Yazan, Kant og siðleg breytni á Íslandi Gunnar Hersveinn skrifar 28. júní 2024 19:31 Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi gamli Kant segja við íslensk yfirvöld eða ráðleggja þeim varðandi stöðu Yazan Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs, varðandi hvort þau ættu að hætta við að endursenda hann og fjölskyldu hans í óvissu á Spáni eða ekki? Það er óþægilegt að skrifa grein um það sem er augljóst, um eitthvað sem er ein af forsendum mannúðar. Ég hef þegar lesið fjölmargar greinar sem sýna og sanna að það er rangt að bregðast veiku barni sem biður fallega um að vera hjá okkur. Það er fyrirfram satt og rétt að við eigum að liðsinna Yazan. Hann er með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne og nýtur heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem ekki má rjúfa. Íslensk yfirvöld virðast vilja rjúfa þessa hjálp og tefla lífi hans í tvísýnu. Foreldrar hans sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu. En hver er skylda íslenskra yfirvalda núna? Fyrst að ekki er hlustað á okkur mótmælendur þá er spurning hvort þau geti hlustað á Immanúel Kant sem fæddist fyrir 300 árum? Hann lagði grunn að vestrænni siðfræði og skrifaði meðal annars ritið Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni, þar sem hann spurði meðal annars „Hvers erum við megnuð?“ og „Hvað ber mér að gera?“ Leyfum okkur ekki letihugsun Oft má greina yfirborðslegar skýringar hjá yfirvöldum og léttvægar forsendur ákvarðana eins og: „Við gerum þetta svona, vegna þess að svona er þetta í nágrannalöndum okkar. Við skulum gera eins og þau.“ Er það fullnægjandi réttlæting? Nei, það segir okkur ekki mikið. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng í óvissuna á Spáni, er ekki svar og veitir engan skilning. Í þýðingarmiklum málum sem varða heill og hamingju barns, þá leyfum við okkur ekki letihugsun eða afsakanir. Við tökum ákvarðanir út frá traustum forsendum, við leitum þess sem er satt. Við eigum að gera rétt. Hvað ber okkur að gera? „Siðleg góð breytni stjórnast af skyldu,“ segir Kant, „það sem er fortakslaust gott gerum við af skyldu.“ Að hjálpa Yazan er hjálp veitt af skyldurækni. Þessi hjálp er ekki háð skoðun, tilfinningum eða reglugerðum. Kant myndi segja við íslensk yfirvöld: „Það er siðferðilega sjálfssagt að verða við þeirri beiðni að hætta við að endursenda Yazan og fjölskyldu.“ Að hjálpa öðrum í neyð er fortakslaus regla. Við gerum skyldu okkar. Þetta snýst ekki um að vera góð heldur er þetta hrein og klár og augljós skylda. Í anda Kant fellur þessi aðstoð undir skilyrðislausa skylduboðið. Mér finnst neyðarlegt að þurfa að skrifa yfirvöldum til að minna á þessa skyldu, þegar siðalögmálið sjálft segir hvað beri að gera. Að endursenda Yazan til Spánar, særir ekki aðeins hann og fjölskyldu hans heldur einnig okkur öll. Hér styðjumst við ekki við túlkun á reglugerð. Ég hvet yfirvöld til að lesa aftur Grundvöll frumspeki siðlegrar breytni til að endurnýja kynni sín við skylduna en þar stendur: Breyttu einungis eftir þeirri lífsreglu sem þú getur á sama tíma viljað að verði að algildu lögmáli. (421). Þau mega heiðra Kant á 300 ára afmælishátíð hans með því að gera skyldu sína gagnvart Yazan. Ég ætla að senda þetta bréf einnig til Útlendingastofnunar, Kærunefndar og dómsmálaráðuneytis. Höfundur er heimspekingur
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun