Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. júlí 2024 06:22 Urriðaholtið í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Þetta staðfestir Baldur Svavarsson, fulltrúi í skipulagsnefnd fyrir minnihluta bæjarstjórnar í Garðabæ, í samtali við Vísi. Þegar Garðabær tengir sig við Flóttamannaleiðina þarf bæjarfélagið að greiða stærri hluta í kostnaði sem fylgir því að gera veginn upp sem er illa farinn og hættulegur í núverandi ástandi. Beðið er eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um viðgerð á veginum áður en farið er í framkvæmdir við að tengja Urriðaholtið við Flóttamannaleiðina. Hvorki liggur fyrir hvenær framkvæmdir til að tengja veginn við hverfið muni hefjast né hvenær viðgerð á Flóttamannaleiðinni hefjist. Elliðavatnsvegur eða Flóttamannaleiðin eins og vegurinn er iðulega kallaður er þjóðvegur í eigu Vegagerðarinnar. Mikilvægt öryggisatriði „Það liggur verulega á þessu. Þetta er miklu mikilvægara en fólk hefur viljað viðurkenna,“ segir Baldur sem ítrekar mikilvægi þess fyrir íbúa að hafa fleiri en eina undankomuleið úr hverfinu. Eina leiðin úr hverfinu liggur nú um Urriðaholtsstræti fram hjá Kauptúni. Mikilvægi fleiri undankomuleiða felist ekki aðeins í því að sporna gegn umferð í og úr hverfinu sem getur verið veruleg heldur er einnig um öryggisatriði að ræða. Skipulag Garðabæjar fyrir Urriðaholtið sýnir þrjár leiðir úr hverfinu en eins og stendur er aðeins ein.Garðabær Bæjarstjóri Garðabæjar deildi áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið í júní. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Íbúar í hverfinu hafa jafnframt kvartað yfir því að þurfa að keyra börnin sín sjö til átta kílómetra yfir á golfvöllinn hinum megin við Flóttaleiðina sem er ekki nema nokkur hundrað metrum frá hverfinu í göngufjarlægð. Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn Baldur telur líklegast að Vegagerðin hafi ekki nægilegt fjármagn til að bæta veginn og tryggja öryggi á honum. Vegagerðinni beri að skila veginum ekki í renglum til bæjarins heldur í góðu ástandi þegar að Garðabær tekur við honum að hans mati. Ýmislegt þurfi að gera fyrir veginn en sem dæmi nefnir Baldur að það þurfi að fylla í ýmsar holur, laga kröppustu beygjurnar, gera brú þar sem Vífilstaðarlækur rennur undir veginn og gera veginn keyrsluhæfari. Hefði átt að fara í þetta strax „Þegar verið var að vinna skipulagið fyrir Urriðaholt og byggð sem mun rísa norðanvert í Setberginu lagði minnihluti bæjarstjórnar til að þetta yrði eitt hverfi í rauninni. Þannig væri hægt að horfa á þetta sem eina heild. Þá hefði þetta geta verið eitt umferðarkerfi með fleiri leiðum inn og út. Þá hefði þetta tengst gatnamótunum við Reykjanesbrautina.“ Baldur segir að meirihluti bæjarstjórnar í Garðabæ hefði mátt sjá þennan vanda fyrir og harmar það að ekki hafi verið staðið betur að skipulagsmálum. „Þetta er eitthvað sem menn hefðu átt að fara í strax.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira