Öryrkjar í fjötrum fátæktar Svanberg Hreinsson skrifar 24. júní 2024 09:31 Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Enginn velur það hlutskipti í lífinu að veikjast alvarlega, slasast eða fæðast með fötlun sem hindrar fulla atvinnuþátttöku. Það er ómannúðlegt að dæma þá sem missa heilsuna til að lifa því sem eftir er ævinnar í fátækt. Hæstu mögulegu greiðslur almannatrygginga, 381.065 kr. eftir skatt, fær aðeins lítill hópur öryrkja. Meðalgreiðslur í apríl voru 328.000 kr. fyrir skatt samkvæmt TR. Ljóst er að tæpar 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur eftir skatt duga engan veginn til framfærslu á Íslandi nú til dags. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, sem unnin var fyrir ÖBÍ, getur meiri hluti fatlaðs fólks ekki mætt óvæntum útgjöldum án lántöku, að minnsta kosti þeir sem hafa enn lánstraust. Leigumarkaðurinn líkist stríðssvæði þar sem barist er um hverja einustu íbúð og verðið hækkar um hver mánaðarmót. Þá hefur matvöruverð hækkað mjög mikið á undanförnu. Fólk getur ekki lifað endalaust á vatni og núðlum, ekki síst foreldrar með börn á framfæri sínu. Rannsóknir sýna að fatlað fólk neitar sér oft um nauðsynjar eins og heilbrigðisþjónustu og jafnvel lágmarksþáttöku í félagslífi vegna fjárskorts. Öryrkjar á Íslandi upplifa myrkan veruleika þar sem örvænting og svartnætti ríkir, ómöguleg fjárhagsstaða og samfélagsleg útskúfun virðist vera það sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fatlað fólk þráir ekkert heitar en að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, án þess að vera hlekkjað niður af skerðingum og takmörkunum sem kæfa drauma þeirra og þrár. Tímabært er að hætta þessu fjárhagslega ofbeldi sem fatlað fólk þolir dag eftir dag og tryggja þeim loks skilyrði til að lifa lífi þar sem reisn þeirra og mannhelgi er virt. Aðeins þannig getum við sagt að við búum í réttlátu og mannúðlegu samfélagi. Mahatma Gandhi sagði „sannasti mælikvarði hvers samfélags er hvernig það kemur fram við viðkvæmustu meðlimi sína.“ Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun