Kristján Loftsson skilur ekkert hvað hvalveiðar koma alls kyns samtökum við Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2024 07:14 Mat Kristjáns á umhverfisverndarsamtökum kemur Árna ekki á óvart. En engu að síður sérkennilegt að sjá það svona svart á hvítu í bréfi til ráðuneytisins. vísir/vilhelm Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, kallaði eftir öllum gögnum sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafði til grundvallar ákvörðun sinni sem var að leyfa hvalveiðar. Í öllum þeim bunka leyndist upplýsandi bréf frá Kristjáni Loftssyni hjá Hval ehf. „Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni. Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Já, hann hefur ákveðnar skoðanir hann Kristján. Það er bara þannig,“ segir Árni í samtali við Vísi. Þó bréfið sé ítarlegt, það er í 29 liðum, er það að sama skapi flausturslegt, upp að ákveðnu marki. Í það minnsta liggur Kristján ekki á skoðun sinni. „Þetta er sent deginum áður en matvælaráðherra upplýsir um sína ákvörðun. Ég býst við að þetta hafi verið gert með hraði. En þetta endurspeglar afstöðu Kristjáns til samtaka eins og okkar. Bréf Kristjáns upplýsandi Í 12. og 13. lið bréfsins víkur Kristján að öllum þessum samtökum sem hann segir að komi bara málið hreint ekki við. Öðru máli gegnir um hagsmunasamtök eins og VLFA, Akraneskaupsstað og Félag skipstjórnarmanna og fleiri slíkra. „Já, við erum utangarðsmenn í hans huga. En þó hann sé nú kannski mest áberandi í svoleiðis umræðu þá hefur þessi afstaða til frjálsra félagasamtaka eða almennings, lengi verið mjög neikvæði í atvinnulífinu á Íslandi,“ segir Árni. Umhverfissamtök pirra atvinnulífið Hann segir að einatt sé talað um mat á umhverfisáhrifum sem kæruleiðir og eitthvað slíkt. Alltaf þegar almenningur hefur tækifæri til að veita umsögn um eitthvað. „Það pirrar marga í atvinnulífinu, því miður. Svo eru aðrir eins og Landsvirkjun sem hefur sett sér þá stefnu að eiga góð samskipti við almenning.“ Árni segir þetta hafa verið mikið magn gagna sem honum barst frá ráðuneytinu. En hann hjó í fyrstu sérstaklega eftir þessu bréfi frá Kristjáni. „Þetta hafa verið hans rök frá upphafi. Að þeir sem eru á móti þessum veiðum séu hálfgerðir villimenn úti í heimi. Hann hefur kallað þá, í samtölum við erlenda fjölmiða, „the crazies“,“ segir Árni.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Félagasamtök Sjávarútvegur Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira