Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júní 2024 12:46 Gummi Emil nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hann er í samstarfi við ýmsa aðila. vísir/arnar Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. Í dóminum segir að lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Þess var krafist að Guðmundur yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fram kemur í dómnum að Guðmundur hafi ekki mætt í dómsal og tekið til varna. Þess vegna taldi dómurinn sannað að hann hefði framið þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Ætlar að sinna samfélagsþjónustu Guðmundur Emil segir að allir viti að hann hjóli út um allt. „Bubbi Morthens hjólaði líka út um allt. Ég elska að hjóla,“ segir Guðmundur. „Ég viðurkenni að ég keyrði próflaus bláedrú, af því að ég þurfti nauðsynlega að komast milli staða,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist ætla að taka þetta út í samfélagsþjónustu, hann elski að gera þetta samfélag betra. „Þetta er mér að kenna og ég hefði átt að gera betur,“ segir Guðmundur. Dómsmál Umferðaröryggi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Í dóminum segir að lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi ákært Guðmund Emil fyrir umferðarlagabrot, með því að hafa mánudaginn 8. apríl síðastliðinn ekið bifreið á Reykjanesbraut við Fitjar í Reykjanesbæ sviptur ökuréttindum. Þess var krafist að Guðmundur yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Fram kemur í dómnum að Guðmundur hafi ekki mætt í dómsal og tekið til varna. Þess vegna taldi dómurinn sannað að hann hefði framið þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Guðmundur hefur tvisvar áður verið ákærður vegna aksturs sviptur ökuréttindum, fyrst 18. desember 2020 og aftur 16. júní 2023. Í þau skipti var hann dæmdur til að greiða sektir, í fyrra skiptið 120 þúsund krónur og síðara skiptið 200 þúsund krónur. Dómurinn tók mið af því að þetta var í þriðja skiptið sem Guðmundur gerðist sekur um akstur sviptur ökuréttindum. Með hliðsjón af því þótti hæfileg refsing fangelsi í þrjátíu daga. Ætlar að sinna samfélagsþjónustu Guðmundur Emil segir að allir viti að hann hjóli út um allt. „Bubbi Morthens hjólaði líka út um allt. Ég elska að hjóla,“ segir Guðmundur. „Ég viðurkenni að ég keyrði próflaus bláedrú, af því að ég þurfti nauðsynlega að komast milli staða,“ segir Guðmundur. Guðmundur segist ætla að taka þetta út í samfélagsþjónustu, hann elski að gera þetta samfélag betra. „Þetta er mér að kenna og ég hefði átt að gera betur,“ segir Guðmundur.
Dómsmál Umferðaröryggi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11