Hvað getum við tekið á móti mörgum? Gísli Rafn Ólafsson skrifar 29. júní 2024 07:01 Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins. Svo dæmi sé nefnt þá varð uppi fótur og fit þegar EES-samningurinn var til umræðu hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar, og voru margir sem óttuðust að hingað myndi streyma fjöldi fólks sem samfélagið myndi ekki ráða við. Hið sama átti við þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd voru um 60 á ári. Þá var spurt: Hvað ef þau verða hundrað? Pírötum er mjög annt um mannréttindi, en undanfarið hefur ekki dugað að tala fyrir mannréttindum hælisleitenda og flóttafólks til að svæfa ótta þjóðarinnar um það að kostnaðarliðurinn sé orðinn of íþyngjandi og álagið á innviðina of sligandi. Það er okkar einlæga trú að kostnaðarliðurinn þurfi ekki að vera íþyngjandi, að innviðir landsins séu orðnir lúnir vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar frekar en fjölda hælisleitenda, og að það sé raunverulega hægt að spara á réttum stöðum í þessum málaflokki án þess að vega að mannréttindum fólks. En hvernig? Kostnaður við hælisleitendur á Íslandi Mat á kostnaði við hvern hælisleitenda getur verið flókin jafna sem ræðst af hinum ýmsum þáttum, t.a.m. lengd dvalar, þjónustunýtingu, og fjárhagsstuðningi. Stuðningur við hælisleitendur felur í sér kostnað vegna húsnæðis, heilsugæslu, menntunar, tungumálaþjálfunar, lögfræðiaðstoðar, stjórnsýslulegrar meðferðar umsóknar þeirra og aðstoðar við sjálfviljuga heimför. Beinn kostnaður vegna útlendingamála á Íslandi nam rúmlega 20 milljörðum króna árið 2023 og fjöldi umsókna um vernd voru 4.157 talsins. Með grófum útreikningi má því áætla að hver hælisleitandi hafi kostað íslensku þjóðina um 4,8 milljón árið 2023. Mikið hefur verið rætt um það að kostnaðurinn hafi hækkað um mörg hundruð prósentustig á milli ára og því er áhugavert að velta fyrir sér hvort þetta sé heimatilbúinn vandi og hvort stjórnvöld séu að hugsa dæmið rétt. Það einfaldlega hlýtur að vera hægt að spara án þess að brjóta á réttindum fólks. Atvinnuþátttaka umsækjenda um alþjóðlega vernd Í 77.gr laga um útlendinga er fjallað um bráðabirgðadvalarleyfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem veitir leyfishafa rétt til atvinnuþátttöku á meðan umsókn er til meðferðar, eða að minnsta kosti í einhvern tíma á meðan umsóknin er til meðferðar. Veiting þessa leyfis gerir umsækjendum kleift að standa meira á eigin fótum á meðan þau bíða eftir niðurstöðu í máli sínu. Þau greiða sjálf fyrir leiguhúsnæði á almennum markaði og önnur hefðbundin útgjöld með laununum sínum, og eru því ekki háð fjárhagsaðstoð af hálfu ríkisins. Þetta fá þau að gera þar til þeim er birt ákvörðun Útlendingastofnunar. Sé þeim birt neikvæð niðurstaða, þ.e. umsókn þeirra er synjað af Útlendingastofnun, liggja strax fyrir ástæður sem leitt geta til brottvísunar og af þeim sökum missa þau atvinnuleyfi sitt og geta ekki endurnýjað það. Þeim er heimilt að kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar til Kærunefndar Útlendingamála, en á meðan nefndin er með málið í meðferð hjá sér geta umsækjendur ekki unnið sé bráðabirgðaatvinnuleyfi þeirra fallið úr gildi. Þetta leiðir til þess að vinnandi fólk, sem hefur skilað fullt inn til samfélagsins, þarf að hætta að vinna og segja upp leiguhúsnæði sínu. Þau fara í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar, fá fjárhagsstuðning frá ríkinu til uppihalds, og bíða örlagastundarinnar hvort senda eigi þau aftur til heimalands síns sem þau hafa einhverra hluta vegna þurft að flýja frá, eflaust frá óhugsandi aðstæðum. Hvers vegna má vinnandi fólk ekki vinna? Núverandi fyrirkomulag í útlendingamálum gerir það að verkum að hælisleitendur verða háðir kerfinu, þrátt fyrir vilja margra til að sjá fyrir sér og sínum upp á eigin spýtur. Það er svigrúm til sparnaðar á milli þess að ákvörðun Útlendingastofnunar er birt og þar til úrskurðað er í máli umsækjanda og honum gert að yfirgefa landið. Ef umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem líklega verður synjað um slíka vernd, er gert kleift að vinna út allt ferlið - eða þar til nokkrum dögum fyrir brottför af landinu - þá skilar það sér í minni útgjöldum fyrir ríkissjóð og minni óþarfa kostnað í málaflokknum. Dæmi eru um það að umsækjendur bíði úrlausnar í máli sínu í hátt í 300 daga eða 43 vikur. Fyrir utan það að langur málsmeðferðartími er í grunninn ómannúðlegur þá er óásættanlegt að stjórnvöld stofni til óþarfa kostnaðar á meðan með reglum sem standast ekki skoðun. Ef litið er til eins kostnaðarliðsins, þá er fæðisfé um 8.000 kr. á viku per. einstakling. Með því að leyfa umsækjendum að vinna út dvöl sína hér á landi sparast tæplega 400.000 kr. á haus í fæðiskostnað. Ef húsnæðisliðurinn er tekin inn í dæmið er upphæðin talsvert hærri. Hvers vegna ekki að spara þar sem hægt er og leyfa fólkinu að taka þátt í samfélaginu fram að brottför? Píratar munu aldrei hvika frá baráttunni fyrir mannréttindum, en við viljum jafnframt tryggja það að fjármagni ríkisins sé ráðstafað á eins hagkvæman hátt og best er á kosið. Við þurfum að leita nýrra og skapandi lausna sem stofna til sparnaðar hjá ríkissjóði, án þess að vega að grundvallar mannréttindum fólks. Að víkka rétt hælisleitenda til atvinnu, frekar en að þrengja að þeim réttindum, myndi skila samfélaginu miklum fjárhagslegum og samfélagslegum ágóða. Það er einfaldlega hagkvæmari og mannúðlegri lausn. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Óttinn við ófyrirsjáanlegan fjölda umsókna dúkkar upp í hvert skipti sem ræða á stöðu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þessi ótti er ekki nýr af nálinni og á sér ekki rætur í fjölgun umsókna síðustu ár, heldur hefur hann alla tíð fylgt umræðum um mögulega fólksflutninga til landsins. Svo dæmi sé nefnt þá varð uppi fótur og fit þegar EES-samningurinn var til umræðu hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar, og voru margir sem óttuðust að hingað myndi streyma fjöldi fólks sem samfélagið myndi ekki ráða við. Hið sama átti við þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd voru um 60 á ári. Þá var spurt: Hvað ef þau verða hundrað? Pírötum er mjög annt um mannréttindi, en undanfarið hefur ekki dugað að tala fyrir mannréttindum hælisleitenda og flóttafólks til að svæfa ótta þjóðarinnar um það að kostnaðarliðurinn sé orðinn of íþyngjandi og álagið á innviðina of sligandi. Það er okkar einlæga trú að kostnaðarliðurinn þurfi ekki að vera íþyngjandi, að innviðir landsins séu orðnir lúnir vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar frekar en fjölda hælisleitenda, og að það sé raunverulega hægt að spara á réttum stöðum í þessum málaflokki án þess að vega að mannréttindum fólks. En hvernig? Kostnaður við hælisleitendur á Íslandi Mat á kostnaði við hvern hælisleitenda getur verið flókin jafna sem ræðst af hinum ýmsum þáttum, t.a.m. lengd dvalar, þjónustunýtingu, og fjárhagsstuðningi. Stuðningur við hælisleitendur felur í sér kostnað vegna húsnæðis, heilsugæslu, menntunar, tungumálaþjálfunar, lögfræðiaðstoðar, stjórnsýslulegrar meðferðar umsóknar þeirra og aðstoðar við sjálfviljuga heimför. Beinn kostnaður vegna útlendingamála á Íslandi nam rúmlega 20 milljörðum króna árið 2023 og fjöldi umsókna um vernd voru 4.157 talsins. Með grófum útreikningi má því áætla að hver hælisleitandi hafi kostað íslensku þjóðina um 4,8 milljón árið 2023. Mikið hefur verið rætt um það að kostnaðurinn hafi hækkað um mörg hundruð prósentustig á milli ára og því er áhugavert að velta fyrir sér hvort þetta sé heimatilbúinn vandi og hvort stjórnvöld séu að hugsa dæmið rétt. Það einfaldlega hlýtur að vera hægt að spara án þess að brjóta á réttindum fólks. Atvinnuþátttaka umsækjenda um alþjóðlega vernd Í 77.gr laga um útlendinga er fjallað um bráðabirgðadvalarleyfi fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem veitir leyfishafa rétt til atvinnuþátttöku á meðan umsókn er til meðferðar, eða að minnsta kosti í einhvern tíma á meðan umsóknin er til meðferðar. Veiting þessa leyfis gerir umsækjendum kleift að standa meira á eigin fótum á meðan þau bíða eftir niðurstöðu í máli sínu. Þau greiða sjálf fyrir leiguhúsnæði á almennum markaði og önnur hefðbundin útgjöld með laununum sínum, og eru því ekki háð fjárhagsaðstoð af hálfu ríkisins. Þetta fá þau að gera þar til þeim er birt ákvörðun Útlendingastofnunar. Sé þeim birt neikvæð niðurstaða, þ.e. umsókn þeirra er synjað af Útlendingastofnun, liggja strax fyrir ástæður sem leitt geta til brottvísunar og af þeim sökum missa þau atvinnuleyfi sitt og geta ekki endurnýjað það. Þeim er heimilt að kæra niðurstöðu Útlendingastofnunar til Kærunefndar Útlendingamála, en á meðan nefndin er með málið í meðferð hjá sér geta umsækjendur ekki unnið sé bráðabirgðaatvinnuleyfi þeirra fallið úr gildi. Þetta leiðir til þess að vinnandi fólk, sem hefur skilað fullt inn til samfélagsins, þarf að hætta að vinna og segja upp leiguhúsnæði sínu. Þau fara í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar, fá fjárhagsstuðning frá ríkinu til uppihalds, og bíða örlagastundarinnar hvort senda eigi þau aftur til heimalands síns sem þau hafa einhverra hluta vegna þurft að flýja frá, eflaust frá óhugsandi aðstæðum. Hvers vegna má vinnandi fólk ekki vinna? Núverandi fyrirkomulag í útlendingamálum gerir það að verkum að hælisleitendur verða háðir kerfinu, þrátt fyrir vilja margra til að sjá fyrir sér og sínum upp á eigin spýtur. Það er svigrúm til sparnaðar á milli þess að ákvörðun Útlendingastofnunar er birt og þar til úrskurðað er í máli umsækjanda og honum gert að yfirgefa landið. Ef umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem líklega verður synjað um slíka vernd, er gert kleift að vinna út allt ferlið - eða þar til nokkrum dögum fyrir brottför af landinu - þá skilar það sér í minni útgjöldum fyrir ríkissjóð og minni óþarfa kostnað í málaflokknum. Dæmi eru um það að umsækjendur bíði úrlausnar í máli sínu í hátt í 300 daga eða 43 vikur. Fyrir utan það að langur málsmeðferðartími er í grunninn ómannúðlegur þá er óásættanlegt að stjórnvöld stofni til óþarfa kostnaðar á meðan með reglum sem standast ekki skoðun. Ef litið er til eins kostnaðarliðsins, þá er fæðisfé um 8.000 kr. á viku per. einstakling. Með því að leyfa umsækjendum að vinna út dvöl sína hér á landi sparast tæplega 400.000 kr. á haus í fæðiskostnað. Ef húsnæðisliðurinn er tekin inn í dæmið er upphæðin talsvert hærri. Hvers vegna ekki að spara þar sem hægt er og leyfa fólkinu að taka þátt í samfélaginu fram að brottför? Píratar munu aldrei hvika frá baráttunni fyrir mannréttindum, en við viljum jafnframt tryggja það að fjármagni ríkisins sé ráðstafað á eins hagkvæman hátt og best er á kosið. Við þurfum að leita nýrra og skapandi lausna sem stofna til sparnaðar hjá ríkissjóði, án þess að vega að grundvallar mannréttindum fólks. Að víkka rétt hælisleitenda til atvinnu, frekar en að þrengja að þeim réttindum, myndi skila samfélaginu miklum fjárhagslegum og samfélagslegum ágóða. Það er einfaldlega hagkvæmari og mannúðlegri lausn. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun