagskrá samstarfsins er lýðræði, jafnrétti, réttarríkið, mannréttindi og friður. Breyttur heimur Ég leyfi mér að fullyrða að hlutverk og gildi norræns samstarfs hafi sjaldan verið mikilvægara. Okkar heimshluti stendur á krossgötum með stríði í Evrópu og við botn Miðjarðarhafs. Alþjóðlegar aðstæður breytast og við þurfum að mæta þeim breytingum með mun þéttara samstarfi allra norrænu landanna. Þess vegna ræðum við í Norðurlandaráði nú um stundir tillögur frá norrænum þingmönnum til ríkisstjórnanna um breytingar á Helsingforssamningnum. Helsingforssamninginn er kallaður stjórnarskrá norræns samstarfs. Breytingatillögur Norðurlandaráðs varða meðal annars varnarmál, samfélagsöryggi, loftslagsmál og sterkari stöðu Grænlands, Færeyja og Álandseyja í samstarfinu. Forsætisnefndarfundur Norðurlandaráðs verður haldinn í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn þar sem þessi mál verða til umræðu. Ekkert um okkur án okkar Norrænu löndin eru átta en ekki fimm eins og stundum er haldið fram. Grænland, Færeyjar og Álandseyjar eru samt ekki með fulla aðild að Norðurlandaráði, Norrænu ráðherranefndinni og sumu öðru norrænu samstarfi og Helsingforssamningurinn miðar við löndin fimm, Ísland, Noreg, Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Grænlendingar hafa gert þá eðlilegu kröfu að eiga sæti við borðið þegar ákvarðanir eru teknar í norrænu samstarfi. Ekkert um okkur án okkar segja þau. Við Íslendingar styðjum nágranna okkar í þessu og tökum undir kröfu þeirra. Traust og vinátta einkennir norrænt samstarf sem er góður grundvöllur til farsælla lausna á málum sem leiða þarf til lykta. Á þeim grundvelli munum við Íslendingar beita okkur af ábyrgð og með virðingu fyrir áherslum Grænlendinga. Ég óska grænlensku þjóðinni til hamingju með daginn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður Norðurlandaráðs.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun