Ósýnilegir sjúkdómar: Eva fékk ristilkrabbamein fertug Eva Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:01 Það síðasta sem heimilislæknirinn minn í London sagði rétt áður en ég var lögð inn á Royal Free Hospital og undirgekkst tvær neyðaraðgerðir við ristilkrabbameini var hvað ég liti vel út. Eftir ár af krabbameinsmeðferð með stóma og lyfjagjöf beið mín mikið heilsufarslegt uppbyggingarstarf. Sem sálfræðingur og núvitundarkennari fór ég rannsaka ýmsa áhættuþætti sem tengjast sjúkdómum. Böndin beindust fljótt að áhrifum áfalla á heilsu og hvaða áhrif tengslamótun í æsku hefur á líkur þess að fólk þrói með sér sjúkdóma á lífsleiðinni. Eftir því sem fólk skorar hærra á Adverse Childhood Experiences (ACE) kvarðanum aukast líkur á að fólk veikist af sjúkdómum á fullorðinsárum. Áföll í æsku og ótrygg geðtengsl við nánustu umönnunaraðila geta haft neikvæð áhrif á taugakerfið og skapað óheilbrigð hegðunarmynstur sem börn taka síðan með sér út í lífið. Það getur valdið langvarandi mallandi streitu sem getur með tímanum bælt ónæmiskerfið sem getur orsakað sjúkdóma eins og krabbamein. Búsett í London gafst mér kostur á að vinna með sumu af færasta fagfólki heims á sínu sviði og hef unnið alþjóðlega með því í gegnum Zoom. Bandaríkjamaðurinn Karden Rabin er sérfræðingur í stýringu taugakerfisins og frumkvöðull á sínu sviði. Skjólstæðingar hans eru meðal annars geðlæknirinn Bessel Van der Kolk sem skrifaði New York Times Best Seller bókina Líkaminn geymir allt (The Body Keeps the Score) en hann er brautryðjandi í áfallafræðum innan læknavísindanna. Karden komst að því að taugakerfi mitt væri fast í svokölluðu viðbragðsleysi (shut down mode). Í stað þess að róa taugakerfi þitt þarf að virkja það (upward regulation), sagði hann og byggði greiningu sína á Polyvagal Theory sem var þróuð af vísindamanninum Stephen Porges. Hún fjallar meðal annars um flökkutaugina (vagus nerve) en það hefur komið í ljós að vel tónuð flökkutaug hefur jákvæða fylgni við heilsu og vellíðan. Eftir að það var búið að kortleggja vandann fór ég á fullt í þjálfun til að ná betri heilsu og nýtti núvitundina til að velja athafnir sem ég dregst að til að auka líkur á að endurhæfingin yrði árangursrík því oft krefst það vissrar bersköldunar að læra nýja hluti frá grunni. Þá er gott að velja athafnir sem maður hefur ástríðu fyrir sem í mínu tilviki var hreyfing, tónlist og spilamennska. Eitt af því sem Stephen Porges mælir með til að þjálfa flökkutaugina er söngur sem varð til þess að ég fór að syngja í þremur kórum auk þess að fara í söngtíma hjá breska tenórnum Bradley Smith, Associate Professor at Royal Academy of Music í London og strax eftir fyrstu söngtímana fann ég framför í líðan og bætta orku. Þegar það er vanstilling í taugakerfinu eru þolmörk oft af skornum skammti og það þarf að vinna að því að víkka út þolgluggann (Widen the window of tolerance). Til að þenja út þolmörkin fór ég í daglegar gönguferðir í Primrose Hill og Regent's Park ásamt því að fara í skíðaskóla í Ölpunum og fann að eftir hverja skíðaferð varð úthaldið meira. Þolmörkin voru byrjuð að víkka. Heili okkar er mótanlegur (neuroplastic) og það er hægt að hafa áhrif á hann með því að læra nýja hluti. Ólíkt því sem eitt sinn var talið þá er hægt að endurnýja og þjálfa taugabrautir í heilanum. Til að byggja nýjar og heilbrigðar taugabrautir fór ég að læra á píanó en það reynir sérstaklega á samhæfingu á milli handa og er því gott þjálfunartæki. Rannsóknir Gabor Mate og annarra sérfræðinga benda til þess að það sé samband á milli niðurbældrar reiði og krabbameins. Fólk sem fær krabbamein hefur stundum verið bendlað við Type C manngerð sem er innhverft og kurteist fólk með sterka þörf til að þóknast öðrum. Til að tengja betur við tilfinningu heilbrigðrar reiði fór ég að læra box og kynntist þar þessari kraftmiklu tilfinningu sem hjálpar okkur að setja mörk og standa upp gegn óréttlæti. Sómatískar meðferðir eins og nudd hafa líka góð áhrif á taugakerfið og öndunaræfingar í gegnum jóga geta líka hjálpað til að stilla taugakerfið. Líkamsrækt er mikilvæg og ég hef unnið reglulega með einkaþjálfara og pilates kennara til að byggja upp líkamann en eftir mikil veikindi og rúmlegu hafði vöðvamassinn rýrnað. Til að vinna með heilaþoku fór ég að læra Bridge en sú hugarleikfimi styrkir framheilann sem getur orðið fyrir skaða af miklum meðferðum, álagi og áföllum en áfallastreita er mjög algeng hjá fólki sem hefur fengið lífshættulega sjúkdóma og hefur þurft að ganga í gegnum harkaleg læknisfræðileg inngrip. Ég lærði hjá Jo Jarrold í London og það þurfti kjark til að sitja á móti þessum Bridge meistara þegar það var erfitt að leggja saman 5 plús 3. Ef við höfum orðið fyrir röskuðum geðtengslum (attachment injuries) í æsku hefur það áhrif á taugakerfið og það er mikilvægt að komast inn í taugaskynjun öryggis (neuroception of safety). Það er hægt að byggja upp áunnin örugg geðtengsl með því að skoða aðferðir til að styrkja þessar leiðir innra með okkur. Í því ferli er mikilvægt að hlusta á innsæið um það hvort hægt er að treysta fólki. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Höfundur er sálfræðingur og núvitundarkennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það síðasta sem heimilislæknirinn minn í London sagði rétt áður en ég var lögð inn á Royal Free Hospital og undirgekkst tvær neyðaraðgerðir við ristilkrabbameini var hvað ég liti vel út. Eftir ár af krabbameinsmeðferð með stóma og lyfjagjöf beið mín mikið heilsufarslegt uppbyggingarstarf. Sem sálfræðingur og núvitundarkennari fór ég rannsaka ýmsa áhættuþætti sem tengjast sjúkdómum. Böndin beindust fljótt að áhrifum áfalla á heilsu og hvaða áhrif tengslamótun í æsku hefur á líkur þess að fólk þrói með sér sjúkdóma á lífsleiðinni. Eftir því sem fólk skorar hærra á Adverse Childhood Experiences (ACE) kvarðanum aukast líkur á að fólk veikist af sjúkdómum á fullorðinsárum. Áföll í æsku og ótrygg geðtengsl við nánustu umönnunaraðila geta haft neikvæð áhrif á taugakerfið og skapað óheilbrigð hegðunarmynstur sem börn taka síðan með sér út í lífið. Það getur valdið langvarandi mallandi streitu sem getur með tímanum bælt ónæmiskerfið sem getur orsakað sjúkdóma eins og krabbamein. Búsett í London gafst mér kostur á að vinna með sumu af færasta fagfólki heims á sínu sviði og hef unnið alþjóðlega með því í gegnum Zoom. Bandaríkjamaðurinn Karden Rabin er sérfræðingur í stýringu taugakerfisins og frumkvöðull á sínu sviði. Skjólstæðingar hans eru meðal annars geðlæknirinn Bessel Van der Kolk sem skrifaði New York Times Best Seller bókina Líkaminn geymir allt (The Body Keeps the Score) en hann er brautryðjandi í áfallafræðum innan læknavísindanna. Karden komst að því að taugakerfi mitt væri fast í svokölluðu viðbragðsleysi (shut down mode). Í stað þess að róa taugakerfi þitt þarf að virkja það (upward regulation), sagði hann og byggði greiningu sína á Polyvagal Theory sem var þróuð af vísindamanninum Stephen Porges. Hún fjallar meðal annars um flökkutaugina (vagus nerve) en það hefur komið í ljós að vel tónuð flökkutaug hefur jákvæða fylgni við heilsu og vellíðan. Eftir að það var búið að kortleggja vandann fór ég á fullt í þjálfun til að ná betri heilsu og nýtti núvitundina til að velja athafnir sem ég dregst að til að auka líkur á að endurhæfingin yrði árangursrík því oft krefst það vissrar bersköldunar að læra nýja hluti frá grunni. Þá er gott að velja athafnir sem maður hefur ástríðu fyrir sem í mínu tilviki var hreyfing, tónlist og spilamennska. Eitt af því sem Stephen Porges mælir með til að þjálfa flökkutaugina er söngur sem varð til þess að ég fór að syngja í þremur kórum auk þess að fara í söngtíma hjá breska tenórnum Bradley Smith, Associate Professor at Royal Academy of Music í London og strax eftir fyrstu söngtímana fann ég framför í líðan og bætta orku. Þegar það er vanstilling í taugakerfinu eru þolmörk oft af skornum skammti og það þarf að vinna að því að víkka út þolgluggann (Widen the window of tolerance). Til að þenja út þolmörkin fór ég í daglegar gönguferðir í Primrose Hill og Regent's Park ásamt því að fara í skíðaskóla í Ölpunum og fann að eftir hverja skíðaferð varð úthaldið meira. Þolmörkin voru byrjuð að víkka. Heili okkar er mótanlegur (neuroplastic) og það er hægt að hafa áhrif á hann með því að læra nýja hluti. Ólíkt því sem eitt sinn var talið þá er hægt að endurnýja og þjálfa taugabrautir í heilanum. Til að byggja nýjar og heilbrigðar taugabrautir fór ég að læra á píanó en það reynir sérstaklega á samhæfingu á milli handa og er því gott þjálfunartæki. Rannsóknir Gabor Mate og annarra sérfræðinga benda til þess að það sé samband á milli niðurbældrar reiði og krabbameins. Fólk sem fær krabbamein hefur stundum verið bendlað við Type C manngerð sem er innhverft og kurteist fólk með sterka þörf til að þóknast öðrum. Til að tengja betur við tilfinningu heilbrigðrar reiði fór ég að læra box og kynntist þar þessari kraftmiklu tilfinningu sem hjálpar okkur að setja mörk og standa upp gegn óréttlæti. Sómatískar meðferðir eins og nudd hafa líka góð áhrif á taugakerfið og öndunaræfingar í gegnum jóga geta líka hjálpað til að stilla taugakerfið. Líkamsrækt er mikilvæg og ég hef unnið reglulega með einkaþjálfara og pilates kennara til að byggja upp líkamann en eftir mikil veikindi og rúmlegu hafði vöðvamassinn rýrnað. Til að vinna með heilaþoku fór ég að læra Bridge en sú hugarleikfimi styrkir framheilann sem getur orðið fyrir skaða af miklum meðferðum, álagi og áföllum en áfallastreita er mjög algeng hjá fólki sem hefur fengið lífshættulega sjúkdóma og hefur þurft að ganga í gegnum harkaleg læknisfræðileg inngrip. Ég lærði hjá Jo Jarrold í London og það þurfti kjark til að sitja á móti þessum Bridge meistara þegar það var erfitt að leggja saman 5 plús 3. Ef við höfum orðið fyrir röskuðum geðtengslum (attachment injuries) í æsku hefur það áhrif á taugakerfið og það er mikilvægt að komast inn í taugaskynjun öryggis (neuroception of safety). Það er hægt að byggja upp áunnin örugg geðtengsl með því að skoða aðferðir til að styrkja þessar leiðir innra með okkur. Í því ferli er mikilvægt að hlusta á innsæið um það hvort hægt er að treysta fólki. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Að ná aftur heilsu er langhlaup, það gerist ekki á einni nóttu en með þekkingu, þjálfun og þolinmæði þá er hægt að ná ótrúlega miklum árangri, meira að segja í sjúkdómum sem eru taldir krónískir og þar með ólæknandi. Það getur krafist hugrekkis að hefjast handa og að fara út fyrir þægindarammann en árangurinn sem af því getur hlotist er sannarlega þess virði. Höfundur er sálfræðingur og núvitundarkennari.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar