Mál Yazans vekur athygli erlendra fjölmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júlí 2024 20:29 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne. Hann hætti að geta gengið stuttu fyrir komuna til Íslands og er nú í hjólastól. Vísir/Arnar Mál Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm sem búið er að ákveða að vísa úr landi, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla á borð við Al Jazeera. Fjallað var um mál Yazans í maímánuði þegar til stóð að vísa Yazan úr landi. Þá hafði umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi verið synjað og kvaðst Yazan hræðast mjög að vera sendur úr landi. Tekin var ákvörðun um að vísa honum endanlega úr landi þann 21. júní og í kjölfarið var boðað til mótmæla. Fjölskyld Yazans kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Katarski miðillinn Al Jazeera, sem hefur lengi verið leiðandi í umfjöllun um Mið-Austurlönd, gerir aðstæður Yazans að umfjöllunarefni á samfélagsmiðlum. Þar er rætt við mótmælendur hér á landi, á vegum samtakanna „Rooting Seat“ sem segja brottvísun ógna lífi hans. View this post on Instagram A post shared by AJ+ (@ajplus) Haft er eftir Guðjóni Reykdal Óskarssyni sérfræðingi í vöðvarýrnunarsjúkdómum að sjúkdómurinn sé þess eðlis að ferðalög sem bíði Yazans, með tilheyrandi röskun á meðferð ógni lífi hans. Myndband Al Jazeera má sjá hér að ofan en frétt Stöðvar 2 um aðstæður Yazans má nálgast í spilaranum hér að neðan. Og frá samstöðufundi með fjölskyldunni á Austurvelli: Palestína Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Átök í Ísrael og Palestínu Mál Yazans Tengdar fréttir „Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. 29. júní 2024 19:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Fjallað var um mál Yazans í maímánuði þegar til stóð að vísa Yazan úr landi. Þá hafði umsókn fjölskyldunnar um dvalarleyfi verið synjað og kvaðst Yazan hræðast mjög að vera sendur úr landi. Tekin var ákvörðun um að vísa honum endanlega úr landi þann 21. júní og í kjölfarið var boðað til mótmæla. Fjölskyld Yazans kom til Íslands í gegnum Spán, þar sem þau dvöldu í þrjá daga og fengu vegabréfsáritun. Það á því að senda þau aftur til Spánar á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Katarski miðillinn Al Jazeera, sem hefur lengi verið leiðandi í umfjöllun um Mið-Austurlönd, gerir aðstæður Yazans að umfjöllunarefni á samfélagsmiðlum. Þar er rætt við mótmælendur hér á landi, á vegum samtakanna „Rooting Seat“ sem segja brottvísun ógna lífi hans. View this post on Instagram A post shared by AJ+ (@ajplus) Haft er eftir Guðjóni Reykdal Óskarssyni sérfræðingi í vöðvarýrnunarsjúkdómum að sjúkdómurinn sé þess eðlis að ferðalög sem bíði Yazans, með tilheyrandi röskun á meðferð ógni lífi hans. Myndband Al Jazeera má sjá hér að ofan en frétt Stöðvar 2 um aðstæður Yazans má nálgast í spilaranum hér að neðan. Og frá samstöðufundi með fjölskyldunni á Austurvelli:
Palestína Flóttafólk á Íslandi Málefni fatlaðs fólks Átök í Ísrael og Palestínu Mál Yazans Tengdar fréttir „Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. 29. júní 2024 19:24 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
„Hann á að vera hér á Íslandi“ Fjölskylda palestínsks drengs með skæðan vöðvarýrnunarsjúkdóm segir heim hans hafa hrunið þegar honum var tilkynnt endanlega nýverið að fjölskyldunni yrði vísað úr landi. Hundruð sýndu samstöðu með fjölskyldunni á Austurvelli í dag en drengurinn dvelur nú á Barnaspítalanum. 29. júní 2024 19:24